„Mér fannst mig vanta hlátur inn í líf mitt“

Ásta Valdi­mars­dótt­ir hlát­ur­jóga­kenn­ari seg­ir mik­il­vægt að hlæja og að það sé hægt að nýta sér hlát­ur til gagns í hvers­dags­legu lífi. Hlatur­jóga hef­ur breytt miklu í henn­ar lífi. Ilm­ur Kristjáns­dótt­ir leik­kona seg­ir það mik­il­vægt að deila gleð­inni með öðru fólki.

„Mér fannst mig vanta hlátur inn í líf mitt“
Að hlæja Léttir á fólki og getur bætt andlega líðan samkvæmt viðmælendum sem leggja mikið upp úr því að halda fast í gleðina.

Hvenær fórst þú síðast að hlæja? Var það áðan, í gær eða kannski í síðustu viku? Það er fátt betra en að fá hláturskast í góðra vina hópi. Alls kyns leiðir eru til að fá bæði sjálfa sig og aðra til að hlæja. Það má til dæmis gera með því að segja góðan brandara, rifja upp skemmtilega minningu eða jafnvel með hláturjóga.

Deilum gleðinni

Ilmur Kristjánsdóttir hefur framkallað hlátur hjá fjöldamörgum áhorfendum í gegnum störf sín sem ein ástsælasta leikkona landsins.

„Það léttir svo á,“ segir Ilmur aðspurð hvers vegna það skipti hana máli að hlæja sjálf og fá aðra til að hlæja. „Það besta er að fá annað fólk til að hlæja og að hlæja með öðrum líka.“ Hún segir hlátur einnig oft og tíðum geta veitt aðgang inn í hjörtu fólks á erfiðum tímum. 

Ilmur KristjánsdóttirÍ hlutverki sínu í geysivinsælu þáttunum Ófærð.
„Það besta er að fá annað fólk til að hlæja og að hlæja með öðrum líka“
Ilmur Kristjánsdóttir

Til að halda í húmorinn í gegnum hversdagsleikann telur Ilmur mikilvægt að vera í samskiptum við annað fólk. „Vera alltaf í stöðugum samskiptum við fólk, það er eina leiðin.“ 

Það er henni mikilvægt að deila gleðinni með öðru fólki og hún nefnir dæmi um auðvelda leið til að gera það: „Ef maður sér eitthvað fyndið, að senda það þá á einhvern, alls konar svoleiðis. Bara að deila gleðinni.“

Spurð hvernig hún myndi lýsa sínum eigin húmor svarar Ilmur léttilega: „Ég hlæ til dæmis alltaf að því ef fólk mismælir sig, ruglar einhverjum orðum eða eitthvað svoleiðis. Þá hlæ ég með sjálfri mér. Svo láta vinkonur mínar mig hlæja óspart með alls konar gríni.“

„Svo láta vinkonur mínar mig hlæja óspart með allskonar gríni“
Ilmur Kristjánsdóttir

Ilmur bætir því einnig við að faðir hennar sé mikill húmoristi. Hún rifjar upp atvik sem gerðist nýlega. „Ég fór með pabba upp á bráðamóttöku og læknirinn tók hann úr sokkunum. Þá sagði ég, þú þyrftir nú kannski að klippa á þér táneglurnar. Pabbi fór að skellihlæja og þá fór ég auðvitað að skellihlæja líka. Það þurfti ekki meira.“ Hún tekur þó fram að það sé í góðu lagi með föður sinn en atvikið var dæmi um aðstæður þar sem hlátur létti á annars þungu andrúmslofti.

Vantaði hlátur inn í lífið

Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari segir hláturjóga vera aðferð til að bæta líðan fólks bæði andlega og líkamlega. Eftir að hún hóf að iðka hláturjóga um aldamótin finnur hún mikla breytingu á sínu innra lífi.

„Sumir segja að ég hafi verið brosmild hér áður fyrr en mér fannst mig vanta hlátur inn í líf mitt og þess vegna, meðal annars, fór ég í hláturjóga og þetta hefur breytt miklu í mínu lífi. Geysilega miklu.

Ég er ekki eins áhyggjufull. Ég tel mig vera ekki eins fordómafull og ég er sáttari við sjálfa mig og annað fólk. Já, mér líður allri betur,“ segir Ásta ánægð. 

„Mér fannst mig vanta hlátur inn í líf mitt og þess vegna, meðal annars, fór ég í hláturjóga og þetta hefur breytt miklu í mínu lífi“
Ásta Valdimarsdóttir
hláturjógakennari
Ásta ValdimarsdóttirFann mikla breytingu á sinni líðan eftir að hún byrjaði í hláturjóga.

Hláturjóga virkar sem slíkt að fólk hlær vegna þess að það ætlar sér að hlæja. „Með því að þá á vissan hátt byrjar líkaminn að framleiða ýmis góð efni eins og endorfín, seratónín og önnur efni sem koma manni til að líða betur. Það er svo skrítið að hvort sem maður hlær að einskærum ásetningi eða að einhverju sem er hlægilegt að þá bregst líkaminn eins við. Síðan ef maður stundar hláturjóga þá verður það manni tamt að vera brosandi og hlæjandi því það bætir líðan,“ útskýrir Ásta.

Hláturjóga var þróað af indverskum lækni að nafni dr. Madan Katarina sem stofnaði fyrsta hláturklúbbinn árið 1995. Síðan þá hefur aðferðin orðið útbreidd. Sjálf lærði Ásta hláturjógakennarann fyrst um aldamótin og hefur leiðbeint Íslendingum í gegnum námið um áraraðir. „Hláturjóga er stundað í fjölmörgum löndum og núna var einmitt alþjóðleg hláturráðstefna í Indlandi sem er haldin árlega.“

HláturjógaÁsta nýtur þess að kenna hláturjóga og miðla reynslu sinni áfram.

Um þessar mundir er Ásta komin langt á leið með að kenna hláturjóganámskeið. Aðspurð hvernig hefðbundinn tími í hláturjóga fari fram útskýrir hún að hann byggist fyrst og fremst á öndun, slökun, hugleiðslu og æfingum. „Það eru æfingar og leikir þar sem við leikum okkur eins og börn og eflum gleðina um leið.“

Hún nýtir hláturjóga í hversdagslífi sínu til að takast á við neikvæðar hugsanir sem kunna að sækja á hana. „Ég stundaði slökun áður en ég kynntist hláturjóga en hugleiðslan var úti um allar þúfur hjá mér þannig að það sóttu oft á mig áhyggjur af einhverju sem gæti komið fyrir og slíkt. En ég get leitt hugann að öðru núna.“

Í gegnum tíðina hefur Ásta einnig orðið vitni að því þegar fólk nýtir hláturjóga í hreyfingu með góðum árangri. Þá hlær það á meðan það hreyfir sig til að fá sem mest út úr æfingunni. Hún tekur þó skýrt fram að hláturjóga komi ekki í staðinn fyrir lækningar heldur geti það einungis hjálpað í gegnum bataferli. 

„Ég stundaði slökun áður en ég kynntist hláturjóga en hugleiðslan var úti um allar þúfur hjá mér þannig að það sóttu oft á mig áhyggjur af einhverju sem gæti komið fyrir og slíkt“
Ásta Valdimarsdóttir

Einn af stærri kostum þess að iðka hláturjóga er að geta gripið til þess hvenær og hvar sem er að mati Ástu. „Ef maður er á stað þar sem er fullt af fólki þá bara hugsar maður hláturinn innra með sér. Það er ótrúlegt hvað það hefur góð áhrif.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
6
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Kapphlaupið um krúnudjásnið Marel
7
Greining

Kapp­hlaup­ið um krúnu­djásnið Mar­el

Upp­sögn for­stjóra, veðkall, greiðslu­stöðv­un, ásak­an­ir um óbil­girni og óheið­ar­leika banka, fjár­fest­ar sem liggja und­ir grun um að vilja lauma sér inn bak­dyra­meg­in á und­ir­verði, óskuld­bind­andi yf­ir­lýs­ing­ar um mögu­legt yf­ir­töku­til­boð, skyndi­leg virð­is­aukn­ing upp á tugi millj­arða króna í kjöl­far­ið, höfn­un á því til­boði, harð­ort op­ið bréf frá er­lend­um vog­un­ar­sjóði með ásök­un­um um hags­muna­árekstra og nú mögu­legt til­boðs­stríð. Þetta hef­ur ver­ið veru­leiki Mar­el, stærsta fyr­ir­tæk­is Ís­lands, síð­ustu vik­ur.
Hryllingur á barnaspítalanum eftir að Ísraelsher neyddi lækna til að skilja eftir ungabörn
8
Erlent

Hryll­ing­ur á barna­spítal­an­um eft­ir að Ísra­els­her neyddi lækna til að skilja eft­ir unga­börn

Starfs­fólki Al-Nasr barna­spítal­ans á Gasa var skip­að af umsát­ursliði Ísra­els­hers að rýma spít­al­ann. Þau neydd­ust til að skilja fyr­ir­bur­ana eft­ir. Að sögn hjúkr­un­ar­fræð­ings lof­uðu yf­ir­menn hers og stjórn­sýslu að forða börn­un­um, en tveim­ur vik­um síð­ar fund­ust þau lát­in, óhreyfð í rúm­um sín­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
María Rut Kristinsdóttir
8
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
10
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
8
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár