Sesselja (Cecilia), sem var af rómverskum aðalsættum uppi á þriðju öld, hafði heitið Guði að leggjast aldrei með manni og sagðist lofuð engli. Henni var hins vegar gert að giftast heiðnum manni og á brúðkaupsnóttina krafðist maðurinn þess að fá að sjá þennan engil, sem birtist honum um leið og hann hafði skírst til kristinnar trúar. Á þessum tíma var kristni ekki leyfð í Róm og því voru þau tekin af lífi. Sesselja var síðar tekin í dýrlingatölu og varð dýrlingur tónlistar þar sem hún lofsamaði Guð með hljóðfæraleik og söng og er dagur hennar 22. nóvember. Ófá verkin hafa verið samin henni til dýrðar og eitt af þeim stærri og viðameiri er verk Josephs Haydn, Messa heilagrar Sesselju, frá árinu 1766 sem Söngsveitin Fílharmónía flutti í Langholtskirkju 21. október sl.
Í verkinu skiptast á glæsilegir kórkaflar, einsöngsaríur, tríó og dúó og kaflar þar sem einsöngvarar og kór syngja saman. …
Athugasemdir (1)