Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Auðun Georg skammaðist sín fyrir nafnið sitt eftir fréttastjóramálið

Auð­un Georg Ólafs­son seg­ir að flöt­ur­inn á gríni á hans kostn­að í ára­móta­s­kaupi Rík­is­út­varps­ins ár­ið 2005 hafi ver­ið hans „allra erf­ið­asta stund þeg­ar mest gekk á.“ Hann hafi feng­ið „mjög hættu­leg­ar hugs­an­ir um að valda mér skaða og það hvarfl­aði að mér að gera það á tröpp­um RÚV.“

Auðun Georg skammaðist sín fyrir nafnið sitt eftir fréttastjóramálið
Veiktist Auðun Georg segir að í byrjun árs 2006 hafi öll fjölmiðlaumfjöllunin, viðtalið 1. apríl, umræðan á Alþingi og samfélaginu, hellst yfir hann af miklum krafti. Mynd: Golli

Auðun Georg Ólafsson var fréttastjóri Útvarps hjá RÚV í einn dag árið 2005. Eftir hörð mótmæli fréttamanna, sem töldu hann pólitískt handbendi, og hótanir stjórnmálamanna, hætti hann við að þiggja starfið.

Í ítarlegu viðtali í síðasta tölublaði Heimildarinnar segir Auðun Georg frá því að hann upplifði mikla útskúfun í kjölfarið og glímdi við geðræn veikindi.

Eftir að málið kom upp hafi hann verið atvinnulaus í nokkra mánuði. „Ég var reyndar að hjálpa mömmu minni með lítið fyrirtæki sem hún starfrækti. Hún hafði þróað merkilegt forrit til að auðvelda lestrarkennslu. Svo fékk ég starf hjá litlu tæknifyrirtæki um haustið og þar var ég aðallega í erlendum samskiptum. Það skipti miklu máli því ég vildi helst ekki tala við Íslendinga sem þekktu nafnið mitt.“ 

„Þá brast eitthvað innra með mér“

Auðun Georg segir að fram að þessum tíma hafi hann verið mjög frískur. Hann hafi hvorki glímt við kvíða né þunglyndi. Hafi verið alveg laus við slík veikindi og þakkar fyrir að hafa komist yfir þau. Geðheilsa hans sé afar góð í dag.
Hann segir að vanlíðanin af völdum kvíða og ótta hafi orðið til þess að hann veiktist á geði fyrir 18 árum og að hann hefði í raun þurft að leggjast inn á spítala. Veikindin ágerðust og á gamlárskvöld, um níu mánuðum eftir að hann labbaði út úr Útvarpshúsinu í síðasta sinn, hrundi tilvera Auðuns Georgs. 

„Í áramótaskaupi Ríkisútvarpsins er gert grín að þessu. Ég er sýndur grátandi, eins og ég hafi hlaupið grenjandi út úr Útvarpshúsinu. Það voru mjög fáir inni á RÚV sem sáu mig tárast yfir því sem á mér hafði dunið. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með það fólk. Mér fannst sárt að sjá að fólk hagaði sér svona. Alveg rosalega vont. Flöturinn á gríninu á minn kostnað í skaupinu er mín allra erfiðasta stund þegar sem mest gekk á. Ég hló fyrst þegar atriðið var að byrja og sá sem lék mig var hafður með Framsóknarmerkið í jakkanum. Það var mjög fyndið. En þegar leikarinn fer að gráta þá brast eitthvað innra með mér og gamla skömmin og niðurlægingin blossaði upp.“

Fékk hættulegar hugsanir

Hann segir að þetta hafi verið kornið sem fyllti mælinn og að hann hafi á þessari stundu hrunið andlega. 

„Ég fékk mjög hættulegar hugsanir um að valda mér skaða og það hvarflaði að mér að gera það á tröppum RÚV. Ég var svona mikið veikur. En sem betur fer náði ég að stoppa hugsanirnar og biðja um hjálp. Andlega átti ég mjög erfitt. Þorrablóts-eineltis-húmorinn er sem betur fer á undanhaldi í dag en ég sé hann því miður stundum blossa upp. Fólk er stundum tekið fyrir í einhverjum grínþáttum og spurt síðan daginn eftir hvernig þeim leið með það. Flestir taka því bara létt en ég þykist vita að þetta særir marga en fáir þora að viðurkenna það. Ég skal þá bara vera fyrstur að segja að þetta særði mig mjög djúpt og var beinlínis hættulegt grín fyrir mig. Löngu seinna rakti ég mína sögu í samtali við eldri fréttamenn sem ég þekki af góðu. Þeir sögðu að ég hefði sjálfsagt bara verið of viðkvæmur til að fara inn í þetta starf. Að skelin hefði ekki verið nógu hörð. En ég minnist þess ekki að það hafi staðið í atvinnuauglýsingunni að fréttastjórinn ætti að vera hörkutól.“

Með alvarlega áfallastreitu

Auðun Georg segir að í byrjun árs 2006 hafi öll fjölmiðlaumfjöllunin, viðtalið 1. apríl, umræðan á Alþingi og samfélaginu, hellst yfir hann af miklum krafti.

„Nafnið mitt hafði verið mjög áberandi. Það tók mig mörg ár að vinna mig út úr þessu. Það er mjög skrýtinn staður að vera á þar sem maður skammast sín fyrir nafnið sitt. Ég gat ekki sent tölvupóst með nafninu mínu, ég gat ekki hringt og kynnt mig með nafni, mér fannst allir þekkja mig einhvern veginn. Þess vegna var ágætt að vinna hjá fyrirtæki sem var í útflutningi og ég að díla við útlendinga allan daginn. Þá gat ég verið frjáls og byggt mig rólega upp.“

Hann segist hafa verið í meðferð hjá geðlækni vegna veikindanna. Hann átti sig á því í dag að veikindin hafi verið svo alvarleg að hann hefði átt að leggjast inn á spítala þegar mest gekk á.  

„Ég hefði örugglega haft gott af því að fá þá hvíld. Ég var með áfallastreitu og í sífelldu tráma og endurupplifunum. Mig langaði að rétta við minn hlut og jafnvel biðja fólk afsökunar ef ég hefði gert þeim eitthvað en ég fann það bara aldrei út hvað það ætti að vera. Svo vann ég vel í sjálfum mér með dyggri aðstoð minna nánustu, félaga og vina og ég get oftast séð spaugilegri hlið á þessu öllu í dag.“

Umræðan hefur hjálpað

Hann segir að þó að honum líði vel í dag finnist honum enn erfitt þegar málið er rifjað upp. Umræðan í samfélaginu síðustu ár hafi hjálpað honum. 

„Hún er búin að breytast svo mikið gagnvart svona málum. Fólk er frjálsara og óhræddara að koma út með það og segja sögur sínar,“ segir Auðun Georg sem telur að harkan sé á undanhaldi. ,,Ég held að þetta myndi aldrei endurtaka sig með þessum hætti í dag. Þessi útskúfun, hópelti og smættun – þegar hjólað er í manninn en ekki boltann. Þegar einhver ungur sækir um starf og er ráðinn óvænt þá myndu viðbrögðin vera önnur í dag en árið 2005. Ég vona það að minnsta kosti.“

Áskrifendur Heimildarinnar geta lesið viðtalið við Auðun Georg í heild sinni hér. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
4
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár