Móri og Skotta í bíó

Í Smáralind­ar Móra slæst Bryn­hild­ur Þór­ar­ins­dótt­ir í fríð­an flokk höf­unda á borð við Æv­ar Þór Bene­dikts­son og Hildi Knúts­dótt­ur og vef­ur sam­an þjóð­sagna­arf­inn og nú­tím­ann í óhugn­an­legri en jafn­framt skemmti­legri drauga­sögu sem hverf­ist um Smáralind­ina.

Móri og Skotta í bíó
Höfundurinn Brynhildur Þórarinsdóttir
Bók

Smáralind­ar Móri

Höfundur Brynhildur Þórarinsdóttir
Forlagið
104 blaðsíður
Niðurstaða:

Vel skrifuð nútímadraugasaga um afturgöngur þjóðsagnanna og hlutverk þeirra í nútímanum.

Gefðu umsögn

Draugar, nornir, skrímsli og annar hryllilegur efniviður hefur alltaf átt upp á pallborðið hjá börnum og unglingum. Ástæðurnar eru ýmsar að mati sérfræðinga:  fólk á öllum aldri nýtur þess að virkja efnafræði óttans í líkamanum án þess að þurfa að taka raunverulega áhættu, hvort sem það er í rússíbana eða við áhorf á hræðilegri bíómynd. Rökhugsunin og forvitnin stælast við að hugsa sig út að jaðri raunveruleikans og velta fyrir sér viðbrögðum við því sem þar kynni að leynast.

Við það að lifa sig inn í hrollvekjur gefst börnum kostur á að æfa sig að vera hrædd, ná tökum á óttanum í vernduðu umhverfi og verða jafnvel í framhaldinu hugrökk, í stuttu máli sagt: nýta sér ímyndaðar aðstæður til að kljást við mjög svo raunverulegar tilfinningar á öruggan hátt. 

Undanfarin ár hefur komið út hérlendis hver hressilega hrollvekjan af annarri fyrir börn sem virðast þó aldrei fá nóg af vampýrum, varúlfum og sombíum svo nokkur skrímsli séu nefnd. Í Smáralindar Móra slæst Brynhildur Þórarinsdóttir í fríðan flokk höfunda á borð við Ævar Þór Benediktsson og Hildi Knútsdóttur og vefur saman þjóðsagnaarfinn og nútímann í óhugnanlegri en jafnframt skemmtilegri draugasögu sem hverfist um Smáralindina.

Brynhildur er mörgum kynslóðum barnabókalesenda að afar góðu kunn en hún hefur skrifað fyrir börn síðan árið 1997. Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og verðlaun fyrir bækur sínar, meðal annars Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Leyndardóm ljónsins sem kom út árið 2004 og Norrænu barnabókaverðlaunin árið 2007 fyrir endursagnir sínar á Íslendingasögunum en meðal þeirra má nefna Njálu, Eglu og Laxdælu. Hún er einnig í forsvari fyrir Barnabókasetur, sem er rannsóknasetur um barnabókmenntir og lestur barna við Háskólann á Akureyri.

„Ímyndunarafl lesandans fær þar með að njóta sín enda er það yfirleitt svo það sem við erum best sjálf í því að magna upp það sem veldur okkur mestum ótta í okkar eigin huga.“

 

Sagan hefst 10. október árið 2000, árið áður en Smáralindin var opnuð. Í fyrsta kafla fara tveir vinir í  háskalega heimsókn á harðlokað byggingarsvæðið sem hefur alvarlegar afleiðingar. Næsti kafli gerist akkúrat ári síðar þegar við fylgjum nokkrum vinkonum sem skemmta sér vel á opnunarhátíð verslunarmiðstöðvarinnar þar til ein þeirra hverfur skyndilega. Allir kaflar bókarinnar gerast svo 10.10. mismunandi ár þar sem afmælisdagar Smáralindar eru raktir hver af öðrum fram til 10. október 2022, óhugnaðurinn ágerist og atburðarásin skýrist smám saman á meðan draugarnir verða æ hressari. 

Þessi frásagnarháttur virkar mjög vel. Við sjáum sumar persónur þroskast og vaxa úr grasi, aðrar ekki, og óhugnaðinum er haldið við með því að gefa stundum innsýn í hugarheim drauganna sem eru byggðir á þekktum minnum úr þjóðsögunum, mórum og skottum. Mórar voru unglingsdrengir sem voru vaktir upp frá dauðum og voru yfirleitt í mórauðum stökkum eða peysum. Skotturnar voru unglingsstúlkur sem voru vaktar upp á sama hátt, með hefðbundin höfuðföt kvenna á 18. öld en báru þau yfirleitt öfugt á höfðinu og svo sugu þær á sér puttana. Skottur og mórar voru yfirleitt ættarfylgjur en fylgdu líka húsum.

Allt þetta leikur höfundur sér með og færir í nútímabúning, til dæmis hvernig óskunda draugarnir geta látið sér detta í hug með heila Smáralind að veði. Hér má til dæmis nefna ærsladraugagang í bíó þar sem poppi er beitt til hrellingar. Annað sem er vel gert í þessari bók er að hryllingnum er eiginlega aldrei lýst beint og  fátt sagt berum orðum heldur gefið í skyn að eitthvað hafi gerst, hvort sem er draugagangurinn eða atburðir og örlög sögupersónanna. Ímyndunarafl lesandans fær þar með að njóta sín enda er það yfirleitt svo það sem við erum best sjálf í því að magna upp það sem veldur okkur mestum ótta í okkar eigin huga. 

Innra eintal drauganna er vel útfært og það hvernig þau eru ekki meðvituð um ástand sitt á meðan þau missa samt smám saman tengslin við raunveruleikann. Minnir um margt á hugarástand drauganna í glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig frá 2010, og sýnir hvernig venjulegir krakkar geta orðið að köldum og sinnulitlum draugum þegar tenging við lifandi fólk og raunheima trosnar. 

Tímaferðalagið er líka hin besta skemmtun en Brynhildur hefur áður sýnt hæfileika í tíðarandatúrisma í bókinni Ungfrú fótbolti sem kom út árið 2019 en gerðist 1980. Saga Smáralindar er sögð gegnum afmælisdagana og meðfram því er þróun og tíðarandi í afmælishaldi verslunarmiðstöðvar sýnd, frá því að ókeypis klippingum, bolum og derhúfum var nánast troðið upp á viðskiptavini í tilefni opnunardagsins og fram til dagsins í dag þegar sykurský, frostpinnar og blöðrudýr eru á boðstólum. Um leið er tæpt á sögu þjóðarinnar undanfarin 22 ár, í uppgangi, í hruni, í farsótt og á árunum á milli. 

Myndlýsingar Elíasar Rúna auka á vídd sögunnar og óhugnað og brjóta textann upp á hátt sem gerir bókina þægilegri aflestrar fyrir lesendur sem eru að byrja að lesa þyngri bækur með alvarlegri texta. 

Smáralindar Móri er lipurlega skrifuð og vel útfærð nútímaútgáfa af draugasögunum sem kynslóðum saman fengu forforeldra okkar, börn og fullorðna til að skjálfa á beinunum þegar hausta tók og rökkrið læddist að. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
6
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
8
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
3
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Pressa: Fyrsti þáttur
4
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár