Nú um stundir stendur yfir nýsköpunarhraðallinn Startup Stormur á Norðurlandi. Hraðallinn er hluti af Norðanátt, en það er hreyfiafl nýsköpunar sem miðar að því að auka fjárfestingar á svæðinu, skapa kraftmikið umhverfi og þétta möskvana í stuðningsneti frumkvöðla á Norðurlandi.
Norðanátt, sem hófst árið 2021, stendur fyrir fjölda viðburða á hverju ári og styðja viðburðirnir við grænar nýsköpunarhugmyndir á ólíkum stigum. Hugmyndirnar eiga það svo sameiginlegt að hafa skírskotun í tengsl matar, vatns og orku.
Að verkefninu Norðanátt koma EIMUR, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) með stuðning frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Þá var stuðningsfyrirtækið RATA einn stofnaðili verkefnisins ásamt fyrrnefndum aðilum.
Mikil eftirspurn
Startup Stormur er haldinn nú í þriðja sinn. Hraðallinn hófst þann 4. október síðastliðinn og stendur yfir í sjö vikur, eða til 16. nóvember næstkomandi.
Anna Lind Björnsdóttir, verkefnastjóri hjá …
Athugasemdir