Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Snýst þetta bara um að ríkisstjórnin trúi á sjálfa sig?“

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir fékk enga hveiti­brauðs­daga­með­ferð þeg­ar hún mætti í fyrsta sinn í óund­ir­bún­ar fyr­ir­spurn­ir á þing í dag sem ráð­herra fjár- og efna­hags­mála. Hún var með­al ann­ars spurð út í að­gerð­ir gegn verð­bólgu, hvort hún væri sam­mála fyr­ir­renn­ara sín­um um að rík­is­fjár­mál­inu spil­uðu enga rullu í þeirri bar­áttu og hvort rík­is­stjórn­in hefði ekki glat­að öllu trausti til að selja banka.

„Snýst þetta bara um að ríkisstjórnin trúi á sjálfa sig?“
Stólaskipti Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur skipt um sæti við Bjarna Benediktsson á ráðherrabekknum á Alþingi, eftir að sá síðarnefndi sagði af sér embætti fjármála- og efnahagsráðherra. Afsögnin kom í kjölfar niðurstöðu umboðsmanns Alþingis um að hann hafi skort hæfi til að taka ákvörðun um að selja félagi föður síns hlut í ríkisbanka. Mynd: Golli

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, sem tók við embætti fjármála- og efnahagsráðherra á mánudag, mætti í fyrsta sinn í óundirbúnar fyrirspurnir á þingi í dag eftir stólaskiptin. Þær hófust á því að formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka, Samfylkingar og Viðreisnar, spurðu hana út í þær aðgerðir og áherslur sem nýr ráðherra ætlaði að grípa til í baráttunni við verðbólgu og vaxtahækkanir, en verðbólga er nú átta prósent og stýrivextir komnir í 9,25 prósent. 

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, reið á vaðið og spurði Þórdísi tveggja spurninga: annars vegar hvort hún væri sammála þeirri yfirlýsingu Bjarna Benediktssonar, fyrirrennara hennar í starfi, að það væri ekki hlutverk ríkisfjármála að vinna bug á verðbólgu, og hins vegar hvort framundan væru breyttar áherslur í þeirri baráttu með nýjum ráðherra. 

Þórdís svaraði hvorugri spurningunni en sagði að það væri yfirlýst markmið stjórnarflokkanna að ná tökum á verðbólgunni á síðari hluta kjörtímabilsins. „Hluti vandans er að fólk þarf auðvitað að trúa því að við munum ná tökum á verðbólgunni. Ef fólk trúir því ekki í nægilegum mæli þá hefur það einfaldlega áhrif á verðbólguna eins og hún er. Sömuleiðis vitum við að kjaraviðræður verða risa stórt verkefni sem mun hafa meiri háttar áhrif á það hvernig verðbólgan þróast og það hvort fólk trúi því að við sem samfélag séum tilbúin að gera það sem þarf til að ná tökum á því. Ef okkur tekst, saman, að tala þannig að það séu réttmætar væntingar að verðbólga muni lækka á komandi misserum þá trúi ég því að fólk muni vera tilbúið til að semja með þeim hætti. Ég skil að ef fólk er í mikilli óvissu og trúir því ekki án muni lækka að það verður erfiðara að sannfæra sína félagsmönnum að launahækkanir verði ekki þeim mun meira í krónutölum heldur trúi ég því að við náum fram sparnaði fyrir fjölskyldur í þessu landi með lækkandi vaxtakostnaði en ekki með því að hækka krónutölu sem síðan brenna og áfram verður verðbólga og við náum ekki tökum. Þetta er verkefnið.“

Þarf „heimatilbúnar lausnir“

Þegar Kristrún kom aftur í pontu sagðist hún velta því fyrir sér hvort „nýja línan hjá ríkisstjórninni sé sem sagt sú að við þurfum bara að trúa því að verðbólgan fari niður og að það sé nóg að ríkisstjórnin tali nógu hátt og nógu oft um að verðbólgan muni fara niður.“

Það sé fólk á Íslandi sem sé að glíma við gífurlega kaupmáttarskerðingu, en kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur nú dregist saman fjóra ársfjórðunga í röð með að uppistöðu vegna þess að vaxtagreiðslur heimila hafa aukist um 62 prósent á einu ári.

Kristrún sagði að það lægi fyrir að staðan væri slæm víða, til dæmis hjá fólki á leigumarkaði og þeim sem hafa lágar tekjur. Fyrir það fólk dugi ekki að heyra frá ríkisstjórninni að þau trúi því að verðbólgan muni fara niður í aðdraganda kjarasamninga. Hún spurði því Þórdísi á ný: „Mun koma eitthvert nýtt út úr fjármálaráðuneytinu eftir að hún tók þar við sem mun liðka fyrir kjarasamningum? Eða snýst þetta bara um að ríkisstjórnin trúi á sjálfa sig?“

Þórdís svaraði því til að það væri ekki sanngjarnt að tala niður stöðu íslensks samfélags, sem væri „á allan hátt með því besta sem fyrirfinnst á byggðu bóli.“ Hér væru vissulega stór verkefni framundan sem fjölskyldur á Íslandi fyndu fyrir en það væri „heimatilbúið verkefni“ sem þyrfti „heimatilbúnar lausnir“ til að leysa. „Auðvitað er það ekki þannig að það sé nóg að segja að fólk væri að trúa því að það fylgja ekki aðgerðir með. En þá bendi ég líka á að til að mynda allar hugmyndir um meiri háttar útgjaldaaukningar útgjaldaaukningu mun leiða það af sér að það verður ekki trúverðugleiki sem þarf til að ná tökum á verðbólgu. Vandi ríkissjóðs er ekki tekjuvandi heldur er það útgjaldavandi. Hins vegar vitum við að það mun þurfa að koma til, og verður hluti af því að ná samningum, að ríkið komi inn í það með einhverjum hætti.“

Ætlar ekki að hækka skatta á millitekjuhópa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, ræddi líka kaupmáttarrýrnun og vaxtagjöld, sem væru þau mestu og hæstu í Evrópu, en lagði frekar áherslu á skort á aðhaldi í ríkisrekstri í baráttunni við verðbólguna. Báknið hafi aldrei verið stærra og það bitnaði bæði á heimilum og fyrirtækjum í landinu. „Við erum að sjá vaxtagjöldin, þau mestu og hæstu í Evrópu, útþanin, ríkissjóði og fjárlagahalla sem þessi ríkisstjórn ætlar síðan að láta næstu ríkisstjórn leysa, þannig að ég verð að segja að hreinasta vinstri stjórn hefði ekki getað skrifað betra handrit en þetta. Við erum að sjá þessi lausatök ríkisstjórnarinnar vera heimilunum mjög dýrkeypt.“ Skjaldborgin sem átti að slá um heimilin hafi ríkisstjórnin slegið um sig sjálfa. 

Þorgerður spurði svo um áherslur nýs ráðherra í þessum málum og hvort ekki yrði dregin varðstaða um að skattar yrðu ekki hækkaðir á millistéttina í landinu. 

Þórdís hóf svar sitt á því að minna á að ef horft sé á kaupmáttaraukningu yfir lengri tíma þá hafi Íslendingar verið með meiri aukningu „heldur en bara held ég öll önnur lönd á byggðu bóli.“ Ekki hafi verið innistæða fyrir launahækkunum síðustu ára. „Nú er sá tími liðinn og ef við meinum það þegar við segjum að við viljum tryggja stöðugleika og tryggja það að fjölskyldur geti greitt af sínum lánum og haldið í sína stöðu, þá munu launahækkanir ekki leysa það með krónutölu heldur með því að ná tökum á verðbólgu þannig að vaxtastigið lækki.“

Hún sagðist sammála Þorgerði um að skattar á Íslandi væru of háir og sagðist ekki ætla að leggja til skattahækkanir á millitekjuhópa. Áherslur hennar yrðu á einföldun og umbætur þar sem regluverkið væri of þungt. 

Rétt ákvörðun að selja bankann

Þórdís var einnig spurð út í áframhaldandi bankasölu, en hún lét hafa eftir sér við ráðherraskipti í kringum síðustu helgi að áframhaldandi sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka væri forgangsmál hjá henni í nýju ráðuneyti þrátt fyrir að vanhæfi fyrirrennara hennar í starfi við ákvörðunartöku í söluferlinu hefði verið ástæða afsagnar hans.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði hvort ríkisstjórnin teldi sig hafa umboð til að selja banka á þessu kjörtímabili. „Hefur Sjálfstæðisflokkurinn, ef ekki ríkisstjórnin öll, ekki glatað trausti almennings til að selja banka? Sama hvað verður reynt mun vera hægt að þvo þennan vantraustsblett af söluferlinu sem formaður Sjálfstæðisflokksins bjó til? Sama hversu miklu gagnsæi og jafnræði verður lofað – því að því var lofað síðast líka – af hverju ætti fólk að trúa að næst verði þetta í lagi?“

Nýr fjármála- og efnahagsráðherra svaraði því til að það sem hún gæti lofað væri að hún myndi gera  sitt allra besta og vandað sig eins vel og hún mögulega gæti þannig að framtíðar sala á hlut í Íslandsbanka væri almennilega gerð. „Ég átta mig algjörlega á því hvað er undir.“ 

Hún sagðist þekkja söguna allt frá hruni og vita að það séu enn sár  í íslensku samfélagi. „En ég veit líka að það er rétt ákvörðun að selja bankann og losum það og nýta það til góðs fyrir almenning í landinu.“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    "Þórdís svaraði hvorugri spurningunni en sagði að það væri yfirlýst markmið stjórnarflokkanna að ná tökum á verðbólgunni á síðari hluta kjörtímabilsins."
    1
  • TT
    Týr Thorarinsson skrifaði
    Orð eru til alls vís en báknið þennst út og úrelta krónan er ekkert að hjálpa nema síður sé. Íslendingar eru eins og eftirlitslausir óvitar í kristalsbúð þega kemur að ríkifjármálum....
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Þórdís er fyndin kona en er hún svona heimsk eða bara lygin ?
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Reykfjörð-fjármála höndlar ekki vilja almennings, sem vill/vildi EKKI selja Íslandsbanka, þarf að senda ráðherra og þingmenn stjórnarmeirihlutanns til Vestmannaeyja til að læra lestur/lesskilning ? Senda þau á námskeið hjá siðfræðistofnun ? Hvað meira þarf til ? Jebs kjósendur verða að mæta upplýstir og með fulla meðvitund í kjörklefann næst !
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár