Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Einmanalegur dauði Nóbelsskáldsins

Sterk­asta ein­kenni Þannig var það eft­ir nó­b­el­skáld­ið Jon Fosse býr í ryþma og form verks­ins frek­ar en efni þess að mati Sal­var­ar Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ur. Verk­ið veit­ir inn­sýn inn í hug­ar­heim aldraðs manns sem stadd­ur er á enda­stöð ævi sinn­ar og lít­ur yf­ir far­inn veg.

Einmanalegur dauði Nóbelsskáldsins
Nóbelskáld Jon Fosse hlaut nýverið bókmenntaverðlaun Nóbels.
Bók

Þannig var það

Í þýðingu Kristrúnar Guðmundsdóttur
Höfundur Jon Fosse.
Espólín forlag
55 blaðsíður
Gefðu umsögn

Persónulega hefur gagnrýnandi aldrei haft neinn sérstakan áhuga á dauðanum sem yrkisefni bókmennta og leikverka. Mín kenning er reyndar að karlmenn hafi almennt ívið meiri áhuga á honum, ekki aðeins því þeir eru kannski nær dauðanum en konur (lægri meðalaldur, líklegri til að látast af slysförum) en líka af því þeir hafa meiri tíma til þess. 

Því heilluðu efnistök Þannig var það eftir Jon Fosse gagnrýnanda ekki. Verkið veitir innsýn inn í hugarheim aldraðs manns sem staddur er á endastöð ævi sinnar og lítur yfir farinn veg.

Eintalið eða mónólógurinn, sem er jafnan form verksins, kom fallega á óvart með einlægni sinni og harðneskju. Í Þannig var það, veltir aldraði maðurinn, eina persóna verksins, eðli málsins samkvæmt, upphátt fyrir sér mistökum og afrekum, samböndum og eigin brestum. Yfir textanum ríkir mikill einmanaleiki, sem hægt er að ímynda sér að einkenni síðustu augnablik manneskju, að minnsta kosti ef við trúum því að manneskjan fæðist ein og deyi ein, eins og segir í einhverri klisjunni. 

Sterkasta einkenni verksins er þó ryþminn og form eintalsins frekar en beinlínis efni þess. Fosse skrifar ótt og títt inn stuttar þagnir og leiklýsingar sem stýra tempói verksins að miklu leyti, og búa til blæbrigði örvæntingar og ákveðinnar sorgar yfir þeim mistökum og ónýttu tækifærum sem maðurinn lítur til baka á í verkinu. Höfundur gefur okkur vísbendingar um það æviskeið sem nú er að lokum komið, án þess þó að mata ofan í lesanda eða áhorfanda of miklar upplýsingar. Við þekkjum týpuna, gamli maðurinn sem lét ferilinn ganga framar öllu og kom e.t.v. ekki sem best fram við sína nánustu.

Í persónunni felst ákveðin gagnrýni, eða spyr í það minnsta spurninga um karlmennsku og áhrif hennar á karlmenn af eldri kynslóðinni. Hvað stendur eftir þegar líkaminn bregst okkur? Verður þess virði að hafa verið virtur listamaður á kostnað þess að hrekja frá sér ástvini?

Það er útgáfan Espólín sem gefur út þetta eintal eða mónólóg Fosse í þýðingu Kristrúnar Guðmundsdóttur. Norska skáldið Jon Fosse var að vinna Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, og því við hæfi að verk hans komi fleiri út á íslensku. Verðlaunin voru ekki komin í ljós þegar bókin kom út, og skemmtilegt að hér hafi lítið forlag dottið í lukkupottinn – að hafa óafvitandi gefið út Nóbelsskáld. 

Þýðingu Kristrúnar Guðmundsdóttur á verkinu er þó á köflum ábótavant. Á stöðum í textanum var ljóst að textinn væri beinþýddur frá norsku án þess að tekið sé tillit til þess hvort setning gangi upp á íslensku. Þetta truflar sérstaklega þar sem um er að ræða leikrit og því mikilvægt að þýðendur leikverka hugi að hvernig orðin hljóma séu þau lesin upphátt.

Þetta er þó sagt án þess að vilja letja þýðandann frá frekari þýðingum, enda virkilega þakklátt að fá inn í bókaflóruna nýjar íslenskar þýðingar á erlendum leikverkum.

Í ljósi þess að hljóta virtustu bókmenntaverðlaun heims er Jon Fosse líklega slétt sama hvað þrítugum sviðshöfundi og bókagagnrýnanda Heimildarinnar finnst um verk hans, en það er þó niðurstaða gagnrýnanda að Þannig var það sé vel skrifaður mónólógur sem á erindi við íslenska lesendur í þessari nýju þýðingu. Spennandi verður að sjá hvort verðlaunin gera það að verkum að verk eftir hann, til dæmis það sem hér er rætt, verði sett upp á íslensku leiksviði í kjölfarið.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár