Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Annars staðar er neikvæður spegill

Borg­ir Cal­vin­os eru hrein­rækt­að­ar hug­ar­smíð­ar sem varpa ljósi á hvers kyns önn­ur um­fjöll­un­ar­efni, svo sem þrá, minni og tákn. Sagna­gáfa Cal­vin­os nýt­ur sín í hverri borg sem all­ar eru ólík­ar inn­byrð­is og geyma ótal sög­ur. Borg­irn­ar ósýni­legu eru eitt af meist­ara­verk­um eft­ir­stríðs­bók­mennt­anna í Evr­ópu og það er mik­ill feng­ur að þýð­ingu Brynju Cortes­ar Andrés­dótt­ur.

Annars staðar er neikvæður spegill
Italo Calvino Þessi fremsti rithöfundur Ítala eftir seinna stríð hafði yndi af því að snúa upp á formið og rugla í höfði lesandans.
Bók

Borg­irn­ar ósýni­legu

Annars staðar er neikvæður spegill
Höfundur Italo Calvino í þýðingu Brynju Cortes Andrésdóttur
Ugla
192 blaðsíður
Gefðu umsögn

Italo Calvino (1923–1985) var ólíkindatól. Þessi fremsti rithöfundur Ítala eftir seinna stríð hafði yndi af því að snúa upp á formið og rugla í höfði lesandans. Þetta sást til dæmis vel í bókinni Ef að vetrarnóttu ferðalangur sem Brynja Cortes Andrésdóttir þýddi árið 2015. Bókin samanstendur af engu nema fyrstu köflum –með hverjum kafla hefst ný bók – sem engu að síður deila persónum sín á milli. Bókin fjallar þannig grallaralega um bókaformið sjálft, sýnir á mjög skondinn hátt hvernig fyrstu kaflar eru fyrirsjáanlegasti hluti hvers bókmenntageira og opnar á ótrúlega breidd umfjöllunarefna: Við fáum að kíkja inn í mismunandi heima í hverjum kafla þar sem frásagnargleðin hrífur mann með í hvert sinn.

Nú er sami þýðandi kominn aftur á slóðir Calvinos með Borgunum ósýnilegu (1972). Rammi bókarinnar er samtal feneyska landkönnuðarins Marco Polo við gestgjafa sinn, Kublai Khan, keisara Mongóla, þar sem Polo segir keisaranum frá öllum þeim borgum sem hann hefur heimsótt á ferðalögum sínum um Mongólaveldi. Bókin er þannig byggð á stórmerkri en oft afar ótrúverðugri ferðasögu hins raunverulega landkönnuðar sem var rituð undir lok þrettándu aldar. En í bók Calvinos eru borgarlýsingarnar teknar skrefinu lengra en hjá hinum sögulega Polo. Borgir Calvinos eru hreinræktaðar hugarsmíðar sem varpa ljósi á hvers kyns önnur umfjöllunarefni, svo sem þrá, minni, tákn og svo framvegis. Sagnagáfa Calvinos nýtur sín í hverri borg sem allar eru ólíkar innbyrðis og geyma ótal sögur.

Til dæmis verður borgin Zaira að skiljast út frá sambandinu á milli mældra stærða og atburða úr fortíðinni: Fjarlægðin frá botni ljósastaurs að fótunum á valdaræningja sem dinglar í snörunni; línan frá ljósastaurnum að rimlagirðingunni á móti og laufsveigarnir sem varða leiðina fyrir brúðkaupsfylkingu drottningar; hæð rimlagirðingarinnar og stökk hórkarls sem klifrar yfir hana í dögun; hallinn á þakrennunni og limaburður kattar sem smeygir sér inn um sama glugga; eldlína stórskotaskips sem birtist allt í einu handan við höfðann og sprengjan sem eyðileggur þakrennuna; rifurnar í fiskinetunum og öldungarnir þrír sem sitja á hafnarbakkanum og gera við þau og segja hver öðrum í hundraðasta sinn söguna af herskipi valdaræningjans sem sagt er að hafi verið launsonur drottningar, skilinn eftir í reifum þar á hafnarbakkanum.

„Við fáum að kíkja inn í mismunandi heima í hverjum kafla þar sem frásagnargleðin hrífur mann með í hvert sinn.“

Þótt bókin sé stutt er allt krökkt af litlum sögum sem þessum innan um ógleymanlegar borgarlýsingar. En hvað þýða þær eiginlega? Keisarinn vill vita hvers vegna Polo hafi ferðast (eða þóst ferðast) til allra þessara borga og hvers vegna hann sé að segja sér frá þeim á þennan hátt. Polo vill meina að „við komuna til hverrar nýrrar borgar finnur ferðalangurinn aftur fortíð sem hann var hættur að vita að hann ætti. Framandleiki þess sem þú ert ekki lengur eða átt ekki lengur situr fyrir þér á ókunnum stöðum sem þú átt ekkert í.“ Við löðumst að ókunnugum borgum því í hverri nýrri borg liggur möguleikinn á öðru sjálfi: hér gæti maður hafa fæðst, hér gæti maður hafa flust, ef hlutirnir hefðu bara verið aðeins öðruvísi. 

Borgirnar umbreyta því fortíð manns, nútíð og framtíð. Eins og Polo segir: „Annars staðar er neikvæður spegill. Ferðalangurinn þekkir aftur það litla sem er hans þegar hann uppgötvar allt það mikla sem hann hefur aldrei átt og mun aldrei eiga.“ Og þetta er pólitískt verkefni, því með því að stækka skilning sinn í gegnum borgir heimsins, sýnilegar og ósýnilegar, er hægt að halda í vonina um betri heim handan við hornið. Polo predikar undir lok bókar:

Helvíti lifenda er ekki eitthvað sem á eftir að koma; ef það er til er það hér núna, það helvíti sem við lifum alla daga og búum til með því að vera saman. Það eru tvær leiðir til að umbera það. Sú fyrri reynist mörgum auðveld: Að sætta sig við helvítið og samlagast því þar til maður hættir að taka eftir því. Hin leiðin er áhættusöm og krefst þrotlausrar umhugsunar og skilnings: Að leita í miðju helvítinu og reyna að sjá hverjir og hvað eru ekki helvíti, halda því við og gefa því rými.

Borgirnar ósýnilegu eru eitt af meistaraverkum eftirstríðsbókmenntanna í Evrópu og það er mikill fengur að þýðingu Brynju Cortesar Andrésdóttur, sem kæmi mér alls ekki á óvart að fengi þýðingarverðlaunin. Bókin er líklega ekki fyrir þá sem vilja línulegar frásagnir, drykkfellda rannsóknarlögreglumenn og fönguleg kvenlík en fyrir ævintýragjarnari lesendur get ég ekki mælt meira með Borgunum ósýnilegu.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
4
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár