Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Annars staðar er neikvæður spegill

Borg­ir Cal­vin­os eru hrein­rækt­að­ar hug­ar­smíð­ar sem varpa ljósi á hvers kyns önn­ur um­fjöll­un­ar­efni, svo sem þrá, minni og tákn. Sagna­gáfa Cal­vin­os nýt­ur sín í hverri borg sem all­ar eru ólík­ar inn­byrð­is og geyma ótal sög­ur. Borg­irn­ar ósýni­legu eru eitt af meist­ara­verk­um eft­ir­stríðs­bók­mennt­anna í Evr­ópu og það er mik­ill feng­ur að þýð­ingu Brynju Cortes­ar Andrés­dótt­ur.

Annars staðar er neikvæður spegill
Italo Calvino Þessi fremsti rithöfundur Ítala eftir seinna stríð hafði yndi af því að snúa upp á formið og rugla í höfði lesandans.
Bók

Borg­irn­ar ósýni­legu

Annars staðar er neikvæður spegill
Höfundur Italo Calvino í þýðingu Brynju Cortes Andrésdóttur
Ugla
192 blaðsíður
Gefðu umsögn

Italo Calvino (1923–1985) var ólíkindatól. Þessi fremsti rithöfundur Ítala eftir seinna stríð hafði yndi af því að snúa upp á formið og rugla í höfði lesandans. Þetta sást til dæmis vel í bókinni Ef að vetrarnóttu ferðalangur sem Brynja Cortes Andrésdóttir þýddi árið 2015. Bókin samanstendur af engu nema fyrstu köflum –með hverjum kafla hefst ný bók – sem engu að síður deila persónum sín á milli. Bókin fjallar þannig grallaralega um bókaformið sjálft, sýnir á mjög skondinn hátt hvernig fyrstu kaflar eru fyrirsjáanlegasti hluti hvers bókmenntageira og opnar á ótrúlega breidd umfjöllunarefna: Við fáum að kíkja inn í mismunandi heima í hverjum kafla þar sem frásagnargleðin hrífur mann með í hvert sinn.

Nú er sami þýðandi kominn aftur á slóðir Calvinos með Borgunum ósýnilegu (1972). Rammi bókarinnar er samtal feneyska landkönnuðarins Marco Polo við gestgjafa sinn, Kublai Khan, keisara Mongóla, þar sem Polo segir keisaranum frá öllum þeim borgum sem hann hefur heimsótt á ferðalögum sínum um Mongólaveldi. Bókin er þannig byggð á stórmerkri en oft afar ótrúverðugri ferðasögu hins raunverulega landkönnuðar sem var rituð undir lok þrettándu aldar. En í bók Calvinos eru borgarlýsingarnar teknar skrefinu lengra en hjá hinum sögulega Polo. Borgir Calvinos eru hreinræktaðar hugarsmíðar sem varpa ljósi á hvers kyns önnur umfjöllunarefni, svo sem þrá, minni, tákn og svo framvegis. Sagnagáfa Calvinos nýtur sín í hverri borg sem allar eru ólíkar innbyrðis og geyma ótal sögur.

Til dæmis verður borgin Zaira að skiljast út frá sambandinu á milli mældra stærða og atburða úr fortíðinni: Fjarlægðin frá botni ljósastaurs að fótunum á valdaræningja sem dinglar í snörunni; línan frá ljósastaurnum að rimlagirðingunni á móti og laufsveigarnir sem varða leiðina fyrir brúðkaupsfylkingu drottningar; hæð rimlagirðingarinnar og stökk hórkarls sem klifrar yfir hana í dögun; hallinn á þakrennunni og limaburður kattar sem smeygir sér inn um sama glugga; eldlína stórskotaskips sem birtist allt í einu handan við höfðann og sprengjan sem eyðileggur þakrennuna; rifurnar í fiskinetunum og öldungarnir þrír sem sitja á hafnarbakkanum og gera við þau og segja hver öðrum í hundraðasta sinn söguna af herskipi valdaræningjans sem sagt er að hafi verið launsonur drottningar, skilinn eftir í reifum þar á hafnarbakkanum.

„Við fáum að kíkja inn í mismunandi heima í hverjum kafla þar sem frásagnargleðin hrífur mann með í hvert sinn.“

Þótt bókin sé stutt er allt krökkt af litlum sögum sem þessum innan um ógleymanlegar borgarlýsingar. En hvað þýða þær eiginlega? Keisarinn vill vita hvers vegna Polo hafi ferðast (eða þóst ferðast) til allra þessara borga og hvers vegna hann sé að segja sér frá þeim á þennan hátt. Polo vill meina að „við komuna til hverrar nýrrar borgar finnur ferðalangurinn aftur fortíð sem hann var hættur að vita að hann ætti. Framandleiki þess sem þú ert ekki lengur eða átt ekki lengur situr fyrir þér á ókunnum stöðum sem þú átt ekkert í.“ Við löðumst að ókunnugum borgum því í hverri nýrri borg liggur möguleikinn á öðru sjálfi: hér gæti maður hafa fæðst, hér gæti maður hafa flust, ef hlutirnir hefðu bara verið aðeins öðruvísi. 

Borgirnar umbreyta því fortíð manns, nútíð og framtíð. Eins og Polo segir: „Annars staðar er neikvæður spegill. Ferðalangurinn þekkir aftur það litla sem er hans þegar hann uppgötvar allt það mikla sem hann hefur aldrei átt og mun aldrei eiga.“ Og þetta er pólitískt verkefni, því með því að stækka skilning sinn í gegnum borgir heimsins, sýnilegar og ósýnilegar, er hægt að halda í vonina um betri heim handan við hornið. Polo predikar undir lok bókar:

Helvíti lifenda er ekki eitthvað sem á eftir að koma; ef það er til er það hér núna, það helvíti sem við lifum alla daga og búum til með því að vera saman. Það eru tvær leiðir til að umbera það. Sú fyrri reynist mörgum auðveld: Að sætta sig við helvítið og samlagast því þar til maður hættir að taka eftir því. Hin leiðin er áhættusöm og krefst þrotlausrar umhugsunar og skilnings: Að leita í miðju helvítinu og reyna að sjá hverjir og hvað eru ekki helvíti, halda því við og gefa því rými.

Borgirnar ósýnilegu eru eitt af meistaraverkum eftirstríðsbókmenntanna í Evrópu og það er mikill fengur að þýðingu Brynju Cortesar Andrésdóttur, sem kæmi mér alls ekki á óvart að fengi þýðingarverðlaunin. Bókin er líklega ekki fyrir þá sem vilja línulegar frásagnir, drykkfellda rannsóknarlögreglumenn og fönguleg kvenlík en fyrir ævintýragjarnari lesendur get ég ekki mælt meira með Borgunum ósýnilegu.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár