Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Þegar botnlanginn kippist út

Vanda­mál vina minna er langt frá því að vera strætóljóða­bók. Í sum­um ljóð­um er skot­ið fram hjá, ef svo má segja, en engu að síð­ur er bók­in sterk og strætó­skáld­in mættu taka hana til fyr­ir­mynd­ar.

Þegar botnlanginn kippist út
Höfundurinn Harpa Rún Kristjánsdóttir
Bók

Vanda­mál vina minna

Höfundur Harpa Rún Kristjáns­dótt­ir
Bjartur
80 blaðsíður
Niðurstaða:

Öflug, femínísk ljóðabók sem hverfist um áföll og erfðir. Mörg ljóðin eru afar sterk en þó mætti brjóta oftar upp grunnþemað.

Gefðu umsögn

Stundum er talað um strætóljóðabækur: látlausar, tilfinningasamar og svo knappar að kilirnir eru ekki nógu breiðir til að prenta titilinn á. Strætóljóð hverfast um smáa atburði í innra lífi ljóðskáldsins (svo sem fólkið sem það horfir á, en talar ekki við, í strætó) og hafa áru viðkvæmni og örlítillar sjálfhverfu. Þetta er andstæðan við Vandamál vina minna eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur. Þessi önnur ljóðabók höfundar er heilar 76 blaðsíður að lengd og horfir, eins og hinn vel sýnilegi titill á kilinum bendir til, út á við. Ekki einn einasti strætó kemur við sögu, enda er sögusviðið í sveitum landsins – óvenjulegt í hinni afar Reykjavíkurmiðuðu íslensku ljóðasenu.

Umfjöllunarefnin hafa nokkra breidd en þó má finna nokkur einkennandi þemu. Ljóðin eru femínísk, þau einblína á líf og hlutskipti kvenna, og fjalla mörg hver um áföll og erfðir þeirra. Þetta síðastnefnda er raunar orðið eitt helsta umfjöllunarefni íslenskra bókmennta á síðustu árum og því er hér ekki farin ótroðin slóð. Þó er nálgunin að mörgu leyti frumleg. Til dæmis eru gamlar goð- og þjóðsögur endurtekið stef. Í ljóðinu „Mistök“ læsir ljóðmælandinn „tönnum / gegnum börkinn“ og tyggur eplið af skilningstrénu; hún finnur „bragð af losta / barnsfararsótt / og kúgun // í næsta bita / blæðingar / brjóstagjöf / og brotið rif“. Snákurinn horfir á ljóðmælandann „úr kjarnahúsi … sjáöldrin sá / í mig fræjum“. En ljóðmælandinn spýtir þeim út og „niður hökuna rennur / nýfenginn skilningur“. Ljóðmælandinn mælir svo „fyrir munn okkar allra: // Myndi gera allt / aftur“. Harpa Rún tengir þannig saman áföll og erfðir þeirra við Evu og eplið, en snýr upp á hina kunnuglegu sögu. Skilningurinn er þess virði, að éta eplið var meðvituð ákvörðun; þótt áföll fylgi á eftir, þá eru þau hluti þess lífs sem við höfum kosið okkur. Þannig erum við meira en valdalaus fórnarlömb áfalla fortíðarinnar, dæmd til að endurtaka erfðasyndina.

Þá birtast prinsessurnar Þyrnirós og Mjallhvít á femínískan máta. Í ljóðinu „Einu sinni var …“ ætlaði Þyrnirós „alls ekki að sofna / það var / byrlun“; Mjallhvít „hefði frekar þurft / fyrstu hjálp / en blautar varir / að kúgast yfir“. Ljóðmælandinn var „sjálf … komin með / upp í kok / af kossablautum froskum / sem kölluðu mig /prinsessu // Þegar gert var heyrinkunnugt / að þögn var aldrei / sama / og samþykki“. Nauðganir, sársaukafullar fæðingar, tíðaverkir og ömurlegar karlrembur fylla síður bókarinnar, en líka stuðningur og vinátta. Í ljóðinu „Kaffi“ rekur ljóðmælandinn „úr þér garnirnar … rykki ákveðið / þegar botnlanginn kippist út … vind upp / í snyrtilegan hnykil … og bý þér værðarvoð / til að hjúfra þig í / þar sem þú liggur … Og sefur ekki / Svefni hinna réttlátu“. Hlutverk vinarins er að taka áföll fortíðarinnar og snúa þeim upp í hlýju.

Ljóðin eru flest í þessum femíníska baráttuanda. Stundum finnst manni þó skotið fram hjá, eins og í ljóði sem vísar í nýleg mótmæli íranskra kvenna gegn kúgun klerkastjórnarinnar; hér vakna efasemdir um að ljóðabók um áföll og erfðir á Íslandi sé góður vettvangur fyrir þetta umfjöllunarefni. Þá virka ljóðin sem eru húmorísk eins og ferskur andblær (ljóðið „Brunagat“ hefst á orðunum „Alltaf þegar Johnny Cash / syngur „Ring of fire“ / langar mig / að fá mér að ríða“) og mættu vera fleiri til að brjóta upp framvinduna. Engu að síður er þetta sterk bók höfundar sem veigrar sér ekki að tala fyrir munn margra og segja það sem þarf að heyrast. Strætóskáldin mega taka sér hana til fyrirmyndar.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Söluráðgjafar fengu þóknun fyrir sölu á Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa brotið lög
2
Greining

Sölu­ráð­gjaf­ar fengu þókn­un fyr­ir sölu á Ís­lands­banka þrátt fyr­ir að hafa brot­ið lög

Banka­sýsla rík­is­ins ætl­ar ekki að taka ákvörð­un um hvort hún greiði sölu­ráð­gjöf­um val­kvæða þókn­un fyr­ir að­komu sína að sölu á hlut í Ís­lands­banka fyr­ir rúm­um tveim­ur ár­um fyrr en at­hug­un Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á þætti þeirra í sölu­ferl­inu ligg­ur fyr­ir. Eft­ir­lit­ið hef­ur þeg­ar lok­ið at­hug­un á tveim­ur ráð­gjöf­um og komst að þeirri nið­ur­stöðu að báð­ir hefðu brot­ið gegn lög­um.
KS kaupir Kjarnafæði – Skagfirska efnahagssvæðið orðið Norðurland allt
3
Skýring

KS kaup­ir Kjarna­fæði – Skag­firska efna­hags­svæð­ið orð­ið Norð­ur­land allt

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga mun ekki þurfa að bera kaup sín á Kjarna­fæði und­ir Norð­lenska Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið, eft­ir að Al­þingi und­an­skyldi fyr­ir­tæk­in sam­keppn­is­lög­um. KS fær yf­ir­burð­ar­stöðu á kjöt­mark­aði. Kjarna­fæði sam­ein­að­ist Norð­lenska fyr­ir tveim­ur ár­um með ströng­um skil­yrð­um, sem falla nú nið­ur. Verð­laus hlut­ur þing­manns, sem harð­ast barð­ist fyr­ir sam­keppn­isund­an­þág­un­um, í KN, er orð­inn millj­óna­virði.
„Það er ekkert eftir“
5
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Lögfræðingar borgarinnar skoða styrki til Betra lífs
7
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Lög­fræð­ing­ar borg­ar­inn­ar skoða styrki til Betra lífs

Lög­fræð­ing­ar vel­ferð­ar­sviðs eru að skoða styrki sem Reykja­vík­ur­borg veitti áfanga­heim­il­inu Betra líf á ár­un­um 2020-2023. Þetta kem­ur til eft­ir að Heim­ild­in fjall­aði um að rang­ar upp­lýs­ing­ar hefðu ver­ið í styrk­umsókn­um. Í fyr­ir­spurn vegna máls­ins er með­al ann­ars spurt hvort lit­ið sé á þetta sem til­raun til fjár­svika en eng­in svör fást að svo stöddu.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár