Árið 2014 drógu myndlistarteymið Libía Castro og Ólafur Ólafsson sig út úr Sidney-tvíæringnum, ásamt fleira listafólki. Ástæðan var sú að aðalstyrktaraðili tvíæringsins, og í raun stofnandi, var fyrirtækjasamsteypan Transfield, sem var þá að fara að skrifa undir risasamning við ríkisstjórn Ástralíu um að taka að sér allan rekstur á varðhaldsbúðum utan Ástralíu (detention centre) sem Ástralir reka í Papúa Nýju-Gíneu, en þær eru einna mest gagnrýndu flóttamannabúðir sem til eru í heiminum.
„Við vorum í raun fleiri sem sögðum okkur fyrst úr Sidney-tvíæringnum en við vorum að vinna verk fyrir tvíæringinn með The Refugee Art Project, og listamanninum Safdar Ahmet sem startaði verkefninu, og líka fólki með bakgrunn sem flóttafólk og hælisleitendur. Við vorum fyrst til þess en á endanum vorum við níu sem sögðum okkur úr Sydney-tvíæringnum, og að viðbættum Safdar Ahmet, og eftir það féllu verðbréf um 9% í Transfield-samsteypunni, sem þá var stærsta verktakasamsteypa á suðurhveli jarðar. …
Athugasemdir