Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Listamenn á stríðsvelli

Er það sjálf­sögð ábyrgð lista­manns að taka af­stöðu gagn­vart mann­rétt­inda­brot­um og stríð­andi fylk­ing­um? Eða er þannig of mik­ið lagt á herð­ar ein­stak­lings – að krefjast af­stöðu sem get­ur, þeg­ar verst læt­ur, teflt til­vist hans í hættu? Og get­ur það jafn­vel rúst­að til­urð lista­manns­ins ef hann tek­ur ekki af­stöðu? Sitt sýn­ist hverj­um!

Listamenn á stríðsvelli
Listamaður á átakasvæðum Ragnar Kjartansson hefur sýnt verk í Ísrael og Rússlandi. Mynd: MBL / Hanna Andrésdóttir

Árið 2014 drógu myndlistarteymið Libía Castro og Ólafur Ólafsson sig út úr Sidney-tvíæringnum, ásamt fleira listafólki. Ástæðan var sú að aðalstyrktaraðili tvíæringsins, og í raun stofnandi, var fyrirtækjasamsteypan Transfield, sem var þá að fara að skrifa undir risasamning við ríkisstjórn Ástralíu um að taka að sér allan rekstur á varðhaldsbúðum utan Ástralíu (detention centre) sem Ástralir reka í Papúa Nýju-Gíneu, en þær eru einna mest gagnrýndu flóttamannabúðir sem til eru í heiminum.

„Við vorum í raun fleiri sem sögðum okkur fyrst úr Sidney-tvíæringnum en við vorum að vinna verk fyrir tvíæringinn með The Refugee Art Project, og listamanninum Safdar Ahmet sem startaði verkefninu, og líka fólki með bakgrunn sem flóttafólk og hælisleitendur. Við vorum fyrst til þess en á endanum vorum við níu sem sögðum okkur úr Sydney-tvíæringnum, og að viðbættum Safdar Ahmet, og eftir það féllu verðbréf um 9% í Transfield-samsteypunni, sem þá var stærsta verktakasamsteypa á suðurhveli jarðar. …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár