Stríð Hamas-samtakanna og Ísraelshers hefur þróast hratt og stríðið er óhefðbundið. Lokatakmarkið er óljóst og erfitt fyrir sérfræðinga að spá í spilin. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í Mið-Austurlandafræði, segir líkur á mjög blóðugum allsherjarátökum sem muni standa í nokkurn tíma.
Deilur Ísraels og Palestínu ná marga áratugi aftur í tímann en Hamas-samtökin réðust á Ísrael um síðustu helgi og hafa hundruð Ísraela og Palestínumanna fallið síðan.
Magnús segir það einungis tímaspursmál hvenær Ísraelsher ráðist inn á Gasasvæðið, sem stjórnað er af Hamas, með landhernaði og telur Magnús að Hamas hafi búist við því frá upphafi.
„Það var kannski markmiðið að tæla Ísraelsmenn svolítið inn á þetta svæði,“ segir Magnús og útskýrir að enginn eiginlegur her starfi á Gasasvæðinu, fremur ýmsar vopnaðar fylkingar. Menn þeirra eru um 25 til 30 þúsund en Ísraelsher er margfalt stærri.
„Það er líklegra að þeir nái einhverri velgengni gegn Ísraelsher í þéttbýlu umhverfi Gasa,“ …
Athugasemdir (3)