Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Hvernig í ósköpunum eigum við að fá svör við þessum spurningum?“

Minni­hluti vel­ferð­ar­nefnd­ar fær ekki að kalla Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra á op­inn fund vegna þjón­ustu­svipt­ing­ar hæl­is­leit­enda sem Út­lend­inga­stofn­un hef­ur hafn­að um hæli. Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, seg­ir þetta óboð­legt.

„Hvernig í ósköpunum eigum við að fá svör við þessum spurningum?“
Fæst ekki á fund Arndís Anna, eins og þrír aðrir Píratar sem stigu í pontu á þingi í dag, er ósátt með að fá ekki að kalla Katrínu á fund vegna sviptingar á þjónustu til fólks sem sótt hefur um hæli hér á landi og verið hafnað. Mynd: Heimildin

Píratar komu einn af öðrum í pontu Alþingis í dag og lýstu óánægju sinni með að fá ekki Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á fund velferðarnefndar um „fordæmalausa sviptingu grundvallarréttinda flóttafólks“ sem raungerðist í haust með gildistöku nýrra útlendingalaga.  

Katrín svaraði Pírötunum ekki en flokkssystir hennar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir gerði það í staðinn. Hún sagði að málaflokkur umsækjenda um alþjóðlega vernd heyrði ekki undir forsætisráðherra. 

„Við teljum það með öllu óeðlilegt að kalla forsætisráðherra til,“ sagði Bjarkey. 

Steig inn íBjarkey svaraði Pírötum en forsætisráðherra ekki.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingkona Pírata, gaf lítið fyrir þau svör. Hún hafði kallað eftir upplýsingum um það hvort hægt væri að kalla Katrínu fyrir einhverja aðra nefnd vegna spurninga um þjónustusviptingu þeirra sem hefðu fengið neitun um alþjóðlega vernd. Svarið sem hún fékk var að ekki væri hægt að kalla Katrínu fyrir neina nefnd, jafnvel þó að hún hefði sjálf kallað eftir lögfræðiáliti um málið. 

„Við megum einfaldlega ekki fá forsætisráðherra hingað inn til okkar til að ræða þetta til að fá svör við þessum spurningum vegna þess að þessi ríkisstjórn hefur ákveðið að hún ætlar að hafa þrjár ríkisstjórnir í þessu landi,“ sagði Arndís og vísaði til flokkanna þriggja sem mynda ríkisstjórnina. 

Ekki einsdæmi

Hún telur stöðuna óboðlega því svörin við spurningum Pírata um þjónustusviptinguna, sem hefur verið afar umdeild og fordæmd af fjölmörgum hjálparsamtökum, liggi í forsætisráðuneytinu.  

„Hvernig í ósköpunum eigum við að fá svör við þessum spurningum ef við getum ekki boðað þá ráðherra sem um ræðir á fundi nefndarinnar?“ spurði Arndís. „Þessi afstaða meirihlutans í nefndinni og formanns og ráðherrans er forkastanleg og enn eitt dæmið um aðför meirihlutans hér á þingi að eftirlitshlutverki þingsins með framkvæmdarvaldinu.“

Hefur gerst oftarHalldóra Mogensen segir málið ekki einsdæmi.

Þá sagði Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, málið ekki einsdæmi. Hún bað nýverið um opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um útlendingalögin og framkvæmd þeirra og fékk þá ekki að bjóða félagsmálaráðherra, bara dómsmálaráðherra. Það þykir Halldóru ekki boðlegt, sérstaklega ef litið er til þess að ráðherrar mismunandi flokka tali „þvers og kruss“ opinberlega um túlkun sína á lögunum og viðeigandi framkvæmd þeirra.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MRG
    Margrét Rún Guðmundsdóttir-Kraus skrifaði
    Angela Merkel, sem Katrín dáir, lét og lætur ná í sig í þessum málaflokki. Skammarlegt að Katrín skuli haga sér svona.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
2
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.
Þegar borgin fór á taugum
4
Greining

Þeg­ar borg­in fór á taug­um

Meiri­hlut­inn í borg­inni sprakk óvænt í lok síð­ustu viku rétt eft­ir ham­fara­veð­ur sem geis­að hafði á land­inu öllu. Öskureið­ur odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar leiddi til þess að Fram­sókn ákvað að leita hóf­anna í mis­heppn­uð­um póli­tísk­um leið­angri sem sprengdi meiri­hluta­sam­starf­ið. Póli­tísk­ir eld­inga­storm­ar og rauð­ar við­var­an­ir voru víða í stjórn­mál­um vik­una ör­laga­ríku.
Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
6
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu