Íslensk stjórnvöld drógu stuðning sinn við fyrrverandi forseta Venesúela, Juan Guaidó, til baka í desember árið 2020. Evrópusambandið gerði slíkt hið sama í byrjun janúar árið 2021 en ekki Bandaríkin sem studdu Guaidó þar til í janúarmánuði síðastliðnum.
„Þegar [Guaidó] tapaði embætti sínu sem forseti þjóðþingsins í kosningum í desember 2020 ákváðu Evrópuríkin að draga stuðning við Guaidó til baka,“ segir í svari utanríkisráðuneytisins við skriflegri fyrirspurn Heimildarinnar.
Guaidó var álitinn eins konar vonarstjarna fyrir Venesúela þegar Bandaríkin og Evrópusambandið lýstu yfir stuðningi við hann árið 2019. En hann missti embætti sitt sem forseti þjóðþingsins í desember árið 2020 og í kjölfarið drógu íslensk stjórnvöld sinn stuðning til baka, rétt eins og Evrópusambandið.
Guaidó hélt þó áfram að leiða bráðabirgðaríkisstjórn þar til hún var leyst upp í byrjun þessa árs.
Nú heldur hinn umdeildi Nicolás Maduro, sem hefur gert tilkall til forsetastólsins frá árinu 2013, um stjórnartauma landsins. …
Athugasemdir