Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Heimsmet í hita slegin þrjá mánuði í röð

Ný­lið­inn sept­em­ber sló öll met. Á heimsvísu var hann hálfri gráðu heit­ari en sá sem áð­ur hafði mælst heit­ast­ur. Slík hækk­un milli met­mán­aða er án for­dæma. Júlí, ág­úst og sept­em­ber í ár hafa all­ir reynst þeir heit­ustu frá upp­hafi mæl­inga.

Heimsmet í hita slegin þrjá mánuði í röð
Hitabylgja Hollendingar flykktust á ströndina í september er hitabylgja gekk yfir. Mynd: AFP

Heitasti september frá upphafi mælinga. Heitasti ágúst frá upphafi mælinga. Heitasti júlí frá upphafi mælinga. Þrjá mánuði í röð hafa hitamet verið slegin. Þessi staðreynd veldur mörgum vísindamönnum óhug, ekki síst sú að september í ár var 0,5 gráðum hlýrri en sá sem áður hafði mælst heitastur í sögunni. Og slíkt hefur ekki áður sést í mælingum á hitastigi á Jörðinni. Gróðureldar hafa sjaldan eða aldrei verið jafn tíðir á norðurhveli jarðar og síðustu mánuði. Og eldatíðinni er ekki lokið því enn á ný er nú barist við gróðurelda á Tenerife.

Í samantekt The Guardian á hitametum síðustu mánaða segir að nýliðinn september hafi verið 1,8 gráðum heitari en meðalhiti sama mánaðar fyrir iðnbyltingu samkvæmt rannsókn evrópskra og japanskra vísindamanna.

Losun gróðurhúsalofttegunda heldur áfram að aukast og er helsti drifkraftur hitanna nú en að auki hefur veðurfyrirbærið El Nino tekið við af La Nina í Kyrrahafinu. Líkt og gerist reglulega við þessi umskipti þýðir myndun El Nino að mikil varmalosun verður úr hafinu. Andrúmsloftið hlýnar þá enn frekar og telja vísindamenn nær óhætt að fullyrða að árið 2023 verði það heitasta frá upphafi mælinga en vara við að árið 2024 gæti orðið enn heitara enda reynslan sýnt að áhrif El Nino koma mest fram árið eftir að fyrirbærið myndast.

Út úr öllu korti

„September var, samkvæmt mínu faglega áliti sem loftslagsvísindamanns, algjörlega galið,“ segir Zeke Hausfather, sem starfar að öflun gagna um veðurfar við Berkeley-háskóla.

„Ég er enn að reyna að ná utan um þá staðreynd hversu mikið hiti getur hækkað eitt árið miðað við þau fyrri,“ segir Mika Rantanen, loftslagssérfræðingur við finnsku veðurstofuna. Og fleiri vísindamenn hafa lýst undrun sinni. Ed Hawkins, sem starfar við háskólann í Reading, segir að hitastig síðustu mánaða hafi verið „með ólíkindum“.

Ef fram heldur sem horfir stefnir allt í að árið 2023 verði 1,4 gráðum heitara en árin fyrir iðnbyltingu að meðaltali.

Það er hins vegar ekki aðeins á norðurhveli jarðar sem hitinn hefur verið óvenjulega hár miðað við árstíma. September hefur líka slegið öll met í Ástralíu þar sem hann er vormánuður. Þar var 3-5 gráðum heitara á mörgum stöðum en nokkru sinni hefur mælst í mánuðinum.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár