Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Heimsmet í hita slegin þrjá mánuði í röð

Ný­lið­inn sept­em­ber sló öll met. Á heimsvísu var hann hálfri gráðu heit­ari en sá sem áð­ur hafði mælst heit­ast­ur. Slík hækk­un milli met­mán­aða er án for­dæma. Júlí, ág­úst og sept­em­ber í ár hafa all­ir reynst þeir heit­ustu frá upp­hafi mæl­inga.

Heimsmet í hita slegin þrjá mánuði í röð
Hitabylgja Hollendingar flykktust á ströndina í september er hitabylgja gekk yfir. Mynd: AFP

Heitasti september frá upphafi mælinga. Heitasti ágúst frá upphafi mælinga. Heitasti júlí frá upphafi mælinga. Þrjá mánuði í röð hafa hitamet verið slegin. Þessi staðreynd veldur mörgum vísindamönnum óhug, ekki síst sú að september í ár var 0,5 gráðum hlýrri en sá sem áður hafði mælst heitastur í sögunni. Og slíkt hefur ekki áður sést í mælingum á hitastigi á Jörðinni. Gróðureldar hafa sjaldan eða aldrei verið jafn tíðir á norðurhveli jarðar og síðustu mánuði. Og eldatíðinni er ekki lokið því enn á ný er nú barist við gróðurelda á Tenerife.

Í samantekt The Guardian á hitametum síðustu mánaða segir að nýliðinn september hafi verið 1,8 gráðum heitari en meðalhiti sama mánaðar fyrir iðnbyltingu samkvæmt rannsókn evrópskra og japanskra vísindamanna.

Losun gróðurhúsalofttegunda heldur áfram að aukast og er helsti drifkraftur hitanna nú en að auki hefur veðurfyrirbærið El Nino tekið við af La Nina í Kyrrahafinu. Líkt og gerist reglulega við þessi umskipti þýðir myndun El Nino að mikil varmalosun verður úr hafinu. Andrúmsloftið hlýnar þá enn frekar og telja vísindamenn nær óhætt að fullyrða að árið 2023 verði það heitasta frá upphafi mælinga en vara við að árið 2024 gæti orðið enn heitara enda reynslan sýnt að áhrif El Nino koma mest fram árið eftir að fyrirbærið myndast.

Út úr öllu korti

„September var, samkvæmt mínu faglega áliti sem loftslagsvísindamanns, algjörlega galið,“ segir Zeke Hausfather, sem starfar að öflun gagna um veðurfar við Berkeley-háskóla.

„Ég er enn að reyna að ná utan um þá staðreynd hversu mikið hiti getur hækkað eitt árið miðað við þau fyrri,“ segir Mika Rantanen, loftslagssérfræðingur við finnsku veðurstofuna. Og fleiri vísindamenn hafa lýst undrun sinni. Ed Hawkins, sem starfar við háskólann í Reading, segir að hitastig síðustu mánaða hafi verið „með ólíkindum“.

Ef fram heldur sem horfir stefnir allt í að árið 2023 verði 1,4 gráðum heitara en árin fyrir iðnbyltingu að meðaltali.

Það er hins vegar ekki aðeins á norðurhveli jarðar sem hitinn hefur verið óvenjulega hár miðað við árstíma. September hefur líka slegið öll met í Ástralíu þar sem hann er vormánuður. Þar var 3-5 gráðum heitara á mörgum stöðum en nokkru sinni hefur mælst í mánuðinum.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
6
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu