Það var heldur fámennt en góðmennt í Norðurljósasal Hörpu sunnudagseftirmiðdaginn 24. september sl. þegar bandaríski ES strengjakvartettinn hélt tónleika sína í röðinni Sígildir sunnudagar. Ástæðan kannski sú að á sama tíma voru a.m.k. tveir stórir viðburðir í gangi í tónlistarlífi höfuðborgarinnar; Tónleikar Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og 50 ára afmælistónleikar Söngskólans í Reykjavík. Kvartettinn, sem stofnaður var árið 2017, skipa fiðluleikararnir Anton Miller og Ertan Torgul,(sem skiptust á að leiða), víóluleikarinn Rita Porfiris og sellóleikarinn Jennifer Kloetzel.
ES kvartettinn hefur áður komið við sögu í íslensku tónlistarlífi en víóluleikarinn Rita Porfiris starfar sem víóluleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Tónleikarnir hófust á þremur þáttum úr strengjakvartetti Hildigunnar Rúnarsdóttur, sem frumfluttur var árið 2010. Kvartettinn er upphaflega í fjórum þáttum, saminn að beiðni tékkneska strengjakvartettsins PiKap. Flytjendum er í sjálfsvald sett í hvaða röð kaflarnir spilast og virkaði uppröðun kaflanna þriggja sem leiknir voru á tónleikunum mjög sannfærandi, Allegro giocoso, Moderato intimato og In …
Athugasemdir