Á tímabili var helsti galli hátíðarinnar að þar voru hreinlega alltof margar myndir og myndavalið á köflum ansi tilviljanakennt, en það hefur breyst mikið – myndirnar eru færri og fókusinn skýrari. Flestar myndirnar í stærstu flokkunum hafa verið frumsýndar á kvikmyndahátíðum á borð við Cannes, Berlinale, Feneyjar, Locarno og Sundance eða stærstu hátíðum heimildamyndaheimsins og er það vel – RIFF er einfaldlega ekki nógu framarlega í goggunarröðinni til að vera mikil frumsýningarhátíð, af því það myndi bara þýða að hún fengi bara myndirnar sem stærstu hátíðirnar hafna. En hvað er mest spennandi í ár?
3 heiðurs-RIFF
Það er ekki þverfótað fyrir heiðursgestum á þessari hátíð – en með fullri virðingu fyrir leikstjórunum sem mæta þá standa stórleikkonurnar Isabelle Huppert og Vicky Krieps upp úr. Þetta eru einfaldlega tvær albestu leikkonur Evrópu, af sitthvorri kynslóðinni. Prófið bara að fletta hinni sjötugu Huppert upp í einhverjum myndabanka internetsins – hún er á …
Athugasemdir