Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lífsskilyrði og heilsa fólks sem starfar við ræstingar mun verri en annarra

Staða fólks sem starfar við ræst­ing­ar er mun verri en annarra á vinnu­mark­aði ef lit­ið er til fjár­hags­stöðu, stöðu á hús­næð­is­mark­aði, lík­am­legr­ar- og and­legr­ar heilsu, kuln­un­ar og rétt­inda­brota á vinnu­mark­aði. Krist­ín Heba Gísla­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Vörðu – Rann­sókna­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins, seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar ekki koma beint á óvart. „En það kem­ur mér á óvart hversu slæm stað­an er.“

„Fólk sem starfar við ræstingar er í verri stöðu en aðrir á vinnumarkaði á öllum mælikvörðum sem notaðir eru. Og í mörgum tilfellum mun verri, það er sama hvert er litið,“ segir Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu – Rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, um niðurstöður nýrrar rannsóknar um stöðu þeirra sem starfa við ræstingar. 

Í rannsókninni eru lífsskilyrði og heilsa fólks sem starfar við ræstingar skoðuð út frá  fjárhagsstöðu, stöðu á húsnæðismarkaði, líkamlegri- og andlegri heilsu, starfstengdri kulnun og réttindabrotum á vinnumarkaði. „Við sjáum að þessi hópur stendur verr á öllum þessum mælikvörðum. Og á sumum mun, mun, mun verr,“ segir Kristín Heba. 

Þetta er í fyrsta sinn sem rannsókn af þessu tagi er framkvæmd hér á landi og er markmið hennar að greina stöðu þeirra sem starfa við ræstingar í samanburði við þau sem vinna önnur störf og varpa þannig ljósi á stöðu fólks sem vinnur erfið og oft og tíðum lágt launuð störf. „Það hefur verið okkur hjartans mál að skoða þennan hóp sérstaklega. Það eru miklar áhyggjur af þessum hópi innan forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Kristín Heba. Áhuginn kemur ekki síst frá stjórn Vörðu, sem er skipuð forystufólki innan verkalaýðshreyfingarinnar, en Varðan var stofnuð í maí 2020 af Alþýðusambandi Íslands og BSRB og sinnir fjölbreyttum rannsóknum sem varða lífskjör fólks á vinnumarkaði í víðu samhengi.

Tímabært að skoða stöðu fólks í ræstingum„Maður gaf sér fyrirfram að staða þessa hóps væri mjög slæm en það kemur mér á óvart hversu slæm hún er,“ segir Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu – Rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins.

Meirihluti á erfitt með að ná endum saman 

Samsetning þeirra sem starfa við ræstingar er mjög frábrugðin samsetningu þeirra sem eru í öðrum starfsgreinum þegar litið er til kyns, aldurs, uppruna og fjölskyldustöðu. Þannig er mikill meirihluti þeirra sem starfa við ræstingar konur, eða 74,4 prósent, samanborið við 45 prósent í öðrum störfum. Þá er ríflega þrír fjórðu hlutar þeirra sem starfa við ræstingar innflytjendur, samanborið við 26,1 prósent í öðrum störfum og um einn af hverjum tíu, 11,1 prósent, eru með annan húðlit en hvítan, samanborið við 3,9 prósent í öðrum störfum.   

Meðal helstu niðurstaðna má nefna að fjárhagsstaða þeirra sem starfa við ræstingar er verri en þeirra sem eru í öðrum störfum á öllum þeim heildarmælikvörðum sem notaðir eru til að meta fjárhagsstöðu. Hærra hlutfall fólks sem starfar við ræstingar á mjög erfitt, erfitt eða nokkuð erfitt með að ná endum saman, eða 59,3 prósent, samanborið við 42,5 prósent í öðrum störfum, og mun hærra hlutfall þeirra á erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman, eða 29,2 prósent samanborið við 17,2 prósent í öðrum störfum. 

16,2%
hlutfall fólks í ræstingum
með smálán

Fólk sem starfar við ræstingar á erfiðara með að ná endum saman hver mánaðamót en þau sem eru í öðrum störfum. Þannig á 10,4 prósent starfsfólks í ræstingum mjög erfitt með að ná endum saman, samanborið við 6,3 prósent í öðrum störfum. Að sama skapi er lægra hlutfall sem á mjög auðvelt með að ná endum saman, 4,4 prósent,
samanborið við 8,4 prósent í öðrum störfum. 

6,8%
hlutfall fólks í öðrum störfum
með smálán

Þegar litið er til efnislegs skorts er staða þeirra sem starfa í ræstingum verri á öllum sviðum. Hærra hlutfall þeirra sem starfa við ræstingar en fólks í öðrum störfum er í vanskilum á leigu eða lánum, eða 9,3 prósent samanborið við 4,6 prósent í öðrum störfum. Þá geta 38,5 prósent þeirra sem starfa við ræstingar ekki mætt óvæntum útgjöldum, samanborið við 28 prósent fólks í öðrum störfum. Hlutfallið er sömuleiðis hærra þegar kemur að því að hafa  efni á árlegu fríi með fjölskyldu, kjöt-, fisk- eða sambærilegri grænmetismáltíð annan hvern dag, síma, sjónvarpstæki, þvottavél, bíl og að kynda húsakynni sín nægilega. 

Slæm fjárhagsstaða þeirra sem starfa við ræstingar hefur ekki einungis áhrif á þeirra eigin lífsskilyrði heldur einnig á aðstæður barna þeirra. Niðurstöður könnunarinnar sýna að sú slæma fjárhagsstaða sem þau sem starfa í ræstingum búa við hefur þau áhrif að þau eru einnig mun líklegri til að geta ekki greitt fyrir grundvallarþætti fyrir börnin eins og nauðsynlegan klæðnað, næringarríkan mat, tómstundir og félagslíf í tengslum við skólastarf, sökum slæmrar fjárhagsstöðu. 

Sex af hverjum tíu búa við þunga byrði af húsnæðiskostnaði

91,2 prósent þeirra sem starfa við ræstingar býr við nokkra eða þunga byrði af húsnæðiskostnaði og er hlutfallið mun hærra en hjá þeim sem eru í öðrum störfum. Þá er mun lægra hlutfall starfsfólks í ræstingum sem býr í eigin húsnæði, 38,6 prósent, en fólk í öðrum störfum, eða 71,9 prósent. Að sama skapi er mun hærra hlutfall sem býr í leiguhúsnæði á almennum markaði, eða 49,7 prósent samanborið við 17,9 prósent, og nokkuð hærra hlutfall er í leiguhúsnæði á vegum óhagnaðardrifanna leigusamtaka, eða 7 prósent samanborið við 3,4 prósent fólks í öðrum störfum. 

46,1%
Fólk í ræstingum
sem telur andlega heilsu sína slæma

Niðurstöðurnar sýna að andleg- og líkamleg heilsa þeirra sem starfa við ræstingar er verri en þeirra sem eru í öðrum störfum. Þannig er lægra hlutfall þeirra sem starfa við ræstingar sem metur líkamlegt heilsufar sitt mjög gott og frekar gott og hærra hlutfall sem metur hana frekar slæma og mjög slæma. 

35,8%
Fólk í öðrum störfum
sem telur andlega heilsu sína slæma

Mun hærra hlutfall býr við slæma andlega heilsu eða tæplega helmingur og hærra hlutfall upplifir nær daglega öll þau neikvæðu andlegu einkenni sem spurt er um í könnuninni. 

Útvistun starfa dregur úr vellíðan starfsfólks 

Á undanförnum árum hefur útvistun starfa í rekstri ræstingaþjónustu færst í aukana. Kristín Heba bendir á að nýlegar rannsóknar sýni fram á að einkavæðing opinberrar þjónustu dragi úr vellíðan starfsfólks.

„Það er verið að bjóða út ræstingar í auknum mæli. Þannig verður sá sem er að vinna við ræstingar ekki hluti af vinnustaðnum af því að hann kemur utan frá en er að þrífa alltaf á sama stað en tilheyrir ekki hópnum og fær þá ekki þessa þætti sem eru hluti af vinnustaðnum okkar og við fáum í kaupbæti, að tilheyra hóp og fá ákveðinn stuðning.“ Fólk sem starfar við ræstingar upplifir sig þannig utanvelta. „Þú ert ekki að verja miklum tíma með samstarfsfólki, eins og við erum kannski vön á okkar vinnustöðum, þetta er eitthvað sem vantar.“ 

Kemur á óvart hversu slæm staðan er

Kristín Heba segir niðurstöðurnar sem slíkar ekki koma sér á óvart. „Maður gaf sér fyrirfram að staða þessa hóps væri mjög slæm en það kemur mér á óvart hversu slæm staðan er. Þetta er í rauninni ekki eitthvað sem kemur okkur á óvart. Þetta er búið að vera svona lengi og ég veit ekki hverjar líkurnar eru á að það breytist í náinni framtíð. Það þarf eitthvað annað gildismat á þessi störf.“

Verkalýðshreyfingin mun koma til með að nýta niðurstöður rannsóknarinnar til að berjast fyrir betri réttindum starfsfólks í ræstingum að sögn Kristínar Hebu. „Það er augljóst að þessi hópur situr eftir. ASÍ og BSRB eiga Vörðu og hafa óskað eftir þessum niðurstöðum þannig ég vona að þær muni nýtast þeim í réttindabaráttunni.“

Kristín Heba segir niðurstöðurnar einnig vera samfélagslegan ávinning. „Að það komi fram upplýsingar í fjölmiðlum og opinberri umræðu hvað mismunandi hópar eru með mismunandi stöðu. Það eru alls konar lausnir fyrir þá sem stjórna. Þetta á bæði erindi inn í verkalýðshreyfinguna en líka fyrir stjórnvöld. Við trúum því að svona tölur fari ekki bara út í tómið heldur lifi áfram og verði notaðar til að gera betur. Annars værum við ekki að standa í þessu.“

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ef þetta væri "karla" starf, þá fengju strákarnir áhættukaupauka
    1
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Ef forstjórann vantar í viku þá gerist ekkert ,en ef það er ekki þrifið í viku þá fer það ekki framhjá neinum. Við erum alltof blind á hversu mikilvægt þetta fólk er.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár