Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Færri konur en karlar fá hjartahnoð á almannafæri

Ný kanadísk rann­sókn sýn­ir að kon­ur sem fá hjarta­stopp eru ólík­legri en karl­ar til að fá hjarta­hnoð, sér­stak­lega ef at­burð­ur­inn á sér stað á al­manna­færi.

Færri konur en karlar fá hjartahnoð á almannafæri

Svo virðist sem fólki finnist óþægilegt að veita konum sem fá hjartastopp á almannafæri hjartahnoð. Ný kanadísk rannsókn sýnir að aðeins 54 prósent fólks sem fór í hjartastopp á almannafæri var hnoðað af vegfarendum og enn meira sláandi er að konur í hjartastoppi voru 28 prósent ólíklegri en karlar til að fá slíka lífsbjörg. Hins vegar sýndi rannsóknin að engin munur var á meðferð sjúklinga eftir kyni ef veikindin áttu sér stað inni á heimilum.

Vísindamenn hvetja þá sem verða vitni að fólki í hjartastoppi til að hefja endurlífgun – óháð aldri og kyni sjúklingsins.

Teymi kanadískra vísindamanna safnaði gögnum um 39 þúsund manns sem fóru í hjartastopp utan sjúkrahúsa í Bandaríkjunum og Kanada á árunum 2005-2015.

„Við vitum ekki af hverju þetta er svona,“ segir Alexis Cournoyer sem er einn höfunda rannsóknarinnar og starfar sem læknir á sjúkrahúsi í Montreal. „Skýringin gæti verið sú að fólk sé hrætt um …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Það vantar upplýsingar um kynjahlutfall þeirra sem veita hjartahnoð. Til að veita hjartahnoð þarf að finna rétta staðinn á bringunni milli brjósta til að þrýsta á en við karlmenn erum aldir upp með það að leiðarljósi að brjóstin á konu eru persónulegt svæði sem má ekki snerta.
    Ef karlmenn eru einnig meirihluti þeirra sem veita hjálp (þetta er tilgáta) þá gæti það verið útskýringin.
    Það gildir sérstaklega úti á götu þar sem líklegt er að konan er alls ókunnug hugsanlegum hjálpendum.
    Í húsnæði eru meiri líkur á því að konan þekkist (starfssystir, ættingi, vinur) og áhyggjurnar um líf hennar lækka þröskuldinn fyrir utan það að hópur þekkist væntanlega innbyrðis og stappar stáli í hvert annað.
    Úti á götu er alltaf öryggara fyrir mann sjálfan að halda sig í bakgrunni.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár