Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stór kálfur skorinn úr kviði langreyðar

Hval­ur 9 kom með tvær dauð­ar lang­reyð­ar að landi í morg­un og úr kviði annarr­ar þeirra var skor­ið 3,5-4 metra fóst­ur. Móð­ir­in hef­ur því ver­ið langt geng­in með kálf sinn er hún var skot­in.

Stór kálfur skorinn úr kviði langreyðar
Kasólétt Kálfurinn var líklega í kringum fjórir metrar á lengd. Hann rann út úr kviði móður sinnar en var í skyndi dreginn á brott af starfsmönnum Hvals hf. Mynd: Arne Feuerhahn/Hard to Port

Um 4 metra langur kálfur var skorinn úr kviði langreyðar sem dregin var á land í hvalstöðinni í Hvalfirði í morgun að sögn sjónarvotts. Hvalur 9 kom með tvö dýr að landi sem veidd höfðu verið í gær. Fyrra dýrið sem gert var að var karldýr en það seinna stórt kvendýr. Er farið var að gera að því og skera í kvið þess kom í ljós að kýrin var kelfd. Fóstrið var stórt, líklega um 4 metrar að lengd. Langreyðarkálfar eru oft á bilinu 5-6 metrar er þeir fæðast.

Arne Feuerhahn, framkvæmdastjóri sjávarverndarsamtakanna Hard to Port, ræddi við blaðamann Heimildarinnar eftir að hafa orðið vitni að því sem fyrir augu bar í Hvalfirði í morgun.

Rann út úr kviði móður sinnar

Er kýrin hafði verið dregin upp úr sjónum og inn á plan hvalstöðvarinnar hófu starfsmenn Hvals hf. þegar í stað að skera hana í sundur. Þeir voru búnir að skera stór stykki úr skrokki hennar þegar komið var að því að opna kviðinn. Það var gert með stórum flenshnífi og í kjölfarið gerðist allt mjög hratt, segir Arne. „Í rauninni þá bara rann kálfurinn út úr kviði móður sinnar.“

Starfsmenn brugðust við í skyndi, kræktu í kálfinn með krókum og drógu hann burt, „svo við gátum ekki tekið fleiri myndir,“ segir Arne. Hann myndaði einnig vertíðina í fyrra. „Nú hef ég orðið vitni að sambærilegu oftsinnis en þetta var öðruvísi,“ heldur hann áfram. „Það var næstum eins og ... þegar kálfurinn var skorinn úr kviði hennar ... að hann væri enn á lífi. Ég er enn nokkuð sleginn eftir þetta atvik, í sannleika sagt. Ég er eiginlega orðlaus.“

Þetta er langt í frá í fyrsta sinn sem kelfd kýr er veidd. Það gerðist til dæmis ítrekað á vertíð síðasta sumars eða ellefu sinnum. Það gerðist einnig að minnsta kosti jafnoft á vertíðinni sumarið 2018.

Ég er enn nokkuð sleginn eftir þetta atvik, í sannleika sagt. Ég er eiginlega orðlaus.
Arne Feuerhahn,
framkvæmdastjóri sjávarverndarsamtakanna Hard to Port.

Í eftirlitsskýrslu MAST um velferð hvala við veiðar Hvals hf. síðasta sumar kom fram að kvendýr hefðu verið í meirihluta þeirra dýra sem veidd voru. Ástæðan er ekki þekkt og gæti verið tilviljun, sagði í skýrslunni. Samkvæmt gögnum Hvals hf. fyrir var heildar hlutfall kvendýra 62%. „Ætla má að meiri líkur séu á að það veiðist kýr með fóstri eða kýr með kálfi, ef hlutfall kvendýra er hærra en karldýra meðal veiddra langreyða.“

Edda Elísabet Magnúsdóttir, sjávar- og atferlisvistfræðingur, sagði í samtali við Kjarnann í fyrra að miklar líkur væru á því að veiða kelfdar kýr á þessum árstíma. „Þær eru líklega um hálfgengnar eða meira þegar þær eru veiddar.“

FósturLítið fóstur sem skorið var úr kviði langreyðar í fyrrasumar.

Það skýrist af því að þær bera á 2-3 ára fresti að jafnaði. Fengitími þeirra er í desember og burður í nóvember eftir ellefu mánaða meðgöngu. Kálfurinn er á spena í 6-8 mánuði áður en hann er vaninn undan. Í fyrra var ein kýrin sem Hvalur hf. veiddi mjólkandi sem þýðir að kálfur hefur fylgt henni. Hans hefur að öllum líkindum aðeins beðið dauðinn.

Samkvæmt lögum og reglum um hvalveiðar er bannað að veiða hvalkálfa, hvali á spena og kvenkyns hvali sem kálfar eða hvalir á spena fylgja. Hins vegar er ekki bannað að veiða kelfdar hvalkýr samkvæmt núgildandi lögum.

Edda Elísabet sagði „ekki möguleika“ að velja á milli kynja eða aldurs fullvaxinna dýra þegar veitt er.

Dreginn burtStarfsmenn Hvals hf. höfðu snör handtök í morgun og kræktu í kálfinn og drógu hann burt.

„Eftir því sem við vitum hafa sautján langreyðar verið drepnar á þessari vertíð,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Eitt dýrið sökk því lína slitnaði og var dauði þess því algerlega tilgangslaus.“

Þá var ein hvalkýrin kelfd og „virðist fóstrið hafa verið mjög stórt og þar með ljóst að það fellur undir lög um velferð dýra,“ segir hún við Heimildina. „Slíkt er siðferðilega óréttlætanlegt.“

Katrín segir að einnig hafi eitt dýrið kvaldist sært í um hálftíma áður en það var drepið. Önnur hafi verið skotin með fleiri en einum skutli og skotin utan marksvæðisins sem tilgreint er í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. „Nú þarf stjórnsýslan að girða sig í brók. Það er að mínu mati kominn tími á að MAST nýti valdheimildir sínar og stöðvi þessa starfsemi sem fer svo augljóslega í bága við dýravelferðarlög og reglugerðir.

Eitt stærsta dýr jarðar

Langreyður er annað stærsta dýr jarðar á eftir steypireyði. Langreyður er almennt talin farhvalur sem ferðast í átt að heimskautum á vorin og til baka á hlýrri svæða á haustin. Hafið umhverfis Ísland eru einar helstu fæðuslóðir langreyðar í Norður-Atlantshafi.

Hvalveiðar Hvals hf. hófust í byrjun september eftir að matvælaráðherra aflétti banni sem hún setti á með reglugerð í júní. Hvalveiðiskipin héldu fljótlega til veiða en ekki leið á löngu þar til MAST stöðvaði tímabundið veiðar annars þeirra, Hvals 8, vegna gruns um alvarleg frávik. Frávikið fólst í því að tafir urðu á endurskoti á langreyði sem þýddi að dauðastríð hennar varði í um hálfa klukkustund.

 Því veiðibanni var hins vegar aflétt nú í vikunni.

Í fyrra stóð vertíð Hvals til loka september.

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (10)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • LBE
    Lára Brynhildur Eiríksdóttir skrifaði
    Kindur eru heldur ekki eltar uppi og kastað í þær spjótum, á villimannslegan hátt svo séu þær jafnvel hátt í 4.tíma að kveljast til dauða. Eða sleppa helsærðar og verulega skaddaður fyrir lífstíð. Þetta er engin samlíking. Kindur eru ekki kvaldar á eins hræðilegan
    Og Ómannúðlegan hátt. Halló!! Engin önnur skepna er drepin á jafn sadískan hátt. Að finnast þetta í lagi, er ekki í lagi.
    2
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Er þessi villimenska í boði Bjarna Ben???
    Lögð fram af VG til þess að auka lýkur á að stjórnin tóri út tímabilið?
    1
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Ein helsta ástæða þess að þetta dýraníð viðgengst við stendur Íslands er sú
    að Hvalur hf er einn helsti fjárhagslegur stuðningsaðili Sjálfstæðisflokksins.
    7
  • Ýrr Baldursdótttir skrifaði
    Ef þetta er ekki dýraníð.. then what is?
    7
  • Axel Axelsson skrifaði
    hvað með fréttir af hvölum sem drepa og éta aðra hvali ? . .
    -17
  • TT
    Týr Thorarinsson skrifaði
    Úff, þetta er viðbjóður og bara sorglegt sama hvernig einhverjir óvitar réttlæta þessi dráp.
    13
    • Elsa Þorbjörg Árnadóttir skrifaði
      En þúsundir kinda sem voru ca.daga eða viku frá burði bara allt í lagi...meiri hræsnin!
      -11
    • Margrét Sólveig Ólafsdóttir skrifaði
      Sammála, þetta er skelfilegt að sjá. Og hér réttlætir fólk þetta með “hvað með laxinn og hvað með kindurnar og beljurnar”
      7
    • Elsa Þorbjörg þarf að drífa sig í fyrsta bekk. Kindur eru ekki og hafa aldrei verið í útrýmingarhættu. Hvurs lags kjánaháttur er að láta svona út úr sér
      6
    • Asta Gudmundsdottir skrifaði
      Elsa Þorbjörg, það tekur þessa undraveru næstum því hemingi lengri meðgöngutíma en okkur mannskepnuna eða sirka 15 mánuði hún eignast ekki nema einn kálf þannig að það er ekki alveg sambærilegt kindum. Mun stærra kraftaverk en þegar kona eignast barn, enda er fólk ekki í útrýmingarhættu !!!
      7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár