Samtök atvinnulífsins (SA) hafa frá því 6. september síðastliðinn „haft til skoðunar“ hvort nýjar upplýsingar um þátt Pálmars Óla Magnússonar í stórfelldum samkeppnisbrotum skipafélaganna hefðu áhrif á setu hans í stjórn lífeyrissjóðsins Birtu. Pálmar situr þar og gegnir formennsku stjórnar, sem fulltrúi SA.
Niðurstaðan virðist sú að SA geti ekki hróflað við sínum eigin fulltrúa í stjórninni á milli aðalfunda lífeyrissjóðsins á meðan hann neitar sjálfur að víkja sæti. SA hefur því óskað eftir því að Fjármálaeftirlitið meti hæfi Pálmars til setu í stjórninni.
„Fjármálaeftirlitið hefur verið upplýst og brýnt er að eftirlitið hraði sínu mati“
Pálmar Óli, sem í dag starfar sem framkvæmdastjóri hreingerningafyrirtækisins Daga ehf,. er fyrrverandi framkvæmdastjóri og síðar forstjóri Samskipa, og sagður lykilmaður í ólöglegu samráði skipafélaganna, í úrskurði Samkeppniseftirlitsins sem sektaði Samskip um 4,2 milljarða króna …
Athugasemdir (1)