Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Listahringvegurinn

Hér má sjá nokkra hápunkta lands­byggð­arlist­a­lífs­ins.

Listahringvegurinn

Jakob Veigar / Listasafn Árnesinga

Hvað er heimsborgaralegra en að fara til Hveragerðis til að fræðast um Íran frá hvergerðskum listamanni búsettum í Vín? Megi hönd þín vera heil er saga af ferðalagi til Írans, af listamanni sem elti ástina á milli heimsálfa á tímum heimsfaraldurs.

Almar í tjaldinu / Svavarssafn á Hornafirði

Almar í kassanum er núna kominn í tjald og hefur opnað sýningu á Hornafirði með landslagsmyndum sem hann málaði meðan á tjalddvölinni stóð, á sama stað og Ásgrímur Jónsson málaði fyrir 111 árum síðan, en Ásgrímur varð hálfgerður guðfaðir hornfirskra listmálara í kjölfarið.

Pólskar kvikmyndir / Valhöll á Eskifirði

Það verða pólskir kvikmyndadagar á Eskifirði um helgina, þar sem börnin geta horft á pólskar teiknimyndir á meðan myndin Hættulegir herramenn verður í boði fyrir bók- og bíóhneigða fullorðna, en myndin fjallar um sjálfan Joseph Conrad og þrjá skáldbræður hans, sem vakna eftir svakalegt fyllirí með dauðan mann á sófanum sem þeir vita ekkert um.

Laust mál / Skaftfell, Seyðisfirði

Þau eru ófá ljóðskáldin sem stunda líka myndlist – og öfugt – og á þessum mörkum er sýningin staðsett, innblásturinn er ljóðlist og snertifletir hennar við myndlist, hvort sem er bókverk, myndljóð, skúlptúrar eða annað. Ásta Fanney, Roni Horn, Ragnar Helgi, Óskar Árni, Kristín Ómars og Birgir Andrésson eru meðal þeirra listamanna sem koma við sögu.

Hringfarar / Listasafnið á Akureyri

Fjórir listamenn með ólíka sýn vinna hér út frá náttúrulegum ferlum og nota efnivið úr nærumhverfinu, hluti sem geyma minningar og sögu og rauðrófuhýði í vatni sem myndað hefur rauðan lit og pappírsörk á glugga sem rakinn hefur teiknað á.

Yoav Goldwein / Safnahúsið Ísafirði

Er heimilið skjól eða fangelsi – eða kannski bæði? Þessum spurningum veltir ísraelski ljósmyndarinn og heimspekingurinn Yoav Goldwein fyrir sér og þá verður hann einnig með listasmiðju þar sem hann sýnir hvernig kafa má í eigin persónulegu lífssögu í gegnum mismunandi listir.

Guð leitar að Salóme / Landnámssetrið Borgarnesi

Skáldsagan Guð leitar að Salóme kom út árið 2021 og nú gæti Guð væntanlega fundið hana Salóme í Borgarnesi, þar sem Júlía Margrét Einarsdóttir stígur á svið og endursegir þessa skáldsögu sína fyrir gesti og kynnir þá fyrir spákonu í blokkaríbúð, drykkfelldum organista, ráðvilltum afturgöngum og forboðnum kvennaástum.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár