Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Listahringvegurinn

Hér má sjá nokkra hápunkta lands­byggð­arlist­a­lífs­ins.

Listahringvegurinn

Jakob Veigar / Listasafn Árnesinga

Hvað er heimsborgaralegra en að fara til Hveragerðis til að fræðast um Íran frá hvergerðskum listamanni búsettum í Vín? Megi hönd þín vera heil er saga af ferðalagi til Írans, af listamanni sem elti ástina á milli heimsálfa á tímum heimsfaraldurs.

Almar í tjaldinu / Svavarssafn á Hornafirði

Almar í kassanum er núna kominn í tjald og hefur opnað sýningu á Hornafirði með landslagsmyndum sem hann málaði meðan á tjalddvölinni stóð, á sama stað og Ásgrímur Jónsson málaði fyrir 111 árum síðan, en Ásgrímur varð hálfgerður guðfaðir hornfirskra listmálara í kjölfarið.

Pólskar kvikmyndir / Valhöll á Eskifirði

Það verða pólskir kvikmyndadagar á Eskifirði um helgina, þar sem börnin geta horft á pólskar teiknimyndir á meðan myndin Hættulegir herramenn verður í boði fyrir bók- og bíóhneigða fullorðna, en myndin fjallar um sjálfan Joseph Conrad og þrjá skáldbræður hans, sem vakna eftir svakalegt fyllirí með dauðan mann á sófanum sem þeir vita ekkert um.

Laust mál / Skaftfell, Seyðisfirði

Þau eru ófá ljóðskáldin sem stunda líka myndlist – og öfugt – og á þessum mörkum er sýningin staðsett, innblásturinn er ljóðlist og snertifletir hennar við myndlist, hvort sem er bókverk, myndljóð, skúlptúrar eða annað. Ásta Fanney, Roni Horn, Ragnar Helgi, Óskar Árni, Kristín Ómars og Birgir Andrésson eru meðal þeirra listamanna sem koma við sögu.

Hringfarar / Listasafnið á Akureyri

Fjórir listamenn með ólíka sýn vinna hér út frá náttúrulegum ferlum og nota efnivið úr nærumhverfinu, hluti sem geyma minningar og sögu og rauðrófuhýði í vatni sem myndað hefur rauðan lit og pappírsörk á glugga sem rakinn hefur teiknað á.

Yoav Goldwein / Safnahúsið Ísafirði

Er heimilið skjól eða fangelsi – eða kannski bæði? Þessum spurningum veltir ísraelski ljósmyndarinn og heimspekingurinn Yoav Goldwein fyrir sér og þá verður hann einnig með listasmiðju þar sem hann sýnir hvernig kafa má í eigin persónulegu lífssögu í gegnum mismunandi listir.

Guð leitar að Salóme / Landnámssetrið Borgarnesi

Skáldsagan Guð leitar að Salóme kom út árið 2021 og nú gæti Guð væntanlega fundið hana Salóme í Borgarnesi, þar sem Júlía Margrét Einarsdóttir stígur á svið og endursegir þessa skáldsögu sína fyrir gesti og kynnir þá fyrir spákonu í blokkaríbúð, drykkfelldum organista, ráðvilltum afturgöngum og forboðnum kvennaástum.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár