Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Listahringvegurinn

Hér má sjá nokkra hápunkta lands­byggð­arlist­a­lífs­ins.

Listahringvegurinn

Jakob Veigar / Listasafn Árnesinga

Hvað er heimsborgaralegra en að fara til Hveragerðis til að fræðast um Íran frá hvergerðskum listamanni búsettum í Vín? Megi hönd þín vera heil er saga af ferðalagi til Írans, af listamanni sem elti ástina á milli heimsálfa á tímum heimsfaraldurs.

Almar í tjaldinu / Svavarssafn á Hornafirði

Almar í kassanum er núna kominn í tjald og hefur opnað sýningu á Hornafirði með landslagsmyndum sem hann málaði meðan á tjalddvölinni stóð, á sama stað og Ásgrímur Jónsson málaði fyrir 111 árum síðan, en Ásgrímur varð hálfgerður guðfaðir hornfirskra listmálara í kjölfarið.

Pólskar kvikmyndir / Valhöll á Eskifirði

Það verða pólskir kvikmyndadagar á Eskifirði um helgina, þar sem börnin geta horft á pólskar teiknimyndir á meðan myndin Hættulegir herramenn verður í boði fyrir bók- og bíóhneigða fullorðna, en myndin fjallar um sjálfan Joseph Conrad og þrjá skáldbræður hans, sem vakna eftir svakalegt fyllirí með dauðan mann á sófanum sem þeir vita ekkert um.

Laust mál / Skaftfell, Seyðisfirði

Þau eru ófá ljóðskáldin sem stunda líka myndlist – og öfugt – og á þessum mörkum er sýningin staðsett, innblásturinn er ljóðlist og snertifletir hennar við myndlist, hvort sem er bókverk, myndljóð, skúlptúrar eða annað. Ásta Fanney, Roni Horn, Ragnar Helgi, Óskar Árni, Kristín Ómars og Birgir Andrésson eru meðal þeirra listamanna sem koma við sögu.

Hringfarar / Listasafnið á Akureyri

Fjórir listamenn með ólíka sýn vinna hér út frá náttúrulegum ferlum og nota efnivið úr nærumhverfinu, hluti sem geyma minningar og sögu og rauðrófuhýði í vatni sem myndað hefur rauðan lit og pappírsörk á glugga sem rakinn hefur teiknað á.

Yoav Goldwein / Safnahúsið Ísafirði

Er heimilið skjól eða fangelsi – eða kannski bæði? Þessum spurningum veltir ísraelski ljósmyndarinn og heimspekingurinn Yoav Goldwein fyrir sér og þá verður hann einnig með listasmiðju þar sem hann sýnir hvernig kafa má í eigin persónulegu lífssögu í gegnum mismunandi listir.

Guð leitar að Salóme / Landnámssetrið Borgarnesi

Skáldsagan Guð leitar að Salóme kom út árið 2021 og nú gæti Guð væntanlega fundið hana Salóme í Borgarnesi, þar sem Júlía Margrét Einarsdóttir stígur á svið og endursegir þessa skáldsögu sína fyrir gesti og kynnir þá fyrir spákonu í blokkaríbúð, drykkfelldum organista, ráðvilltum afturgöngum og forboðnum kvennaástum.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Anna Lára Pálsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Anna Lára Pálsdóttir

Fest­ist ekki í hrút­leið­in­legu full­orð­ins­skap­alóni

Í fimm­tugsaf­mæl­inu sínu bauð Anna Lára Páls­dótt­ir, sér­fræð­ing­ur í ráð­gjöf og stuðn­ingi hjá Mið­stöð mennt­un­ar og skóla­þjón­ustu, gest­um í Fram, fram fylk­ing, rólu­stökk og sápu­kúlu­blást­ur. Hún hef­ur nefni­lega lært svo ótalmargt af nem­end­um sín­um, til dæm­is að fest­ast ekki í ein­hverju hrút­leið­in­legu full­orð­ins­skap­alóni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár