Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lát þína ásjónu lýsa yfir mig

Sófa­kartafl­an rýn­ir í nýj­ustu þáttar­öð­ina af Glow-Up ...

Lát þína ásjónu lýsa yfir mig

Áhugafólk um förðun og fagurt handbragð athugið: Nýjasta þáttaröðin af Glow-Up er dottin í hús. Ótrúlegt hæfileikafólk úr öllum borgum, sveitum og skírum Stóra-Bretlands og Írlands er samankomið í fullbúnu sminkherbergi. Öll eru þau til í slaginn og spennt að keppa um titilinn „Best í sminki“. Einn helsti kostur þáttanna er sá að í Glow-up fá introvertar jafnt sem extrovertar og extraextrovertar, stelpur, strákar og stálp, að láta ljós sitt skína í umhverfi þar sem þeirra kyn, kynvitund og kyntjáning eru jafn sjálfsögð og fótbolti og átthagakórar í öðru umhverfi.

Dómarar þáttanna eru sem endranær; sminkdrottningin Val Garland, yfirskeggjaði förðunarfræðingurinn Dominic Skinner ásamt langri strollu af gestadómurum. Dokum þó aðeins við, getur verið að þetta sé fjórða sería og þriðji þáttastjórnandinn tekinn við? Hvað varð um hina geðþekku ungfrú Jama? Einhver er nú starfsmannaveltan hjá breska RÚV.

Fleiri mikilvægar spurningar brenna á vörum áhorfenda: Munu nýju keppendurnir standast álagið eða bugast? Ætlar Val að brjóta odd af oflæti sínu, píra augun bak við gleraugun og mæla töfraorðin: „Ding, dong, darling“ (DDD á Glow-up-ísku útleggst sem: „Vá, framúrskarandi vinnubrögð!“)? Þessi upphrópun er af sama meiði og Hollywood handabandið úr þáttunum The Great British Bake Off. Ef Paul Hollywood tekur í spaðann á keppanda þýðir það að viðkomandi hafi farið fram úr öllum væntingum. Bretar virðast greinilega vera mjög hrifnir af því að aðla fólk með ýmsu móti.

Þættir af þessu tagi eru flokkaðir sem raunveruleikaþættir. Að mínu mati er raunveruleikasjónvarp í sinni tærustu mynd þegar við fáum að fylgjast með lífi og lífsins sorgum fólks og stjörnur þáttanna reyna að vera áhugavert sjónvarpsefni. Frægast er líklega mæðraveldið Kardashian. Sú keppni snýst bara um áhorfstölur og kapphlaup lífsgæðanna. Glow-Up eru að mínu mati ekki meiri raunveruleikaþættir en til dæmis Gettu betur. Keppendur eru raunverulegt fólk í báðum tilvikum.

Við fáum að heyra baksögur þeirra á milli þess sem þeir leysa þrautir eða keppa í hæfni. Munurinn er aðallega sá að Gettu betur fólkið deilir ekki erfiðum lífsreynslusögum með áhorfendum líkt og Glow-up keppendur gera. Kannski væri áhugavert að hlusta á áfallasögur á milli hraðaspurningahlutans og bjölluspurninganna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár