Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Reiknistofa bankanna varði tugum milljóna í greiðslulausn sem aldrei var notuð

Reikni­stofa bank­anna vann að þró­un á nýrri greiðslu­lausn á ár­un­um 2017 til 2019. Lausn­in hét Kvitt og átti að virka þannig að fólk gæti borg­að með henni í versl­un­um með bein­greiðsl­um af banka­reikn­ingi. Lausn­in hefði getað spar­að neyt­end­um stór­fé í korta­notk­un og færslu­gjöld. Hún var hins veg­ar aldrei not­uð þar sem við­skipta­bank­arn­ir vildu það ekki.

Reiknistofa bankanna varði tugum milljóna í greiðslulausn sem aldrei var notuð
Hagræðið mikið Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna, talaði um að mikið hagræði væri fólgið í Kvitt þegar vinna við lausnina var ennþá í gangi. Kvitt var slegin út af borðinu. Hún segir að bankarnir hafi ekki verið ,mjög hrifnir af Kvitt. Mynd: Reiknistofa bankanna

Greiðslulausnin Kvitt sem Reiknistofa bankanna fékk frá dönsku fyrirtæki árið 2017 hefur aldrei verið innleidd á Íslandi og hefur fyrirtækið sem stofnað var utan um hana, Kvitt ehf., verið rennt inn í Reiknistofu bankanna, móðurfélag sitt. Þetta gerðist árið 2021 samkvæmt samrunatilkynningu sem send var til Skattsins. Reiknistofa bankanna er í eigu íslenskra fjármálafyrirtækja eins og Landsbankans, Íslandsbanka, Arion, Kviku, kreditkortafyrirtækisins Valitor og fleiri aðila. 

„Auðvitað er það þannig að þetta fékk aldrei rosalegan hljómgrunn hjá bönkunum“
Ragnhildur Geirsdóttir,
forstjóri Reiknistofu bankanna

Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna, segir að ástæðan fyrir því að greiðslulausnin var aldrei innleidd hafi aðallega verið sú að viðskiptabankarnir hafi ekki verið mjög hrifnir af henni. „Auðvitað var það þannig að þetta fékk aldrei rosalegan hljómgrunn hjá bönkunum sem áttu að innleiða þetta. En auðvitað er þetta flóknara mál en það: Til þess að innleiða svona lausn þurfa allir söluaðilar að tengjast inn á þetta líka. …

Kjósa
46
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Úlfarsson skrifaði
    Var ekki líka ein hliðin á þessu öryggismál, að öll greiðslumiðlun á Íslandi væri ekki háð erlendum stórfyrirtækjum sem gætu slökkt á samfélaginu með því að ýta á takka?
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Stórgóð hugmynd sem kostað hefur óvenju lítið að athuga.
    1
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Átti að vera mótvægi við Apple pay til að vera cool - en græðgin var of mikil að hætt var við allt. Ójá, það er yndislegt að lesa blaðið, alltaf eitthvað nýtt og fræðandi.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár