Greiðslulausnin Kvitt sem Reiknistofa bankanna fékk frá dönsku fyrirtæki árið 2017 hefur aldrei verið innleidd á Íslandi og hefur fyrirtækið sem stofnað var utan um hana, Kvitt ehf., verið rennt inn í Reiknistofu bankanna, móðurfélag sitt. Þetta gerðist árið 2021 samkvæmt samrunatilkynningu sem send var til Skattsins. Reiknistofa bankanna er í eigu íslenskra fjármálafyrirtækja eins og Landsbankans, Íslandsbanka, Arion, Kviku, kreditkortafyrirtækisins Valitor og fleiri aðila.
„Auðvitað er það þannig að þetta fékk aldrei rosalegan hljómgrunn hjá bönkunum“
Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna, segir að ástæðan fyrir því að greiðslulausnin var aldrei innleidd hafi aðallega verið sú að viðskiptabankarnir hafi ekki verið mjög hrifnir af henni. „Auðvitað var það þannig að þetta fékk aldrei rosalegan hljómgrunn hjá bönkunum sem áttu að innleiða þetta. En auðvitað er þetta flóknara mál en það: Til þess að innleiða svona lausn þurfa allir söluaðilar að tengjast inn á þetta líka. …
Athugasemdir (3)