Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

MAST stöðvar veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að stöðva tíma­bund­ið veið­ar hval­veiði­skips­ins Hvals 8 vegna al­var­legra brota á vel­ferð dýra við veið­ar á lang­reyði. MAST hef­ur ekk­ert sagt op­in­ber­lega um veiði­leyfi Hvals 9, sem er einnig á veg­um Hvals hf.

MAST stöðvar veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota
Veiðar Fyrstu tvær langreyðarnar voru skotnar með tveimur skotum. Hér er önnur langreyðurin sem dregin var á land fyrr í þessum mánuði. Mynd: Hard to port

Veiðar hvalveiðiskipsins Hvals 8 hafa verið stöðvaðar tímabundið af Matvælastofnun (MAST) en ástæðan er alvarleg brot á velferð dýra við veiðar á langreyði. Á heimasíðu MAST kemur ekki fram hvenær veiðibannið falli úr gildi. 

„Stöðvunin gildir þar til úrbætur hafa farið fram og þær sannreyndar af Matvælastofnun og Fiskistofu,“ segir á vefsíðu MAST. 

Þar kemur fram að við eftirlitið hafi komið í ljós að fyrsta skot Hvals 8 hafi hitt dýrið utan tilgreinds marksvæðis með þeim afleiðingum að dýrið drapst ekki strax.

„Við slík atvik ber veiðimönnum skv. nýrri reglugerð að skjóta dýrið án tafar aftur. Það var ekki gert fyrr en tæpum hálftíma síðar og drapst hvalurinn einhverjum mínútum eftir það.“ Þessi töf telst brot á lögum um velferð dýra og reglugerð um veiðar á langreyðum.

Hvað með Hval 9?

Hvalur 8 er ekki eina hvalveiðiskipið sem starfandi er hér á landi. Það er Hvalur 9 einnig. Matvælastofnun hefur ekkert gefið út um áframhaldandi veiðar þess skips en þau eru bæði rekin af sama fyrirtækinu: Hval hf. sem er í eigu Kristjáns Loftssonar. 

Veiðimenn á hans vegum hafa veitt 11 langreyðar síðan hvalveiðibann matvælaráðherra féll úr gildi í byrjun mánaðar.

Aðgerðasinnar hafa mótmælt þeirri afléttingu að undanförnu, m.a. með því að klifra upp í möstur hvalveiðiskipanna tveggja. Þá er norskur dýravelferðarsinni í hungurverkfalli vegna veiðanna.

Fréttin hefur verið uppfærð

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu