Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dýr brjóstaminnkun endurspegli stærra vandamál

Odd­ný G. Harð­ar­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tel­ur stöðu kvenna, sem þurfa á brjóstam­innk­un að halda og þurfa að greiða fyr­ir það hátt í millj­ón, end­ur­spegla stærra vanda­mál í heil­brigðis­kerf­inu: Að­gengi að heil­brigð­is­þjón­ustu sé orð­ið of háð efna­hag, þvert á markmið laga um sjúkra­trygg­ing­ar.

Dýr brjóstaminnkun endurspegli stærra vandamál
Kostnaður „Af því að opinbera kerfið er svo svelt og það er langur biðtími á Landspítala á fólk engan annan kost til þess að ná heilsu en að fara á stofu úti í bæ – ef það á peninga,“ segir Oddný. Mynd: Unsplash: Philippe Spitalier

Staðan kvenna sem þurfa að greiða um eina milljón króna vegna brjóstaminnkunar endurspeglar þá staðreynd að aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé orðið of háð efnahag, að mati Oddnýjar G. Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar. Hún ætlar að krefja heilbrigðisráðherra svara um hvernig hann ætli að tryggja að þeir sem eigi rétt á greiðsluþátttöku vegna aðgerða sitji ekki uppi með fjárhagslegan kostnað vegna þess að illa gengur að ná samkomulagi á milli yfirvalda og lækna. 

Oddný tók málið jafnframt upp á Alþingi í gær. 

Í síðasta tölublaði Heimildarinnar var greint frá því að konur sem hafa fengið samþykki fyrir greiðsluþátttöku frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) vegna brjóstaminnkunar þurfi að reiða fram háar fjárhæðir úr eigin vasa fyrir aðgerð.

Það er vegna þess að Sjúkratryggingar og lýtalæknar sem framkvæma aðgerðinar hafa ekki komið sér saman um verðið sem SÍ beri að greiða fyrir þjónustuna. Því þurfa …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu