Eva stjórnar Elfuglinum
Sinfóníuhljómsveit Íslands / Fimmtudagur 7. september 2023 / Einleikari: Amalie Stalheim / Stjórnandi: Eva Ollikainen
Nýtt starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands hófst með formlegum hætti fimmtudagskvöldið 7. september sl. með fyrstu áskriftartónleikum hljómsveitarinnar. Á efnisskrá voru fjögur verk og hófust tónleikarnir á Íslandsfrumflutningi á verki Daníels Bjarnasonar, „I Want To Be Alive“ I: Echo / Narcissus. Um er að ræða fyrsta þáttinn í þríleik sem saminn var að beiðni Sinfóníuhljómsveitarinnar í Cincinatti, Fílharmóníusveitarinnar í Helsinki, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Sinfóníuhljómsveitarinnar í Toronto.
Þátturinn Echo / Narcissus var frumfluttur af Sinfóníuhljómsveitinni í Toronto í júní á þessu ári og ráðgert er að verkið verði frumlutt í heild sinni árið 2025. Á undan tónleikunum var Elísabet Indra Ragnarsdóttir með áhugavert viðtal við tónskáldið Daníel Bjarnason þar sem hann útskýrði tilurð verksins en Daníel leitaði innblásturs í umræðu um gervigreind, sem nú er orðin ansi áþreifanleg í okkar samfélagi. Titill verksins, „I want to be alive“, er tilvitnun í samtal, sem blaðamaðurinn Kevin Rose átti við gervigreindarforritið Bing þar sem samtal …
Athugasemdir