Um þrír mánuðir eru liðnir frá því að Úkraína hóf allsherjar gagnárás gegn Rússum. Á Vesturlöndum vonuðust margir til þess að sóknin myndi að einhverju leyti endurspegla fyrri hernaðaraðgerðir. Aðgerðir á borð við þá sem fór fram í ágúst 2022 þegar hersveitir Úkraínu frelsuðu um 12.000 ferkílómetra svæði í Kharkiv-héraði.
Þetta hefur ekki raungerst. Helsta ástæðan fyrir því er að á síðastliðnum 18 mánuðum hafa Rússar byggt upp marglaga og sterkar varnarlínur eftir allri framlínu stríðsins. Á fyrstu dögum gagnárásarinnar réðust Úkraínumenn af krafti að varnarlínum Rússa. Það áhlaup misfórst hrapallega og samkvæmt greiningu New York Times er talið að Úkraínumenn hafi á fyrstu vikunni tapað allt að 20 prósent þess búnaðar sem þeir höfðu fengið sendan frá Vesturveldunum í því áhlaupi.
Þegar ljóst var að þessi aðferðarfræði skilaði ekki árangri, heldur þvert á móti, var ákveðið að setja af stað varaáætlun sem einnig hafði verið undirbúin. Sú áætlun …
Athugasemdir (2)