Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Hin varkára gagnsókn Úkraínu

Gagn­sókn Úkraínu gegn Rúss­um hófst ekki sem skyldi. Áhlaup á varn­ar­lín­ur Rússa mis­fórst og mik­ið af bún­aði tap­að­ist. Í kjöl­far­ið var grip­ið til vara­áætl­un­ar, sem er var­færn­ari. Blaða­mað­ur og ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar í Úkraínu hef­ur þrætt sig með­fram víg­lín­unni und­an­far­ið.

Um þrír mánuðir eru liðnir frá því að Úkraína hóf allsherjar gagnárás gegn Rússum. Á Vesturlöndum vonuðust margir til þess að sóknin myndi að einhverju leyti endurspegla fyrri hernaðaraðgerðir. Aðgerðir á borð við þá sem fór fram í ágúst 2022 þegar hersveitir Úkraínu frelsuðu um 12.000 ferkílómetra svæði í Kharkiv-héraði.

Þetta hefur ekki raungerst. Helsta ástæðan fyrir því er að á síðastliðnum 18 mánuðum hafa Rússar byggt upp marglaga og sterkar varnarlínur eftir allri framlínu stríðsins. Á fyrstu dögum gagnárásarinnar réðust Úkraínumenn af krafti að varnarlínum Rússa. Það áhlaup misfórst hrapallega og samkvæmt greiningu New York Times er talið að Úkraínumenn hafi á fyrstu vikunni tapað allt að 20 prósent þess búnaðar sem þeir höfðu fengið sendan frá Vesturveldunum í því áhlaupi. 

Þegar ljóst var að þessi aðferðarfræði skilaði ekki árangri, heldur þvert á móti, var ákveðið að setja af stað varaáætlun sem einnig hafði verið undirbúin. Sú áætlun …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Tjörvi Schiöth skrifaði
  Það var ekkert "varkárt" við þessa svokölluðu gagnsókn. Þetta var glapræði og sjálfsmorðsárás þar sem 43 þúsund úkraínskum hermönnum var fórnað fyrir ekki neitt (fallnir eða særðir)
  -2
  • Soffia Reynisdottir skrifaði
   Lastu ekki alla greinina eða..? Ég sé að þú ert ekki eins fjölorður um þessa grein eins og þegar þú varst að tjá þig um að Azov væru nasistar, af hverju ætli það sé? Er ekki talað um neitt slíkt í þessari grein, getur verið að þú sért örlítið upptekinn af að réttlæta innrás rússa með því að leggja áherslu á að það séu til nasistar í Úkraínu. Ég get upplýst að nú þegar ég hef verið í nánu sambandi við fjölda manns í Úkraínu í 1 1/2 ár, Úkraínskt fólk sem og fólk sem býr þar eða hefur verið þar og farið þangað. Ekki í eitt einasta skipti, ekki í einu einasta samtali, ekki í einu einasta commenti eða samskiptum af öðru tagi hef ég rekist á neitt sem er öfga hægri skoðun eða minnir á slíkan málflutning. Hefur þú spurt einhvern Úkraínumann hvort þeim finnist þeim vera fórnað fyrir ekki neitt? Hefur þú spurt þá hvað þeir berjast fyrir? Ég hef gert það.
   0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi í Úkraínu

„Þetta er stanslaus leikur kattarins að músinni“
VettvangurÁ vettvangi í Úkraínu

„Þetta er stans­laus leik­ur katt­ar­ins að mús­inni“

Í upp­hafi stríðs­ins í Úkraínu var Azovstal-verk­smiðj­an í Mariupol um­set­in og und­ir stans­laus­um árás­um Rússa svo mán­uð­um skipti. Þá flugu þyrlu­áhafn­ir með vist­ir til þeirra sem sátu fast­ir í verk­smiðj­unni. Ósk­ar Hall­gríms­son, ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar, hitti þær á stærð­ar­inn­ar túni, um­kringd­ur hest­um.
Landið sem krabbameinslæknarnir yfirgáfu
VettvangurÁ vettvangi í Úkraínu

Land­ið sem krabba­meins­lækn­arn­ir yf­ir­gáfu

Tal­ið er að um 80 pró­sent allra krabba­meins­lækna hafi yf­ir­gef­ið Úkraínu eft­ir að Rúss­ar réð­ust inn í land­ið, þótt marg­ir þeirra hafi síð­an snú­ið aft­ur. Það hæg­ir þó ekk­ert á krabba­meinstil­fell­un­um sem grein­ast. Þau eru um 160 þús­und á ári. Upp úr þess­um að­stæð­um spruttu sam­tök­in Missi­on Kharkiv sem beita ný­stár­leg­um að­ferð­um, og stærð­fræði, til að koma lyfj­um og nauð­syn­leg­um birgð­um til þurfandi sjúk­linga.
Ef helvíti er að finna á jörðu, þá er það líklega hér
VettvangurÁ vettvangi í Úkraínu

Ef hel­víti er að finna á jörðu, þá er það lík­lega hér

Stríði er oft lýst sem miklu magni af leiði­gjörn­um klukku­tím­um, með augna­blik­um af hreinni skelf­ingu stráð á milli. Það er vissu­lega til­fell­ið hjá þeim sem manna sjúkra­bíl­ana hjá þriðju árás­ar­deild úkraínska hers­ins þar sem bráðalið­inn er inn­an­húss­arkitékt sem hann­aði að­al­lega eld­hús og her­lækn­ir­inn dýra­lækn­ir. Ósk­ar Hall­gríms­son er á vett­vangi stríðs­ins í Úkraínu.
Tveir bæir – einn frjáls og hinn í helvíti
VettvangurÁ vettvangi í Úkraínu

Tveir bæ­ir – einn frjáls og hinn í hel­víti

Ef það væri ekki fyr­ir eyði­legg­ing­una og ein­staka hvelli úr fall­byss­um stór­skota­liðs í ná­grenn­inu, gæti þorp­ið Orik­hiv ver­ið leik­mynd fyr­ir krútt­leg­an, ensk­an sveita­bæ. Rós­ir, valmú­ar og önn­ur vor­blóm blómstra um all­an bæ og græn­ar hlíð­ar eru skreytt­ar litl­um og fal­leg­um stein­hús­um. Hvert hús með græn­met­is­garð og vín­við vax­andi í net­um sem skríða upp hús­vegg­ina. Bær­inn sem var áð­ur mið­stöð land­bún­að­ar á Za­porizhzhia svæð­inu, hýsti um 14.000 íbúa í sveita­sælu og vel­meg­un fyr­ir stríð.
Fjórar sviðsmyndir um endalok Úkraínustríðs
GreiningÁ vettvangi í Úkraínu

Fjór­ar sviðs­mynd­ir um enda­lok Úkraínu­stríðs

Fá­ir ef nokkr­ir sáu fyr­ir þá stöðu sem nú er uppi, níu mán­uð­um eft­ir inn­rás Rússa í Úkraínu. Hvort held­ur sem var, van­mat á úkraínska hern­um, eða of­mat á þeim rúss­neska, er erfitt að segja til um. En er ein­hver von til þess að höm­ung­un­um linni? Og þá hvernig? Val­ur Gunn­ars­son rýn­ir í fjór­ar mögu­leg­ar leið­ir til að enda stríð.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu