Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lagðist á malbikið til stuðnings mótmælendunum í möstrunum

Ás­geir Brynj­ar Torfa­son var stadd­ur á segl­báti á milli Fær­eyja og Ís­lands þeg­ar mótor báts­ins fór að hiksta. Það leið ekki á löngu þar til hval­ir voru farn­ir að synda í kring­um bát­inn. Það gerðu þeir næstu tvær klukku­stund­ir, á með­an Ás­geir og skips­fé­lagi hans komu mótorn­um í lag. Ás­geir, sem er eft­ir þessa reynslu mik­ill hvala­vin­ur, lagð­ist á hart mal­bik­ið fyr­ir fram­an lög­reglu­borð­ann sem skildi mót­mæl­end­ur og hval­veiði­skip að síð­deg­is í gær til þess að sýna kon­un­um tveim­ur sem klifr­að höfðu nið­ur úr möstr­um hval­veiði­skipa skömmu áð­ur stuðn­ing.

Lagðist á malbikið til stuðnings mótmælendunum í möstrunum
Í veg fyrir umferð „Meira að segja ungir hvalir hjala,“ sagði Ásgeir. „Ég var að verða afi svo þetta snertir við mér og gerir mig kláran í að klifra þarna upp á eftir Anahitu.“ Mynd: Heimildin / Ragnhildur

Það var eldsnemma á mánudagsmorgun sem þær Elissa Bijou og Anahita Babaei klifruðu upp í tunnur á möstrum tveggja hvalveiðiskipa Hvals Hf. í Reykjavíkurhöfn. Nokkrum dögum áður hafði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ákveðið að framlengja ekki tímabundið bann við veiðum á langreyðum sem hún kom á í júnímánuði. 

Sérsveitin var kölluð á vettvang en sérsveitarmönnunum tókst ekki að fá konurnar af áformum sínum, að koma í veg fyrir að skipin kæmust á veiðar.

Bijou og Babaei sátu sem fastast í tunnum skipanna í rúmar 30 klukkustundir, Babaei án vatns, matar og lyfja þar sem lögreglan hafði tekið af henni bakpokann hennar á leiðinni upp. 

Stuðningsmenn þeirra flykktust að og stóðu á bryggjunni, fyrir utan lögregluborða sem strekktur var í nokkurri fjarlægð frá skipunum. Lögreglan stóð hjá og beið átekta en lögreglumenn fóru við og við upp í möstrin til þess að ræða við konurnar og reyna að fá þær niður. Stuðningsmenn kvennanna báðu lögreglumenn ítrekað um að koma vatni til Babaei en það vildi þeir ekki gera og sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri í samtali við Heimildina í gær að ástæðan fyrir því væri einföld. 

„Lögreglunni ber ekki að fæða og vökva fólk sem er að fremja lögbrot.“

Telur að konurnar hafi bjargað nokkrum langreyðum

Á þriðja tímanum í gær, þriðjudag, príluðu konurnar tvær svo niður úr möstrunum. Þær voru keyrðar burt í lögreglubíl. Hvalur hf. hafði kært þær fyrir húsbrot. Lögreglan tók af þeim skýrslu en þær voru lausar að skýrslutöku lokinni. 

En þó að konurnar væru farnar stóðu mótmælendur í nokkrar klukkustundir áfram á bryggjunni. Á meðal þeirra var samstarfsmaður Babaei, Micah Garen, en þau eru stödd hér á landi til þess að gera heimildarmynd um hvalveiðar. Þeirri heimildarmynd langaði þau að ljúka 20. júní, þegar Svandís lagði tímabundið bann á hvalveiðar, en nú sér ekki fyrir endann á vinnunni við myndina. 

„Heimildarmyndin átti að vera um það hvernig fólk getur tekið höndum saman og breytt heiminum, ekki það hvernig við þurfum að hætta lífi okkar fyrir eitthvað sem breytist aldrei. Það er ekki það sem ég vildi gera heimildarmynd um en því miður erum við hér,“ sagði Garen í samtali við Heimildina á mánudag. 

Hann var þreyttur þegar blaðamaður hitti á hann eftir að Babaei og Bijou höfðu klifrað niður síðdegis á þriðjudag og sagðist eyðilagður yfir því að nú kæmust skipin á veiðar. Hann var þó stoltur af mótmælendunum. 

„Þær komu líklega í veg fyrir dráp á fjórum langreyðum. Það er magnað,“ sagði Garen. „Það sem þær gerðu vekur athygli á heimsku þessarar ákvörðunar – að leyfa þeim að veiða. Það er enn gegn íslenskum lögum um dýravelferð, ekkert hefur breyst.“ 

„Ekkert var skemmt nema kannski egó Kristjáns Loftssonar“

Undanfari hvalveiðibannsins var álit fagráðs um velferð dýra sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að drepa stórhveli eins og langreyðar með mannúðlegum hætti og að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðarnar samræmist ekki ákvæðum laga um velferð dýra. Í lok ágústmánaðar komst starfshópur sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skipaði að því að hægt væri að bæta veiðiaðferðirnar. Í framhaldinu ákvað Svandís að aflétta banninu en setja á strangari skilyrði um. Veiðileyfið rennur út um áramótin en enginn veit hvað tekur við þá.

„Það sem máli skiptir er að nú verður tegund í útrýmingarhættu veidd hér á Íslandi og á næstunni muntu sjá hval eftir hval dreginn á land í Hvalfirði og kjötið skorið í bita og sent til Japan,“ sagði Garen við höfnina í gær. 

Um friðsamleg mótmæli var að ræða. „Ekkert var skemmt nema kannski egó Kristjáns Loftssonar,“ sagði Garen. 

„Það sem máli skiptir er að nú verður tegund í útrýmingarhættu veidd hér á Íslandi og á næstunni muntu sjá hval eftir hval dreginn á land í Hvalfirði og kjötið skorið í bita og sent til Japan,“
Micah Garen

Þó að hann væri vonsvikinn yfir því að bátarnir gætu farið af stað þegar veður leyfði þá var hugur í honum. 

„Baráttan heldur áfram,“ sagði Garen. „Það verða fleiri lögsóknir, fleiri fórnir, þetta endar ekki fyrr en Ísland ákveður að hætta að drepa hvali. Ísland þarf að gera það, Noregur þarf að gera það, Japan þarf að gera það og Færeyjar þurfa að gera það.“

„Hér er valdstjórnin notuð til þess að einn maður komist á veiðar“

Við hlið Garens birtist Ásgeir Brynjar Torfason íklæddur Qigong æfingafötum. 

„Ég kom hérna beint af æfingu og ætlaði að sjá þær fara niður en ég var of seinn,“ sagði Ásgeir sem hafði daginn áður mætt í þrígang út á höfn til þess að kanna hvort ekki væri hægt að færa Anahitu vatn. Hann var ósáttur með að það skyldi ekki vera gert. 

„Þér ber skylda til að hjálpa einhverjum sem er í neyð þó að hann hafi framið lögbrot. Hér er valdstjórnin notuð til þess að einn maður komist á veiðar.“

Ásgeir borðaði hvalkjöt þegar hann var barn en samkennd hans með hvölunum hefur aukist með aldrinum. Árið 2019 komst hann í verulega nálægð við spendýrin þegar hann var á seglbát á siglingu á milli Færeyja og Íslands. Það var enginn vindur svo seglin gerðu lítið gagn og komust skipverjarnir í vandræði þegar mótorinn fór að hiksta. Það leið ekki á löngu áður en hvali bar að. 

„Okkur rak í tvær til þrjár klukkustundir og allan tímann voru þeir að hringsóla í kringum okkur,“ rifjaði Ásgeir upp. „Þeir skynja að þessi bátur er ekki eins og hann á að vera – þá bíða þeir og tékka.“

„Ég var að verða afi svo þetta snertir við mér“ 

Þessi reynsla og vitneskjan um tungumál hvala hafa gert Ásgeir að andstæðingi hvalveiða. 

„Meira að segja ungir hvalir hjala,“ sagði Ásgeir. „Ég var að verða afi svo þetta snertir við mér og gerir mig kláran í að klifra þarna upp á eftir Anahitu.“ 

Hann gerði það þó ekki en tók sig til og lagðist í jörðina, fyrir framan lögregluborðann, og varnaði þannig bílum aðgang að bryggjunni. Lögreglumennirnir stóðu tiltölulega rólegir hjá þar til Ásgeir stóð upp eftir nokkurra mínútna hvíld á malbikinu. 

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Vilhjálmsson skrifaði
    Meira svona. Við þurfum að taka völdin af öfgahægrifasistum Sjálfstæðisflokksins.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Efling segir gervistéttarfélag notað til að svíkja starfsfólk
6
Fréttir

Efl­ing seg­ir gervistétt­ar­fé­lag not­að til að svíkja starfs­fólk

Efl­ing seg­ir stétt­ar­fé­lag­ið Virð­ingu vera gervistétt­ar­fé­lag sem sé nýtt til að skerða laun og rétt­indi starfs­fólks í veit­inga­geir­an­um. Trún­að­ar­menn af vinnu­stöð­um Efl­ing­ar­fé­laga fóru á þriðju­dag í heim­sókn­ir á veit­inga­staði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og dreifðu bæk­ling­um þar sem var­að var við SVEIT og Virð­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
5
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
6
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár