Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lesa stundum en eiga erfitt með að minnka tíma á samfélagsmiðlum

Fjór­ir nem­end­ur í Haga­skóla svara sömu spurn­ing­um og lagð­ar eru fyr­ir í Ís­lensku æsku­lýðs­rann­sókn­inni og skýra hvað ligg­ur að baki svör­un­um. Ragný Þóra Guðjohnsen, fag­leg­ur stjórn­andi rann­sókn­ar­inn­ar og lektor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar af­ger­andi.

Lesa stundum en eiga erfitt með að minnka tíma á samfélagsmiðlum
Grunnskólanemar Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar varpa ljósi á hegðun, líðan og velferð íslenskra grunnskólabarna. Mynd: Kristinn Magnússon

„Ég er með vinkonum mínum, í símanum og í herberginu mínu,“ segir Salvör Borgarsdóttir um það hvernig hún ver frítíma sínum. Hún er í 8. bekk í Hagaskóla og svarar hér fjórum spurningum sem eru lagðar fyrir í Íslensku æskulýðsrannsókninni, ásamt þeim Óðni Margeirssyni, Guðmundi Flóka Sigurjónssyni og Stefaníu Harðardóttur.

Þau svara því hvort þau lesi sér til ánægju, hafi reynt að minnka tíma á samfélagsmiðlum án árangurs, finni fyrir þreytu í skólanum og hvernig þau verja frítíma sínum. 

Eins og aðrir grunnskólanemar í 4.10. bekk úr 158 skólum um allt land eru þau þátttakendur rannsóknarinnar. Menntavísindasvið Háskóla Íslands lagði spurningalista fyrir nemendur síðasta vor. Niðurstöðurnar byggja á nýjustu tölum um líðan, viðhorf og velsæld grunnskólabarna. 

„Markmið rannsóknarinnar er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungs fólks og gera þau aðgengileg til að styðja sem best við stefnumótun“, segir í formála. Ragný Þóra Guðjohnsen var faglegur stjórnandi rannsóknarinnar en hún er lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Margt jákvætt

Ragný Þóra GuðjohnsenSegir það hafa komið sér mest á óvart að sjá tölur yfir þau ungmenni sem lent hafa í kynferðislegu ofbeldi.

Ragný Þóra segir að rannsóknin sé til þess fallin að skólar, stofnanir, félög, rannsakendur og fleiri geti nálgast heildstæð gögn um farsæld barna sér að kostnaðarlausu. „Verið er að athuga mjög marga þætti, eins og menntun, heilsu og líðan, félagslegan bakgrunn, öryggi og þátttöku barna í samfélaginu, sem og samskipti við foreldra.“ Spurningar geta breyst með árunum. „Ákveðinn grunnur er alltaf sá sami, en síðan munum við stundum vera með dýpri kannanir á völdum þáttum.“

Ragný Þóra segir meginniðurstöður sýna margt jákvætt. Miklum meirihluta nemenda líður vel í skólanum, álag er hæfilegt og um helmingur segist geta rætt við einhvern fullorðinn í skólanum. Niðurstöður varpa þó ljósi á þá þætti sem betur mega fara. „Við sjáum að börn af erlendum uppruna eiga erfiðara með að fá aðstoð við heimanám, sem er eðlilegt, en gerir það að verkum að við þurfum að hafa þann hóp betur í huga. Þau eru líka útsett fyrir því að verða fyrir einelti og upplifa sig utangarðs í skólanum. Við þurfum að hlúa betur að þeim í skólakerfinu.“

Líðan versnar á unglingsárunum

Niðurstöður um andlega líðan benda til þess að vanlíðan aukist með unglingsárunum. „Meira en helmingur nemenda í 10. bekk er með kvíða, sem mælist miklu meira hjá stelpum en strákum.“ Ragný Þóra bendir einnig á afgerandi niðurstöður varðandi hve margir hafa fengið sjálfsvígshugsanir, sérstaklega stelpur. Alls sögðust 37 prósent stelpna í 10. bekk hafa fengið slíkar hugsanir og 21 prósent stráka. 

SjálfsvígshugsanirSvör grunnskólabarna sem fengið hafa sjálfsvígshugsanir síðustu 12 mánuði.

Aðspurð hvort eitthvað hafi komið á óvart svarar Ragný Þóra játandi, niðurstöður varðandi tíðni kynferðisofbeldis. „Það þýðir ekki endilega að það hafi orðið aukning,“ segir uppeldis- og menntunar- og lögfræðingurinn, og bendir á að meðvitund um kynferðislegt ofbeldi hafi aukist í samfélaginu. Mikilvægt sé að kortleggja þessi atriði til þess að hægt sé auka fræðslu og fjölga stuðningsúrræðum. 

Í framhaldi af rannsókninni telur Ragný Þóra mikilvægt að fylgja öllum þáttunum sem voru mældir vel eftir. Hún nefnir sérstaklega að það þurfi einnig að hlúa að foreldrum. „Það skiptir svo miklu máli fyrir velferð barnanna. Í þeim hraða sem er í samfélaginu, og margir foreldrar að glíma við hegðunarvanda barna og skort á mörkum, þá myndi ég telja að samhliða innleiðingu farsældarinnar í kerfunum, sé mjög mikilvægt að farið verði í átak til að auka foreldrafræðslu.“ 

Nemendur útskýra svör sín

Í rannsókninni var spurt hvort nemendur læsu bækur sér til skemmtunar, og þá hversu oft. Í 8. bekk sögðust 42 prósent nemenda lesa á hverjum degi, í hverri viku eða í hverjum mánuði. Óðinn og Salvör eru bæði í 8. bekk í Hagaskóla. 

„Ég les stundum þegar ég fer að sofa á kvöldin,“ segir Óðinn. Hann á sér ekki uppáhalds bókaflokk heldur sækir í eitthvað sem honum þykir skemmtilegt.

Salvör er að lesa bókina Þessu lýkur hér eftir metsöluhöfundinn Colleen Hoover. „Ég byrjaði í janúar og er enn þá að lesa að hana,“ segir Salvör og brosir glettnislega. 

Lestur barnaSvör þeirra grunnskólanema sem lesa sér til skemmtunar.

Þau hafa ekki tekið eftir því að vinir sínir lesi mikið, en Salvör segir að stundum lesi fólk texta af símunum sínum. Aðspurð hvort þau sjálf lesi mikið sér til skemmtunar í símanum eða fylgist með fréttum, segjast þau hvorugt fylgjast mikið með fréttum. „Ef það er eitthvað sérstakt sem ég er búin að heyra um eða er að hugsa út í þá kannski reyni ég að finna það. Annars er ég ekkert mikið í fréttum,“ segir Salvör og Óðinn samsinnir.

Óðinn MargeirssonLes stundum en eyðir mestum tíma í fótbolta og körfubolta.

Í 10. bekk er hlutfall þeirra sem lesa reglulega sér til ánægju komið niður í 36 prósent. Guðnundur Flóki og Stefanía eru bæði í 10. bekk. „Ég reyni að lesa á hverju kvöldi og það gengur oftast. Bara einn kafla eða eitthvað aðeins ... Ég reyni alltaf smá,“ segir Stefanía, sem heldur upp á ástarsagnahöfundinn Jenny Colgan.

Flóki les stundum. „Kannski ekki á hverju kvöldi en alveg annað hvert kvöld. Mér finnst gaman að lesa sannsögulegar bækur.“ Samnemendur þeirra og vinir lesa mismikið, segja þau. „Ég á vinkonur sem lesa bók á mánuði og aðrar sem lesa eina á ári,“ segir Stefanía. 

„Ég er allavega fjórum til fimm sinnum í viku á æfingum. Það eru fimm til sjö tímar, eitthvað þannig.“
Óðinn Margeirsson
Stefanía HarðardóttirLes bækur á hverju kvöldi. Hún hefur mest dálæti af fantasíum.

Unglingarnir eru spurðir að því hvað þeir geri helst í frítíma sínum. Óðinn í 8. bekk sækir í vini en eyðir líka miklum tíma á knattspyrnu- og körfuboltaæfingum með KR. „Ég er með vinkonum mínum, í símanum og í herberginu mínu,“ segir Salvör, jafnaldra hans. Svör 10. bekkinganna eru svipuð. Flóki æfir taekvondo af miklu kappi en kíkir í símann ef hann hefur lítinn tíma til að slaka á. Stefanía saumar sér til gamans og býr til buxur og buddur, annars kíkir hún líka í símann.

Samfélagsmiðlar

Í rannsókninni var spurt hvort þátttakendur hefðu reynt að minnka tíma á samfélagsmiðlum en mistekist. Helmingur nemenda í 10. bekk svaraði spurningunni játandi. Fleiri stelpur en strákar sögðust hafa reynt að minnka tímann án árangurs. „Ég reyndi það,“ segir Salvör. „Ég setti eitthvað dæmi á TikTok en nota það aldrei. Það var tímabil þar sem ég reyndi.“ Samfélagsmiðlarnir sem hún notar helst eru TikTok, Snapchat og Instagram.

Óðinn er mestmegnis á Snapchat.

Það er ekki lengur á dagskrá hjá Salvöru að minnka tímann sem hún ver á samfélagsmiðlum sérstaklega, sem hún notar þá til að eiga í samskiptum við fólk. „Fólk getur orðið pirrað ef einhver ghostar mann, sem er að svara ekki, það heldur að maður sé að gera það viljandi.“

Tími á samfélagsmiðlumHelmingur nemenda í 10. bekk hefur reynt að minnka samfélagsmiðlanotkun án árangurs.

Flóki í 10. bekk segir dagamun á því hve miklum tíma sé varið í símanum. Stefanía miðar við að eyða ekki meira en þremur til fjórum klukkustundum í símanum á dag. Líkt og yngri krakkarnir nota þau helst Instagram, TikTok og Snapchat, þó að hið síðastnefnda sé að dragast aftur úr í vinsældum. Aðspurð hvað þau geri á samfélagsmiðlum segjast þau skoða efni og eiga í samskiptum við fólk. „En ef ég ætla að hitta fólk þá tala ég bara við það, sendi sms eða hringi,“ segir Flóki.

„Mér finnst gaman að lesa sannsögulegar bækur.“
Guðmundur Flóki Sigurjónsson
Guðmundur Flóki SigurjónssonVer í kringum 13-14 klukkustundum á viku í æfingar.

Íþróttir

Óðinn er beðinn að giska á hvað hann eyði miklum tíma í fótbolta- og körfuboltaæfingar á viku. „Ég er allavega fjórum til fimm sinnum í viku á æfingum. Það eru fimm til sjö tímar, eitthvað þannig.“ Hann nýtur þess að æfa íþróttir og segir körfuboltann í meira uppáhaldi akkúrat þessa stundina. „Mér finnst ganga vel,“ segir Óðinn, aðspurður hvernig gangi að láta þétta dagskrá íþrótta, félagslífs og skóla ganga upp. Íþróttirnar séu skemmtilegar og veiti honum gleði, enda sé gaman að vera með vinunum á æfingum.

Salvör æfir líka fótbolta með KR og er nýbyrjuð aftur eftir tveggja ára hlé. Hún eyðir svipuðum tíma í æfingar og finnst það passlegt. 

ÍþróttirFjöldi þeirra sem stunda hópíþróttir minnkar með hverju ári í unglingadeild.

Síðustu átta ár hefur Flóki æft taekvondo. Hann gerir ráð fyrir að eyða um 14 klukkustundum á viku í æfingar. „Það er einn hvíldardagur á viku, annars er ég á einni eða tveimur æfingum á dag.“ Flóki, sem fer mikið til útlanda að keppa, nýtur þess að iðka íþróttina og vinna að markmiðum sínum.

Stefanía æfði fimleika í mörg ár en nú er hún á crossfit-námskeiði. „Það eru tveir tímar á viku og svo reyni ég að fara tvisvar aukalega. Mér finnst það mjög skemmtilegt.“ Hún reiknar með að æfa í um fjóra tíma á viku. „Mér líður miklu betur ef ég hreyfi mig eitthvað. Þetta snýst frekar um það heldur en eitthvað annað.“ Flóki kinkar kolli. „Já, ef maður er að æfa þá er maður líka ekki heima hjá sér að hanga í símanum allan daginn. Maður hefur alltaf eitthvað að hugsa um: Ég er að fara á æfingu í kvöld. Þá er maður að hugsa um það og að undirbúa æfinguna.“ Stefanía kinkar kolli og er honum sammála. 

Íþróttir veita þeim gleði, tilgang og eitthvað til að vinna að. 

„Mér líður miklu betur ef ég hreyfi mig eitthvað.“
Stefanía Harðardóttir

Skróp

Minnihluti þátttakenda Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sagðist hafa skrópað í skólanum síðustu tvær vikur. Ekkert þeirra sem hér er rætt við hefur skrópað í skólanum frá skólasetningu Hagaskóla. Þau sögðust ekki heldur hafa gert það á síðustu önn. 

Skróp í tímaStrákar skrópa frekar en stelpur í skólanum.

Óðinn og Salvör eru nýkomin á unglingastig og finna fyrir auknu frelsi miðað við það sem þau þekktu á miðstigi. Þau fagna því að hafa aukið sjálfstæði og segja bæði auðveldara og skemmtilegra að mæta í skólann núna.

„Kennararnir á miðstigi og yngra stigi eru meira að hugsa um þig,“ segir Óðinn, og tekur fram að það sé eðlilegt því að þá séu nemendur yngri. Nú séu kennararnir meira að hugsa um kennsluna sjálfa. „Kennarinn er að hugsa um að kenna.“ Salvör tekur undir: „Sem er miklu betra, finnst mér. Manni líður betur.“ Óðinn er sammála því. 

Salvör BorgarsdóttirKann að meta meira frelsi í skólanum.

Þegar blaðakona segir Flóka og Stefaníu frá svörum Óðins og Salvarar brosa þau og segjast muna eftir sömu tilfinningu þegar þau fóru yfir á unglingastig. „Ég fann alveg fyrir þessu,“ segir Stefanía. „En maður er búinn að venjast því,“ bætir Flóki við.

Þreyta

Þreyta fer vaxandi með aldri nemenda í grunnskóla miðað við niðurstöður rannsóknarinnar. Stelpur í 9. og 10. bekk eru líka þreyttari en strákarnir, þótt lítill munur sé þar á. Helmingur unglingsstúlkna í 10. bekk segjast vera þreyttar í skólanum, en um þriðjungur stráka. 

„Ég er ekkert ótrúlega þreyttur. Mig langar bara að komast heim,“ útskýrir Óðinn og brosir léttilega. Salvör segist finna fyrir þreytu. „Ég sá að kannski myndi skólinn byrja klukkan 10 og mér finnst það ótrúlega góð hugmynd. Ég held að það væri betra fyrir unglinga.“

„Ég sá að kannski myndi skólinn byrja klukkan 10 og mér finnst það ótrúlega góð hugmynd.“
Salvör Borgarsdóttir

Aðspurð hvort hún væri þá til í að vera lengur fram eftir í skólanum, svarar Salvör: „Kannski.“ Óðinn bendir á að þarna myndi skapast flækjustig. „Þá myndirðu hugsa: Hvenær áttu æfingarnar þínar?“ og Salvör svarar: „Já, reyndar. Stundum er æfing klukkan hálf fjögur.“

Þreyta10. bekkingar eru þreyttari en aðrir.

Sátt við samskipti

Nemendurnir fjórir sem Heimildin ræddi við eru ánægð með samskipti fullorðinna og unglinga. Óðinn upplifir samskiptin almennt góð og Salvör slær á sama streng, en tekur þó fram að það komi fyrir að fullorðið fólk tali við unglinga eins og börn. „Síðan verða unglingarnir pirraðir og þá skilur þetta fólk það ekki,“ segir hún um fullorðna fólkið. 

Aðspurð hvort þau haldi að það sé öðruvísi að vera ung manneskja í dag en þegar foreldrar þeirra voru ungir, svara Flóki og Stefanía játandi. „Já, líklega, er ekki alltaf allt að breytast?“ spyr Flóki til baka. Stefanía nefnir að það sé auðveldara að komast í efni á netinu en áður og Flóki tekur undir. „Maður veit samt ekki hvernig samskiptin voru á þessum tíma. Þau gætu hafa verið eins að einhverju leyti, en ekkert alveg eins.“

Svör nemendanna veita innsýn inn í hugarheim ungs fólks í dag. Fyrir þeim er hjartans mál að stunda íþróttir og hitta vini. Þau mæta samviskusamlega í skólann, lesa sér til skemmtunar en segjast vera svolítið þreytt. Aukið sjálfstæði færir þeim gleði og þau kveðja blaðakonu brosandi um leið og þau halda út í nýja skólaárið.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár