Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ganga líklega út að lokinni skýrslutöku

Kon­urn­ar sem hlekkj­uðu sig við möst­ur tveggja hval­skipa í gær­morg­un verða ekki sett­ar í far­bann þrátt fyr­ir að Hval­ur hf. hafi lagt fram kær­ur á hend­ur þeim. „Ég reikna bara með því að þær gangi út að lok­inni skýrslu­töku,“ seg­ir Ás­geir Þór Ás­geirs­son, að­stoð­ar­lög­reglu­stjóri hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Ganga líklega út að lokinni skýrslutöku
Ásgeir Þór „Lögreglunni ber ekki að fæða og vökva fólk sem er að fremja lögbrot,“ segir aðstoðarlögreglustjórinn.

Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, telur nokkuð skýrt að konurnar sem klifruðu upp í möstur tveggja hvalskipa í gærmorgun í mótmælaskyni vegna fyrirhugaðra hvalveiða hafi framið lögbrot. Af þeim sökum hafi lögreglunni ekki verið skylt að koma til þeirra vatni og vistum. 

Hvalur hf. hefur kært konurnar fyrir húsbrot. Spurður hvort hann telji að konurnar hafi brotið lög segir Ásgeir:

„Við teljum okkur vera með það á hreinu.“

Hann vísar í 231. grein hegningarlaga sem segir: 

„Ef maður ryðst heimildarlaust inn í hús eða niður í skip annars manns, eða annan honum óheimilan stað, eða synjar að fara þaðan, þegar skorað er á hann að gera það, þá varðar það sektum eða [fangelsi] allt að 6 mánuðum.“

Ásgeir segir samt sem áður að húsbrot séu ekki með alvarlegri hegningarlagabrotum og því sé það ekki efni til þess að setja konurnar í farbann. 

„Ég reikna bara með því að þær gangi út að lokinni skýrslutöku.“

Konurnar klifruðu niður úr möstrunum síðdegis í dag og voru fluttar með lögreglubíl á lögreglustöð. Þar biðu þeirra sjúkraflutningamenn sem skoðuðu ástand þeirra, en önnur konan hafði verið án vatns síðan eldsnemma í gærmorgun. Ásgeir telur þó ekki að heilsufar þeirra hafi verið slæmt enda hafi þær komist sjálfar niður úr möstrunum, 

„Þetta fór vel, það slasaðist enginn þó einhverjir séu kannski svangir og þyrstir.

Telur lögregluna ekki hafa gert mistök

Mótmælendur og stuðningsfólk þeirra hafa gagnrýnt vinnubrögð lögreglu á svæðinu töluvert, m.a. það að lögreglan hafi tekið bakpoka annarrar konunnar svo hún var matar- og vatnslaus en ekki viljað færa henni vatn þegar eftir því var óskað.

„Lögreglunni ber ekki að fæða og vökva fólk sem er að fremja lögbrot,“ segir Ásgeir spurður um það. 

Jafnframt hafa viðbrögðin verið gagnrýnd vegna þess að sérsveitin var send á staðinn til þess að byrja með, þrátt fyrir að um friðsamleg mótmæli hafi verið að ræða. 

„Sérsveitin hefur mjög margar sérhæfingar sem snúa að björgun. Þeir eru með sérstaka þjálfun í að vinna með línur, harness, sigstóla og að tryggja fólk niður úr erfiðum aðstæðum. Það var sá eiginleiki sveitarinnar sem við vorum að leita í í gær.“

Eruð þið í einhverri sérstakri viðbragðsstöðu vegna mögulegra mótmæla í framhaldinu?

„Við erum bara rétt búin að ljúka þessu svo við sjáum bara hvað dagurinn ber í skauti sér,“ segir Ásgeir.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
6
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu