Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ganga líklega út að lokinni skýrslutöku

Kon­urn­ar sem hlekkj­uðu sig við möst­ur tveggja hval­skipa í gær­morg­un verða ekki sett­ar í far­bann þrátt fyr­ir að Hval­ur hf. hafi lagt fram kær­ur á hend­ur þeim. „Ég reikna bara með því að þær gangi út að lok­inni skýrslu­töku,“ seg­ir Ás­geir Þór Ás­geirs­son, að­stoð­ar­lög­reglu­stjóri hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Ganga líklega út að lokinni skýrslutöku
Ásgeir Þór „Lögreglunni ber ekki að fæða og vökva fólk sem er að fremja lögbrot,“ segir aðstoðarlögreglustjórinn.

Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, telur nokkuð skýrt að konurnar sem klifruðu upp í möstur tveggja hvalskipa í gærmorgun í mótmælaskyni vegna fyrirhugaðra hvalveiða hafi framið lögbrot. Af þeim sökum hafi lögreglunni ekki verið skylt að koma til þeirra vatni og vistum. 

Hvalur hf. hefur kært konurnar fyrir húsbrot. Spurður hvort hann telji að konurnar hafi brotið lög segir Ásgeir:

„Við teljum okkur vera með það á hreinu.“

Hann vísar í 231. grein hegningarlaga sem segir: 

„Ef maður ryðst heimildarlaust inn í hús eða niður í skip annars manns, eða annan honum óheimilan stað, eða synjar að fara þaðan, þegar skorað er á hann að gera það, þá varðar það sektum eða [fangelsi] allt að 6 mánuðum.“

Ásgeir segir samt sem áður að húsbrot séu ekki með alvarlegri hegningarlagabrotum og því sé það ekki efni til þess að setja konurnar í farbann. 

„Ég reikna bara með því að þær gangi út að lokinni skýrslutöku.“

Konurnar klifruðu niður úr möstrunum síðdegis í dag og voru fluttar með lögreglubíl á lögreglustöð. Þar biðu þeirra sjúkraflutningamenn sem skoðuðu ástand þeirra, en önnur konan hafði verið án vatns síðan eldsnemma í gærmorgun. Ásgeir telur þó ekki að heilsufar þeirra hafi verið slæmt enda hafi þær komist sjálfar niður úr möstrunum, 

„Þetta fór vel, það slasaðist enginn þó einhverjir séu kannski svangir og þyrstir.

Telur lögregluna ekki hafa gert mistök

Mótmælendur og stuðningsfólk þeirra hafa gagnrýnt vinnubrögð lögreglu á svæðinu töluvert, m.a. það að lögreglan hafi tekið bakpoka annarrar konunnar svo hún var matar- og vatnslaus en ekki viljað færa henni vatn þegar eftir því var óskað.

„Lögreglunni ber ekki að fæða og vökva fólk sem er að fremja lögbrot,“ segir Ásgeir spurður um það. 

Jafnframt hafa viðbrögðin verið gagnrýnd vegna þess að sérsveitin var send á staðinn til þess að byrja með, þrátt fyrir að um friðsamleg mótmæli hafi verið að ræða. 

„Sérsveitin hefur mjög margar sérhæfingar sem snúa að björgun. Þeir eru með sérstaka þjálfun í að vinna með línur, harness, sigstóla og að tryggja fólk niður úr erfiðum aðstæðum. Það var sá eiginleiki sveitarinnar sem við vorum að leita í í gær.“

Eruð þið í einhverri sérstakri viðbragðsstöðu vegna mögulegra mótmæla í framhaldinu?

„Við erum bara rétt búin að ljúka þessu svo við sjáum bara hvað dagurinn ber í skauti sér,“ segir Ásgeir.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
6
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár