Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ganga líklega út að lokinni skýrslutöku

Kon­urn­ar sem hlekkj­uðu sig við möst­ur tveggja hval­skipa í gær­morg­un verða ekki sett­ar í far­bann þrátt fyr­ir að Hval­ur hf. hafi lagt fram kær­ur á hend­ur þeim. „Ég reikna bara með því að þær gangi út að lok­inni skýrslu­töku,“ seg­ir Ás­geir Þór Ás­geirs­son, að­stoð­ar­lög­reglu­stjóri hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Ganga líklega út að lokinni skýrslutöku
Ásgeir Þór „Lögreglunni ber ekki að fæða og vökva fólk sem er að fremja lögbrot,“ segir aðstoðarlögreglustjórinn.

Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, telur nokkuð skýrt að konurnar sem klifruðu upp í möstur tveggja hvalskipa í gærmorgun í mótmælaskyni vegna fyrirhugaðra hvalveiða hafi framið lögbrot. Af þeim sökum hafi lögreglunni ekki verið skylt að koma til þeirra vatni og vistum. 

Hvalur hf. hefur kært konurnar fyrir húsbrot. Spurður hvort hann telji að konurnar hafi brotið lög segir Ásgeir:

„Við teljum okkur vera með það á hreinu.“

Hann vísar í 231. grein hegningarlaga sem segir: 

„Ef maður ryðst heimildarlaust inn í hús eða niður í skip annars manns, eða annan honum óheimilan stað, eða synjar að fara þaðan, þegar skorað er á hann að gera það, þá varðar það sektum eða [fangelsi] allt að 6 mánuðum.“

Ásgeir segir samt sem áður að húsbrot séu ekki með alvarlegri hegningarlagabrotum og því sé það ekki efni til þess að setja konurnar í farbann. 

„Ég reikna bara með því að þær gangi út að lokinni skýrslutöku.“

Konurnar klifruðu niður úr möstrunum síðdegis í dag og voru fluttar með lögreglubíl á lögreglustöð. Þar biðu þeirra sjúkraflutningamenn sem skoðuðu ástand þeirra, en önnur konan hafði verið án vatns síðan eldsnemma í gærmorgun. Ásgeir telur þó ekki að heilsufar þeirra hafi verið slæmt enda hafi þær komist sjálfar niður úr möstrunum, 

„Þetta fór vel, það slasaðist enginn þó einhverjir séu kannski svangir og þyrstir.

Telur lögregluna ekki hafa gert mistök

Mótmælendur og stuðningsfólk þeirra hafa gagnrýnt vinnubrögð lögreglu á svæðinu töluvert, m.a. það að lögreglan hafi tekið bakpoka annarrar konunnar svo hún var matar- og vatnslaus en ekki viljað færa henni vatn þegar eftir því var óskað.

„Lögreglunni ber ekki að fæða og vökva fólk sem er að fremja lögbrot,“ segir Ásgeir spurður um það. 

Jafnframt hafa viðbrögðin verið gagnrýnd vegna þess að sérsveitin var send á staðinn til þess að byrja með, þrátt fyrir að um friðsamleg mótmæli hafi verið að ræða. 

„Sérsveitin hefur mjög margar sérhæfingar sem snúa að björgun. Þeir eru með sérstaka þjálfun í að vinna með línur, harness, sigstóla og að tryggja fólk niður úr erfiðum aðstæðum. Það var sá eiginleiki sveitarinnar sem við vorum að leita í í gær.“

Eruð þið í einhverri sérstakri viðbragðsstöðu vegna mögulegra mótmæla í framhaldinu?

„Við erum bara rétt búin að ljúka þessu svo við sjáum bara hvað dagurinn ber í skauti sér,“ segir Ásgeir.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár