Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Milljón fyrir aðgerð sem ætti að kosta mest um 30 þúsund

Þrátt fyr­ir að hafa feng­ið sam­þykki frá Sjúkra­trygg­ing­um Ís­lands um greiðslu­þátt­töku þurfa kon­ur sem und­ir­gang­ast brjóstam­innk­un gjarn­an að greiða í kring­um eina millj­ón króna úr eig­in vasa. Ein þeirra hef­ur gert hlé á lyfja­með­ferð til þess að kom­ast í að­gerð­ina sem hún hélt að hún þyrfti ekki að borga fyr­ir. En nú er fram­hald­ið í lausu lofti og hún veit ekki hvenær hún get­ur tek­ið lyf­in sín næst.

Milljón fyrir aðgerð sem ætti að kosta mest um 30 þúsund
Peningar Læknar sem undirritað hafa samning við SÍ sjá sér ekki fært að framkvæma brjóstaminnkun vegna lágrar greiðslu frá SÍ. Því leita konur til lækna sem ekki eru á samningi og greiða um milljón fyrir aðgerðina. Mynd: Unsplash: Philippe Spitalier

Anna og Guðrún voru enn börn, rétt níu ára gamlar, þegar framan á þeim fóru að vaxa brjóst. Þau stækkuðu eftir því sem þær eltust og þegar þær voru komnar á fullorðinsaldurinn voru þau farin að valda þeim líkamlegum kvölum, hafa áhrif á svefngæði þeirra og daglegt líf. Í dag þurfa þær að leita í sjúkraþjálfun vikulega vegna þeirra bakverkja sem þyngd brjóstanna hefur valdið þeim.

Þær voru búnar að hugsa í áraraðir um að fara í brjóstaminnkun þegar þær loksins pöntuðu sér tíma hjá lýtalæknum á þessu ári.

Konurnar heita ekki Anna og Guðrún en kjósa að koma ekki fram undir sínum eigin nöfnum þar sem þær óttast að það gæti haft áhrif á læknismeðferð þeirra. Því verða þessi tvö algengustu eiginnöfn íslenskra kvenna notuð fyrir þær.

Brjóstaminnkun kostar um eina milljón króna á einkastofu. Hún er einnig framkvæmd á Landspítala en þar er biðlistinn langur og skilyrðin fyrir …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár