Anna og Guðrún voru enn börn, rétt níu ára gamlar, þegar framan á þeim fóru að vaxa brjóst. Þau stækkuðu eftir því sem þær eltust og þegar þær voru komnar á fullorðinsaldurinn voru þau farin að valda þeim líkamlegum kvölum, hafa áhrif á svefngæði þeirra og daglegt líf. Í dag þurfa þær að leita í sjúkraþjálfun vikulega vegna þeirra bakverkja sem þyngd brjóstanna hefur valdið þeim.
Þær voru búnar að hugsa í áraraðir um að fara í brjóstaminnkun þegar þær loksins pöntuðu sér tíma hjá lýtalæknum á þessu ári.
Konurnar heita ekki Anna og Guðrún en kjósa að koma ekki fram undir sínum eigin nöfnum þar sem þær óttast að það gæti haft áhrif á læknismeðferð þeirra. Því verða þessi tvö algengustu eiginnöfn íslenskra kvenna notuð fyrir þær.
Brjóstaminnkun kostar um eina milljón króna á einkastofu. Hún er einnig framkvæmd á Landspítala en þar er biðlistinn langur og skilyrðin fyrir …
Athugasemdir (1)