Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Milljón fyrir aðgerð sem ætti að kosta mest um 30 þúsund

Þrátt fyr­ir að hafa feng­ið sam­þykki frá Sjúkra­trygg­ing­um Ís­lands um greiðslu­þátt­töku þurfa kon­ur sem und­ir­gang­ast brjóstam­innk­un gjarn­an að greiða í kring­um eina millj­ón króna úr eig­in vasa. Ein þeirra hef­ur gert hlé á lyfja­með­ferð til þess að kom­ast í að­gerð­ina sem hún hélt að hún þyrfti ekki að borga fyr­ir. En nú er fram­hald­ið í lausu lofti og hún veit ekki hvenær hún get­ur tek­ið lyf­in sín næst.

Milljón fyrir aðgerð sem ætti að kosta mest um 30 þúsund
Peningar Læknar sem undirritað hafa samning við SÍ sjá sér ekki fært að framkvæma brjóstaminnkun vegna lágrar greiðslu frá SÍ. Því leita konur til lækna sem ekki eru á samningi og greiða um milljón fyrir aðgerðina. Mynd: Unsplash: Philippe Spitalier

Anna og Guðrún voru enn börn, rétt níu ára gamlar, þegar framan á þeim fóru að vaxa brjóst. Þau stækkuðu eftir því sem þær eltust og þegar þær voru komnar á fullorðinsaldurinn voru þau farin að valda þeim líkamlegum kvölum, hafa áhrif á svefngæði þeirra og daglegt líf. Í dag þurfa þær að leita í sjúkraþjálfun vikulega vegna þeirra bakverkja sem þyngd brjóstanna hefur valdið þeim.

Þær voru búnar að hugsa í áraraðir um að fara í brjóstaminnkun þegar þær loksins pöntuðu sér tíma hjá lýtalæknum á þessu ári.

Konurnar heita ekki Anna og Guðrún en kjósa að koma ekki fram undir sínum eigin nöfnum þar sem þær óttast að það gæti haft áhrif á læknismeðferð þeirra. Því verða þessi tvö algengustu eiginnöfn íslenskra kvenna notuð fyrir þær.

Brjóstaminnkun kostar um eina milljón króna á einkastofu. Hún er einnig framkvæmd á Landspítala en þar er biðlistinn langur og skilyrðin fyrir …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár