Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Níu af hverjum tíu starfandi sem bættust við á einu ári eru innflytjendur

Í byrj­un árs 2005 voru inn­flytj­end­ur sex pró­sent vinnu­afls­ins á Ís­landi. Fyr­ir þrett­án ár­um voru þeir níu pró­sent þess. Í dag vinna alls tæp­lega 52 þús­und inn­flytj­end­ur á Ís­landi og þeir eru 22,5 pró­sent starf­andi hér­lend­is.

Níu af hverjum tíu starfandi sem bættust við á einu ári eru innflytjendur
Störf Stór hluti þeirra starfa sem orðið hafa til í byggingargeiranum eru mönnum með innflytjendum. Sömu sögu er að segja um störf sem verða til í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Mynd: Davíð Þór

Alls voru 228.295 starfandi á íslenskum vinnumarkaði í lok júlí síðastliðins. Þar af voru innflytjendur 51.687 talsins. Það þýðir að innflytjendur eru nú 22,5 prósent vinnuaflsins. 

Síðastliðið ár hefur starfandi á Íslandi fjölgað um 7.902 talsins. Af þeim eru 6.892 innflytjendur en rétt rúmlega eitt þúsund eru með íslenskan bakgrunn. Það þýðir að 87 prósent þeirra starfa sem bæst hafa við íslenskan vinnumarkað frá júlí 2022 og til loka sama mánaðar ári síðar hafa verið mönnum með innflytjendum. 

Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. 

Umfang þeirra sem koma erlendis frá á íslenskum vinnumarkaði hefur vaxið gríðarlega á síðastliðnum árum, samhliða miklum uppgangi í ferðaþjónustu sem er mannaflsfrek atvinnugrein. Í byrjun árs 2005 voru einungis 9.220 innflytjendur starfandi á Íslandi og þeir þá um sex prósent allra starfandi. Fyrir 13 árum síðan voru innflytjendur á íslenskum vinnumarkaði 15.385 talsins, eða 36.302 færri en þeir eru í dag. Þá voru þeir níu prósent vinnuafls hérlendis. Fyrir fimm árum, þegar met var sett í komu ferðamanna til Íslands á einu ári, voru innflytjendurnir á íslenskum vinnumarkaði orðnir 39.754 og þeir tæplega 19 prósent vinnuaflsins. 

Ungt fólk sem leggur mikið til

Langflestir þeirra innflytjenda sem eru starfandi hérlendis eru á aldrinum 20 til 44 ára, eða alls 36.380 manns. Það þýðir að sjö af hverjum tíu innflytjendum sem eru starfandi eru á því aldursbili. Kynjaskiptingin er þannig að 56 prósent eru karlar en 44 prósent konur. 

Flestir sem hingað koma eru því ungir og tilbúnir á vinnumarkað. Í nýlegri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um efnahag Íslands kom skýrt fram það mat að um afar jákvæða þróun fyrir Ísland sé að ræða. Framlag innflytjenda til vergrar landsframleiðslu var áætlað rúmlega sex prósent árið 2030 og rúmlega tíu prósent árið 2040.

Vert er að taka fram að þar er varlega áætlað, enda tekur mat OECD ekki tillit til þeirrar miklu aukningar sem hefur orðið frá upphafi síðasta árs, þegar um eitt þúsund erlendir ríkisborgarar hafa að jafnaði flutt til landsins. 

Einn Hafnarfjörður plús einn Garðabær

Ofangreind þróun er mjög í takti við þá miklu samfélagslegu breytingu sem orðið hefur vegna aukningar á fjölda erlendra ríkisborgara sem setjast hér að. Samkvæmt síðustu birtu tölum Þjóðskrár voru alls 71.250 erlendir ríkisborgarar með skráða búsetu hérlendis í byrjun ágúst. Þeir eru nú 18 prósent allra íbúa landsins. Til samanburðar voru þeir 6,8 prósent íbúa landsins í lok árs 2009, en síðan þá hefur þeim fjölgað um næstum 50 þúsund. 

Á sama tíma hefur landsmönnum í heild fjölgað um 77.760 sem þýðir að næstum tveir af hverjum þremur íbúum sem bæst hafa við hafa komið utan frá. Önnur leið til að horfa á þessa þróun er að á tæplega 14 árum hefur erlendum ríkisborgurum hér á landi fjölgað jafn mikið og allur núverandi íbúafjöldi Hafnarfjarðar lagður saman við allan íbúafjölda Garðabæjar, en þar búa samtals um 50 þúsund manns. 

Ónáttúrulegt atvinnuleysi

Skráð atvinnuleysi á Íslandi í júlí var 2,8 prósent, sem er undir því sem kallast náttúrulegt atvinnuleysi, en Hagfræðistofnun Háskóla Íslands skilgreinir það á bilinu þrjú til fjögur prósent. Þar er um að ræða atvinnuleysi sem er til staðar meðal annars vegna þess að fólk skiptir um störf, er að ljúka námi eða flytur á milli staða og í flestum tilvikum tekur það einhvern tíma að finna nýtt starf og fólk er án atvinnu á meðan. 

Það sýndi sig í kórónuveirufaraldrinum að innflytjendur eru mun líklegri til að missa störf sín í kreppum en þeir sem eru með íslenskan bakgrunn. Það ræðst af því að þeir starfa mun frekar í þjónustugreinum á borð við ferðaþjónustu, í byggingaiðnaði og veitingageiranum. 

Erlendir ríkisborgarar eru líka hærra hlutfall atvinnulausra en aðrir, eða alls 48 prósent. Flestir atvinnuleitendur með erlendan ríkisborgararétt í júlílok komu frá Póllandi, eða 1.287 talsins. Það þýðir að 45 prósent allra erlendra atvinnuleitenda koma þaðan, en Pólverjar eru langstærsti hópur innflytjenda á Íslandi.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár