Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Níu af hverjum tíu starfandi sem bættust við á einu ári eru innflytjendur

Í byrj­un árs 2005 voru inn­flytj­end­ur sex pró­sent vinnu­afls­ins á Ís­landi. Fyr­ir þrett­án ár­um voru þeir níu pró­sent þess. Í dag vinna alls tæp­lega 52 þús­und inn­flytj­end­ur á Ís­landi og þeir eru 22,5 pró­sent starf­andi hér­lend­is.

Níu af hverjum tíu starfandi sem bættust við á einu ári eru innflytjendur
Störf Stór hluti þeirra starfa sem orðið hafa til í byggingargeiranum eru mönnum með innflytjendum. Sömu sögu er að segja um störf sem verða til í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Mynd: Davíð Þór

Alls voru 228.295 starfandi á íslenskum vinnumarkaði í lok júlí síðastliðins. Þar af voru innflytjendur 51.687 talsins. Það þýðir að innflytjendur eru nú 22,5 prósent vinnuaflsins. 

Síðastliðið ár hefur starfandi á Íslandi fjölgað um 7.902 talsins. Af þeim eru 6.892 innflytjendur en rétt rúmlega eitt þúsund eru með íslenskan bakgrunn. Það þýðir að 87 prósent þeirra starfa sem bæst hafa við íslenskan vinnumarkað frá júlí 2022 og til loka sama mánaðar ári síðar hafa verið mönnum með innflytjendum. 

Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. 

Umfang þeirra sem koma erlendis frá á íslenskum vinnumarkaði hefur vaxið gríðarlega á síðastliðnum árum, samhliða miklum uppgangi í ferðaþjónustu sem er mannaflsfrek atvinnugrein. Í byrjun árs 2005 voru einungis 9.220 innflytjendur starfandi á Íslandi og þeir þá um sex prósent allra starfandi. Fyrir 13 árum síðan voru innflytjendur á íslenskum vinnumarkaði 15.385 talsins, eða 36.302 færri en þeir eru í dag. Þá voru þeir níu prósent vinnuafls hérlendis. Fyrir fimm árum, þegar met var sett í komu ferðamanna til Íslands á einu ári, voru innflytjendurnir á íslenskum vinnumarkaði orðnir 39.754 og þeir tæplega 19 prósent vinnuaflsins. 

Ungt fólk sem leggur mikið til

Langflestir þeirra innflytjenda sem eru starfandi hérlendis eru á aldrinum 20 til 44 ára, eða alls 36.380 manns. Það þýðir að sjö af hverjum tíu innflytjendum sem eru starfandi eru á því aldursbili. Kynjaskiptingin er þannig að 56 prósent eru karlar en 44 prósent konur. 

Flestir sem hingað koma eru því ungir og tilbúnir á vinnumarkað. Í nýlegri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um efnahag Íslands kom skýrt fram það mat að um afar jákvæða þróun fyrir Ísland sé að ræða. Framlag innflytjenda til vergrar landsframleiðslu var áætlað rúmlega sex prósent árið 2030 og rúmlega tíu prósent árið 2040.

Vert er að taka fram að þar er varlega áætlað, enda tekur mat OECD ekki tillit til þeirrar miklu aukningar sem hefur orðið frá upphafi síðasta árs, þegar um eitt þúsund erlendir ríkisborgarar hafa að jafnaði flutt til landsins. 

Einn Hafnarfjörður plús einn Garðabær

Ofangreind þróun er mjög í takti við þá miklu samfélagslegu breytingu sem orðið hefur vegna aukningar á fjölda erlendra ríkisborgara sem setjast hér að. Samkvæmt síðustu birtu tölum Þjóðskrár voru alls 71.250 erlendir ríkisborgarar með skráða búsetu hérlendis í byrjun ágúst. Þeir eru nú 18 prósent allra íbúa landsins. Til samanburðar voru þeir 6,8 prósent íbúa landsins í lok árs 2009, en síðan þá hefur þeim fjölgað um næstum 50 þúsund. 

Á sama tíma hefur landsmönnum í heild fjölgað um 77.760 sem þýðir að næstum tveir af hverjum þremur íbúum sem bæst hafa við hafa komið utan frá. Önnur leið til að horfa á þessa þróun er að á tæplega 14 árum hefur erlendum ríkisborgurum hér á landi fjölgað jafn mikið og allur núverandi íbúafjöldi Hafnarfjarðar lagður saman við allan íbúafjölda Garðabæjar, en þar búa samtals um 50 þúsund manns. 

Ónáttúrulegt atvinnuleysi

Skráð atvinnuleysi á Íslandi í júlí var 2,8 prósent, sem er undir því sem kallast náttúrulegt atvinnuleysi, en Hagfræðistofnun Háskóla Íslands skilgreinir það á bilinu þrjú til fjögur prósent. Þar er um að ræða atvinnuleysi sem er til staðar meðal annars vegna þess að fólk skiptir um störf, er að ljúka námi eða flytur á milli staða og í flestum tilvikum tekur það einhvern tíma að finna nýtt starf og fólk er án atvinnu á meðan. 

Það sýndi sig í kórónuveirufaraldrinum að innflytjendur eru mun líklegri til að missa störf sín í kreppum en þeir sem eru með íslenskan bakgrunn. Það ræðst af því að þeir starfa mun frekar í þjónustugreinum á borð við ferðaþjónustu, í byggingaiðnaði og veitingageiranum. 

Erlendir ríkisborgarar eru líka hærra hlutfall atvinnulausra en aðrir, eða alls 48 prósent. Flestir atvinnuleitendur með erlendan ríkisborgararétt í júlílok komu frá Póllandi, eða 1.287 talsins. Það þýðir að 45 prósent allra erlendra atvinnuleitenda koma þaðan, en Pólverjar eru langstærsti hópur innflytjenda á Íslandi.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
6
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár