Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Níu af hverjum tíu starfandi sem bættust við á einu ári eru innflytjendur

Í byrj­un árs 2005 voru inn­flytj­end­ur sex pró­sent vinnu­afls­ins á Ís­landi. Fyr­ir þrett­án ár­um voru þeir níu pró­sent þess. Í dag vinna alls tæp­lega 52 þús­und inn­flytj­end­ur á Ís­landi og þeir eru 22,5 pró­sent starf­andi hér­lend­is.

Níu af hverjum tíu starfandi sem bættust við á einu ári eru innflytjendur
Störf Stór hluti þeirra starfa sem orðið hafa til í byggingargeiranum eru mönnum með innflytjendum. Sömu sögu er að segja um störf sem verða til í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Mynd: Davíð Þór

Alls voru 228.295 starfandi á íslenskum vinnumarkaði í lok júlí síðastliðins. Þar af voru innflytjendur 51.687 talsins. Það þýðir að innflytjendur eru nú 22,5 prósent vinnuaflsins. 

Síðastliðið ár hefur starfandi á Íslandi fjölgað um 7.902 talsins. Af þeim eru 6.892 innflytjendur en rétt rúmlega eitt þúsund eru með íslenskan bakgrunn. Það þýðir að 87 prósent þeirra starfa sem bæst hafa við íslenskan vinnumarkað frá júlí 2022 og til loka sama mánaðar ári síðar hafa verið mönnum með innflytjendum. 

Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. 

Umfang þeirra sem koma erlendis frá á íslenskum vinnumarkaði hefur vaxið gríðarlega á síðastliðnum árum, samhliða miklum uppgangi í ferðaþjónustu sem er mannaflsfrek atvinnugrein. Í byrjun árs 2005 voru einungis 9.220 innflytjendur starfandi á Íslandi og þeir þá um sex prósent allra starfandi. Fyrir 13 árum síðan voru innflytjendur á íslenskum vinnumarkaði 15.385 talsins, eða 36.302 færri en þeir eru í dag. Þá voru þeir níu prósent vinnuafls hérlendis. Fyrir fimm árum, þegar met var sett í komu ferðamanna til Íslands á einu ári, voru innflytjendurnir á íslenskum vinnumarkaði orðnir 39.754 og þeir tæplega 19 prósent vinnuaflsins. 

Ungt fólk sem leggur mikið til

Langflestir þeirra innflytjenda sem eru starfandi hérlendis eru á aldrinum 20 til 44 ára, eða alls 36.380 manns. Það þýðir að sjö af hverjum tíu innflytjendum sem eru starfandi eru á því aldursbili. Kynjaskiptingin er þannig að 56 prósent eru karlar en 44 prósent konur. 

Flestir sem hingað koma eru því ungir og tilbúnir á vinnumarkað. Í nýlegri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um efnahag Íslands kom skýrt fram það mat að um afar jákvæða þróun fyrir Ísland sé að ræða. Framlag innflytjenda til vergrar landsframleiðslu var áætlað rúmlega sex prósent árið 2030 og rúmlega tíu prósent árið 2040.

Vert er að taka fram að þar er varlega áætlað, enda tekur mat OECD ekki tillit til þeirrar miklu aukningar sem hefur orðið frá upphafi síðasta árs, þegar um eitt þúsund erlendir ríkisborgarar hafa að jafnaði flutt til landsins. 

Einn Hafnarfjörður plús einn Garðabær

Ofangreind þróun er mjög í takti við þá miklu samfélagslegu breytingu sem orðið hefur vegna aukningar á fjölda erlendra ríkisborgara sem setjast hér að. Samkvæmt síðustu birtu tölum Þjóðskrár voru alls 71.250 erlendir ríkisborgarar með skráða búsetu hérlendis í byrjun ágúst. Þeir eru nú 18 prósent allra íbúa landsins. Til samanburðar voru þeir 6,8 prósent íbúa landsins í lok árs 2009, en síðan þá hefur þeim fjölgað um næstum 50 þúsund. 

Á sama tíma hefur landsmönnum í heild fjölgað um 77.760 sem þýðir að næstum tveir af hverjum þremur íbúum sem bæst hafa við hafa komið utan frá. Önnur leið til að horfa á þessa þróun er að á tæplega 14 árum hefur erlendum ríkisborgurum hér á landi fjölgað jafn mikið og allur núverandi íbúafjöldi Hafnarfjarðar lagður saman við allan íbúafjölda Garðabæjar, en þar búa samtals um 50 þúsund manns. 

Ónáttúrulegt atvinnuleysi

Skráð atvinnuleysi á Íslandi í júlí var 2,8 prósent, sem er undir því sem kallast náttúrulegt atvinnuleysi, en Hagfræðistofnun Háskóla Íslands skilgreinir það á bilinu þrjú til fjögur prósent. Þar er um að ræða atvinnuleysi sem er til staðar meðal annars vegna þess að fólk skiptir um störf, er að ljúka námi eða flytur á milli staða og í flestum tilvikum tekur það einhvern tíma að finna nýtt starf og fólk er án atvinnu á meðan. 

Það sýndi sig í kórónuveirufaraldrinum að innflytjendur eru mun líklegri til að missa störf sín í kreppum en þeir sem eru með íslenskan bakgrunn. Það ræðst af því að þeir starfa mun frekar í þjónustugreinum á borð við ferðaþjónustu, í byggingaiðnaði og veitingageiranum. 

Erlendir ríkisborgarar eru líka hærra hlutfall atvinnulausra en aðrir, eða alls 48 prósent. Flestir atvinnuleitendur með erlendan ríkisborgararétt í júlílok komu frá Póllandi, eða 1.287 talsins. Það þýðir að 45 prósent allra erlendra atvinnuleitenda koma þaðan, en Pólverjar eru langstærsti hópur innflytjenda á Íslandi.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár