Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Níu af hverjum tíu starfandi sem bættust við á einu ári eru innflytjendur

Í byrj­un árs 2005 voru inn­flytj­end­ur sex pró­sent vinnu­afls­ins á Ís­landi. Fyr­ir þrett­án ár­um voru þeir níu pró­sent þess. Í dag vinna alls tæp­lega 52 þús­und inn­flytj­end­ur á Ís­landi og þeir eru 22,5 pró­sent starf­andi hér­lend­is.

Níu af hverjum tíu starfandi sem bættust við á einu ári eru innflytjendur
Störf Stór hluti þeirra starfa sem orðið hafa til í byggingargeiranum eru mönnum með innflytjendum. Sömu sögu er að segja um störf sem verða til í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Mynd: Davíð Þór

Alls voru 228.295 starfandi á íslenskum vinnumarkaði í lok júlí síðastliðins. Þar af voru innflytjendur 51.687 talsins. Það þýðir að innflytjendur eru nú 22,5 prósent vinnuaflsins. 

Síðastliðið ár hefur starfandi á Íslandi fjölgað um 7.902 talsins. Af þeim eru 6.892 innflytjendur en rétt rúmlega eitt þúsund eru með íslenskan bakgrunn. Það þýðir að 87 prósent þeirra starfa sem bæst hafa við íslenskan vinnumarkað frá júlí 2022 og til loka sama mánaðar ári síðar hafa verið mönnum með innflytjendum. 

Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. 

Umfang þeirra sem koma erlendis frá á íslenskum vinnumarkaði hefur vaxið gríðarlega á síðastliðnum árum, samhliða miklum uppgangi í ferðaþjónustu sem er mannaflsfrek atvinnugrein. Í byrjun árs 2005 voru einungis 9.220 innflytjendur starfandi á Íslandi og þeir þá um sex prósent allra starfandi. Fyrir 13 árum síðan voru innflytjendur á íslenskum vinnumarkaði 15.385 talsins, eða 36.302 færri en þeir eru í dag. Þá voru þeir níu prósent vinnuafls hérlendis. Fyrir fimm árum, þegar met var sett í komu ferðamanna til Íslands á einu ári, voru innflytjendurnir á íslenskum vinnumarkaði orðnir 39.754 og þeir tæplega 19 prósent vinnuaflsins. 

Ungt fólk sem leggur mikið til

Langflestir þeirra innflytjenda sem eru starfandi hérlendis eru á aldrinum 20 til 44 ára, eða alls 36.380 manns. Það þýðir að sjö af hverjum tíu innflytjendum sem eru starfandi eru á því aldursbili. Kynjaskiptingin er þannig að 56 prósent eru karlar en 44 prósent konur. 

Flestir sem hingað koma eru því ungir og tilbúnir á vinnumarkað. Í nýlegri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um efnahag Íslands kom skýrt fram það mat að um afar jákvæða þróun fyrir Ísland sé að ræða. Framlag innflytjenda til vergrar landsframleiðslu var áætlað rúmlega sex prósent árið 2030 og rúmlega tíu prósent árið 2040.

Vert er að taka fram að þar er varlega áætlað, enda tekur mat OECD ekki tillit til þeirrar miklu aukningar sem hefur orðið frá upphafi síðasta árs, þegar um eitt þúsund erlendir ríkisborgarar hafa að jafnaði flutt til landsins. 

Einn Hafnarfjörður plús einn Garðabær

Ofangreind þróun er mjög í takti við þá miklu samfélagslegu breytingu sem orðið hefur vegna aukningar á fjölda erlendra ríkisborgara sem setjast hér að. Samkvæmt síðustu birtu tölum Þjóðskrár voru alls 71.250 erlendir ríkisborgarar með skráða búsetu hérlendis í byrjun ágúst. Þeir eru nú 18 prósent allra íbúa landsins. Til samanburðar voru þeir 6,8 prósent íbúa landsins í lok árs 2009, en síðan þá hefur þeim fjölgað um næstum 50 þúsund. 

Á sama tíma hefur landsmönnum í heild fjölgað um 77.760 sem þýðir að næstum tveir af hverjum þremur íbúum sem bæst hafa við hafa komið utan frá. Önnur leið til að horfa á þessa þróun er að á tæplega 14 árum hefur erlendum ríkisborgurum hér á landi fjölgað jafn mikið og allur núverandi íbúafjöldi Hafnarfjarðar lagður saman við allan íbúafjölda Garðabæjar, en þar búa samtals um 50 þúsund manns. 

Ónáttúrulegt atvinnuleysi

Skráð atvinnuleysi á Íslandi í júlí var 2,8 prósent, sem er undir því sem kallast náttúrulegt atvinnuleysi, en Hagfræðistofnun Háskóla Íslands skilgreinir það á bilinu þrjú til fjögur prósent. Þar er um að ræða atvinnuleysi sem er til staðar meðal annars vegna þess að fólk skiptir um störf, er að ljúka námi eða flytur á milli staða og í flestum tilvikum tekur það einhvern tíma að finna nýtt starf og fólk er án atvinnu á meðan. 

Það sýndi sig í kórónuveirufaraldrinum að innflytjendur eru mun líklegri til að missa störf sín í kreppum en þeir sem eru með íslenskan bakgrunn. Það ræðst af því að þeir starfa mun frekar í þjónustugreinum á borð við ferðaþjónustu, í byggingaiðnaði og veitingageiranum. 

Erlendir ríkisborgarar eru líka hærra hlutfall atvinnulausra en aðrir, eða alls 48 prósent. Flestir atvinnuleitendur með erlendan ríkisborgararétt í júlílok komu frá Póllandi, eða 1.287 talsins. Það þýðir að 45 prósent allra erlendra atvinnuleitenda koma þaðan, en Pólverjar eru langstærsti hópur innflytjenda á Íslandi.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
5
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
6
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár