Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Helga Vala að hætta á þingi – Hefur ekkert með Kristrúnu að gera

Helga Vala Helga­dótt­ir, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur, er að hætta þing­mennsku og snúa sér að lög­fræðistörf­um. Hún seg­ir að þótt það „sé vin­sælt að teikna upp þá mynd að tvær kon­ur geti ekki ver­ið sam­an í her­bergi“ þá hafi brott­för henn­ar ekk­ert með Kristrúnu Frosta­dótt­ur að gera.

Helga Vala að hætta á þingi – Hefur ekkert með Kristrúnu að gera
Að hætta Helga Vala Helgadóttir hefur setið á þingi frá árinu 2017. Mynd: Bára Huld Beck

Helga Vala Helgadóttir, sem setið hefur á þingi fyrir Samfylkinguna síðan 2017, er að hætta þingmennsku. Hún ætlar að helga sig lögmannsstörfum og hefur virkjað lögmannsréttindi sín á ný. 

Í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í dag segist Helga Vala þó ekki vera að fara úr Samfylkingunni, sem mældist með 28,7 prósent fylgi í síðustu könnun Gallup og hefur ekki verið mæld með viðlíka stuðning síðan á vormánuðum ársins 2009. Ef fer sem horfir mun flokkurinn, sem hefur mælst stærsti flokkur landsins allt þetta ár, verða í góðri stöðu til að sitja í næstu ríkisstjórn. 

Helga Vala segir að útganga hennar snúist ekkert um Kristrúnu Frostadóttur, sem tók við sem formaður flokksins í fyrra. „Þótt það sé vinsælt að teikna upp þá mynd að tvær konur geti ekki verið saman í herbergi, þá er það bara ekki rétt og brottför mín hefur ekkert með hana að gera.“

Væri búin að skipta um flokk ef hún ætlaði sér það

Helga Vala bauð sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar árið 2020 gegn Heiðu Björgu Hilmisdóttur, en tapaði þeim slag. Hún leiddi svo lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum  2021 og var gerð að þingflokksformanni í kjölfarið. Sú staða breyttist í fyrrahaust, eftir að Kristrún Frostadóttir varð formaður Samfylkingarinnar. Kristrún ákvað að skipta um formann þingflokks og setja Loga Einarsson, fyrirrennara hennar á formannsstóli, í starfið en því fylgir meiri ábyrgð, áhrif og hærri laun. 

Helga Vala segir að ef hún ætlaði sér að skipta um flokk þá væri hún búinn að því. Tilboð þess efnis hefðu þegar borist. „Það gerðist þarna síðasta haust þegar mér var skipt út sem þingflokksformanni, þá héldu sumir að ég væri komin í svo mikla fýlu að ég væri á leið úr flokknum. En ég er ekki þar. Ég er ekki í pólitík fyrir mig og mína hatta.“ 

Jóhann Páll Jóhannsson, sem var í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í kjördæmi Helgu Völu, náði inn á þing í síðustu kosningum. Fyrsti varaþingmaður kjördæmisins, sem ætti að taka við af Helgu Völu, er Dagbjört Hákonardóttir.

Lítill stóriðjukrati

Í viðtalinu við Morgunblaðinu er Helga Vala spurð um sögur um að hún og Kristrún ættu ekki skap saman og gætu ekki unnið saman. Hún segist hafa heyrt þetta allt. „Fyrst átti þetta að vera milli hennar og Oddnýjar [G. Harðardóttur], en svo heyrði ég einhvern tala um að vinnustaðasálfræðingur hefði komið til aðstoðar vegna þess að mér og Kristrúnu kæmi ekki saman. Mér var a.m.k. ekki boðið í það partí og það hefur engum dottið í hug að spyrja mig hvort það væri fótur fyrir þessari sögu.“ 

Hún gengst þó við því að vera ekki sammála Kristrúnu um allt. „Það er ekkert leyndarmál að ég er mikill Evrópusinni og lítill stóriðjukrati. Og mitt erindi í pólitík er mannréttindi, réttindi fólks, jöfnuður. Þau mannréttindi geta verið efnahagsleg, náð til kynja, kynþátta, kynslóða … þess vegna steig ég inn.“

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Vilhjálmsson skrifaði
    Það segir mest að öfgahægrifasistarnir eru á móti henni. Þá hefur hún gert góða hluti og megum við styðja hana fyrir það.
    0
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Eftirsjá að henni, klárlega.
    6
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Það verður mikil eftirsjá í Helgu Völu. Slæmt að missa svo ötula baráttukonu mannréttinda út af Alþingi.
    6
  • GKÞ
    Guðni Kr. Þorvaldsson skrifaði
    Hvernig stendur á því að það fólk sem hefur eitthvað vit í hausnum yfirgefur oftast Alþingi mjög fljótlega, mikill missir af Helgu Völu, hugrekkið heiðarleikinn og manngæsku minnkar helling á Alþingi við að hún yfirgefur
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
5
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár