Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Landsbankinn og Arion búnir að hækka vexti og þeir farnir að nálgast ellefu prósent

Tveir af þrem­ur stærstu bönk­um lands­ins eru bún­ir að hækka vexti sína af óverð­tryggð­um íbúðalán­um á breyti­leg­um vöxt­um í takti við stýri­vaxta­hækk­un Seðla­banka Ís­lands. Hækk­un­in mun auka við greiðslu­byrði heim­ila lands­ins sem eru með slík lán, sem hef­ur í mörg­um til­vik­um tvö­fald­ast á skömm­um tíma.

Landsbankinn og Arion búnir að hækka vexti og þeir farnir að nálgast ellefu prósent
Bankastjóri Benedikt Gíslason stýrir Arion banka. Vextir þess banka á óverðtryggðum íbúðaánum á breytilegum vöxtum eru nú komnir upp í 10,89 prósent og eru sem stendur þeir hæstu sem í boði eru á slíkum lánum. Mynd: Arion banki

Bæði Landsbankinn og Arion banki hækkuðu vexti sína á íbúðalánum í dag. Báðir bankarnir hækkuðu vextina á breytilegum óverðtryggðum lánum í takti við stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands, eða um 0,5 prósentustig. Vextir Landsbankans á slíkum lánum eru nú 10,75 prósent og hjá Arion banka eru þeir komnir í 10,89 prósent. Búast má við því að Íslandsbanki hækki sína vexti á allra næstu dögum. 

Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti í fjórtánda sinn í röð í síðustu viku. Þeir eru nú orðnir 9,25 prósent og hafa ekki verið hærri síðan í desember 2009, eða í næstum 14 ár. 

Fyrir rúmlega tveimur árum voru breytilegir óverðtryggðir vextir stóru bankanna þriggja á bilinu 3,3 til 3,43 prósent. Samhliða vaxtahækkunum hefur greiðslubyrði heimila sem eru með slík lán í mörgum tilfellum tvöfaldast. Til merkis um það má nefna að vaxtagjöld heimila landsins jukust um 60 prósent milli fyrstu þriggja mánaða ársins í fyrra og sama tímabils í ár. Þeir voru samtals 31 milljarður króna frá áramótum og út marsmánuði. Síðan þá hafa stýrivextir hækkað um 1,75 prósentustig og því fyrirséð að vaxtakostnaðurinn mun halda áfram að aukast.

Stór stabbi að fara að losna

 Fjölmörg lán sem báru fasta vexti, og voru tekin á tímum þegar vextir voru í lágmarki, hafa verið að losna á undanförnum misserum. Um 650 milljarðar króna af slíkum lánum munu losna á árunum 2024 og 2025. Þeir sem ráða ekki við stökkbreytta greiðslubyrði af lánunum þegar það gerist hafa þá möguleika að lengja í lánunum eða skipta um lánaform. Það eru margir að gera.

Heimildin greindi frá því nýverið að í heimili landsins hafi aldrei tekið jafn háa krónutölu að láni verðtryggt með veði í íbúð og þau gerðu í júlí síðastliðnum. Aukningin milli júní og júlí var 118 prósent. Á sama tíma höfðu heimilin aldrei greitt upp jafn mikið af óverðtryggðum lánum á breytilegum vöxtum. 

Verðtryggð lán fela í sér lægri greiðslubyrði á mánuði en á móti leggjast verðbætur á höfuðstól lánanna sem gerir það að verkum að í mikilli verðbólgu gengur á eigið fé fólks í húsnæði sínu. Verðbólga er sem stendur 7,7 prósent og hækkaði milli mánaða. Illa hefur gengið að ráða niðurlögum hennar og hún er nú á breiðum grunni. 

Miklu meiri vaxtamunur á Íslandi

Í skýrslu starfshóps Lilju D. Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um greiningu á gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna sem birt var í vikunni kom meðal annars fram að stóru bankarnir þrír hafa aldrei skilað meiri arðsemi af undirliggjandi rekstri, sem að stærstum hluta snýst um vaxtatekjur, og þeir gera um þessar mundir. Arðsemi þeirra er hlutfallslega meiri en sambærilegra banka á Norðurlöndunum þrátt fyrir að íslensku bönkunum sé gert að halda á umtalsvert meira eigin fé en hinir til að mæta áföllum og mögulegri virðisrýrnun lána. 

Þá kom fram í skýrslunni að íslensku bankarnir hafi hagrætt umtalsvert í rekstri á síðustu árum en rekstrarkostnaður þeirra hefur farið úr því að vera 59 prósent af tekjum árið 2018 í að vera 47 prósent í fyrra. Á tímabilinu var bankaskatturinn líka lækkaður sem skilaði bönkunum tólf milljarða króna viðbótarhagnaði sem hefði annars endað í ríkissjóði. 

Þrátt fyrir þetta hefur vaxtamunur – munurinn á því sem þeir greiða í vexti af peningum sem þeir fá lánað og þeim vöxtum sem þeir innheimta fyrir að lána peninga út – þeirra aukist. Hann var 2,8 prósent árið 2018 en var á bilinu 2,9 til 3,2 prósent á fyrri hluta þessa árs. Til samanburðar var sá munur 1,6 prósent hjá sambærilegum bönkum á hinum Norðurlöndunum og 0,9 prósent hjá stærri norrænum bönkum.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár