Vaðlaheiðargöng hf., sem byggði og rekur samnefnd göng á Norðurlandi og eru í 93 prósent eigu íslenska ríkisins, töpuðu rúmlega 1,3 milljörðum króna á árinu 2022. Það er umtalsverð aukning á tapi frá árinu áður, þegar tapið var 885 milljónir króna.
Rekstrartekjur félagsins jukust lítillega milli ára, úr 603 í 641 milljón króna, en fyrir staka ferð fólksbíls í gegnum göngin þarf að greiða 1.650 krónur. Handbært fé um liðin áramót var einungis 56 milljónir króna.
Íslenska ríkið breytti fimm milljörðum króna af skuldum Vaðlaheiðarganga hf. við ríkissjóð í nýtt hlutafé í fyrra. Við það fór eignarhlutur þess úr 34 í 93 prósent. Auk þess samdi ríkið við félagið um að lengja í lánum þess til ársins 2057 þannig að það greiði um 200 milljónir króna á ári af því. Lánin voru gjaldfallin áður en samkomulag um þetta náðist í lok júní 2022, en upphaflegt samkomulag gerði ráð fyrir að …
Athugasemdir (6)