Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vaðlaheiðargöng töpuðu 1,3 milljörðum króna og ferðin komin í 1.650 krónur

Rík­ið breytti fimm millj­örð­um króna af skuld Vaðla­heið­ar­ganga við sig í hluta­fé í fyrra og á nú 93 pró­sent í fé­lag­inu, sem átti að vera einkafram­kvæmd. Þá lengdi það í lán­um Vaðla­heið­ar­ganga til árs­ins 2057. Sölu­tekj­ur fé­lags­ins juk­ust um tæp sjö pró­sent milli 2021 og 2022, eða um 40 millj­ón­ir króna.

Vaðlaheiðargöng hf., sem byggði og rekur samnefnd göng á Norðurlandi og eru í 93 prósent eigu íslenska ríkisins, töpuðu rúmlega 1,3 milljörðum króna á árinu 2022. Það er umtalsverð aukning á tapi frá árinu áður, þegar tapið var 885 milljónir króna. 

Rekstrartekjur félagsins jukust lítillega milli ára, úr 603 í 641 milljón króna, en fyrir staka ferð fólksbíls í gegnum göngin þarf að greiða 1.650 krónur. Handbært fé um liðin áramót var einungis 56 milljónir króna.

Íslenska ríkið breytti fimm millj­örðum króna af skuldum Vaðla­heið­ar­ganga hf. við rík­is­sjóð í nýtt hluta­fé í fyrra. Við það fór eignarhlutur þess úr 34 í 93 prósent. Auk þess samdi ríkið við félagið um að lengja í lánum þess til árs­ins 2057 þannig að það greiði um 200 millj­ónir króna á ári af því. Lánin voru gjald­fallin áður en sam­komu­lag um þetta náð­ist í lok júní 2022, en upp­haf­legt sam­komu­lag gerði ráð fyrir að …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðrún Ingimundardóttir skrifaði
    Ég nota Víkurskarðið er þarna á ferð að sumarlagi og skarðið er lægra en Hellisheiði syðri sem notuð er alla daga sem guð gefur til ferðalaga.
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Kjördæmasukk af stærri gerðinni, sem logið var í gang með óraunhæfri (skáldaðri) kostnaðaráætlun, þar sem allir óvissuþættir voru hunsaðir. Óttast að sagan geti endurtekið sig í öðru veldi annars staðar í sama kjördæmi.
    0
  • IA
    INGI ARASON skrifaði
    Þetta var og er góð framkvæmd. Þetta er eina stórframkvæmdin sem greidd er niður af notendum. Ríkið mun verða eigandinn á endanum þegar uppgreiðslu líkur. Skattgreiðendur hefur greitt allar aðrar stórframkvæmdir en Hvalfjarðargöngin og engin vælir yfir því. Engin þeirra gat staðið undir sér og munu aldrei gera. Og við erum ekki farin að minnast á Fjarðarheiðargöng sem boðin verða út í vetur og 60 milljörðum troðið ofan í skattgreiðendur.
    0
  • Gudmundur Ingolfsson skrifaði
    Hatast Heimildin við samgöngubætur úti á landi þar sem arðurinn verður til?
    -7
    • HJB
      Henry Júlíus Bæringsson skrifaði
      Mér finnst þetta ekki snúast um ást og hatur. Þessi framkvæmd og öll ákvarðanataka um þessa framkvæmd er skólabókardæmi um kjördæmapot, heimsku, og fádæma virðingarleysi fyrir almannafé.
      5
  • GHG
    Guðmundur H Guðjónsson skrifaði
    Var að fá reikning frá göngunum fyrir eina ferð í gegnum þau, sem hljóðar upp á 2.200 kr
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár