Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lítill munur á verði á bankaþjónustu og bankarnir hækka verðið oft í takt

Starfs­hóp­ur legg­ur til að sett verði upp vef­síða þar sem neyt­end­ur geti bor­ið sam­an verð á fjár­mála­þjón­ustu sem bank­arn­ir bjóða upp á. Sum þjón­ustu­gjöld séu ógagn­sæ og ekki sé alltaf ljóst hver kostn­að­ur banka er við að veita þjón­ust­una sem þeir rukka fyr­ir. Hún sé enda oft er ra­f­ræn eða sjálf­virk.

Lítill munur á verði á bankaþjónustu og bankarnir hækka verðið oft í takt

Lítil munur er á því verði sem viðskiptabankarnir íslensku: Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki rukka fyrir veitta bankaþjónustu og þeir hækka verð sín oft í takt. Þá eru sum þjónustugjöld sem eru innheimt ógagnsæ og ekki er alltaf ljóst hvað neytendur eru að greiða fyrir. Ekki er alltaf ljóst hver kostnaður bankans er við að veita þjónustuna, sem oft er rafræn eða sjálfvirk. Á sama tíma rukka íslensku bankarnir þó ekki sérstaklega fyrir stofnun bankareikninga eða aðgang að heimabanka en slík gjaldheimta er algeng á hinum Norðurlöndunum. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps Lilju D. Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um greiningu á gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna sem birt var í dag.

Þar kemur líka fram að verð á bankaþjónustu og þjónustugjöld greiðslukorta hafi almennt lækkað að raunvirði hjá íslensku viðskiptabönkunum þremur. Á tímabilinu 2018 til 2023 lækkaði verð á bankaþjónustu um 15 prósent og þjónustugjald greiðslukorta um 17 prósent að raunvirði. Lækkunin er hins vegar minni ef horft er lengra aftur í tímann, nánar tiltekið til 2013. Á síðastliðnum áratug hefur bankaþjónusta lækkað um fjögur prósent og þjónustugjald greiðslukorta um átta prósent. Það bendir til þess að um tíma hafi verðið hækkað umtalsvert, en síðan lækkað aftur.

Gengisálag heimilanna 6,6 milljarðar í fyrra

Skýrsluhöfundar áætla að heimilin hafi greitt bönkunum um 6,6 milljarða króna í gengisálag ofan á almennt gengi árið 2022 fyrir það að nota greiðslukort sín í erlendum færslum. Óvíst sé hversu stór hluti þessa gengisálags renni til erlendu kortafyrirtækjanna Visa og Mastercard. Til samanburðar, hefðu þessi viðskipti átt sér stað með reiðufé í stað greiðslukorta hefði gengisálag bankanna ofan á almennt gengi numið alls 4,9 milljörðum króna, eða 1,6 milljarði króna minna en í tilfelli greiðslukortaviðskipta. 

Að mati starfshópsins er gengisálagið sem bankarnir leggja á kortaviðskipti í erlendri mynt sé dulin og því sem um ógagnsæja gjaldtöku að ræða. Álagið kemur hvergi fram í gjaldskrám bankanna og virðist vera breytilegt milli gjaldmiðla og frá einum tíma til annars. Þá er reiknuð álagning íslensku bankanna á kortagengi í flestum tilfellum töluvert hærri en það álag sem hinir norrænu bankarnir rukka fyrir erlenda kortanotkun. 

Hjá dæmigerðu ungu pari getur kostnaður við gengisálag bankanna numið um 30 prósent af heildarkostnaði við bankaþjónustu á ári. 

Föst árgjöld fyrir greiðslukort og netbanka hérlendis eru sögð samkeppnishæf við það sem gengur og gerist hjá norrænum bönkum en færslu- og seðilgjöld skera sig úr í erlendum samanburði. Þessi kostnaður er hærri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum og í Noregi, þar sem hann er lægstur, er hann 39 prósent af kostnaðinum á Íslandi. 

Þrjú til fimm þúsund krónur á mánuði

Heilt yfir vegur bankakostnaður, að vaxtagjöldum undanskildum, þó ekki þungt í útgjöldum íslenskra heimila samkvæmt greiningunni. Í vísitölu neysluverðs eru áætluð útgjöld vegna bankaþjónustu um 0,4 prósent af heildarneysluútgjöldum meðalheimilis á Íslandi, án tillits til vaxtakostnaðar, og þjónustugjöld vegna greiðslukorta áætluð 0,1 prósent af heildarneyslu.

Til samanburðar nema útgjöld vegna matar og drykkjarvara 15,2 prósent af heildarneyslu, húsnæði, hita og rafmagns 30,2 prósent og ferða og flutninga 15,5 prósent. Sá fyrirvari er þó gerður í skýrslunni að mælingar Hagstofu Íslands, sem ofangreind greining byggir á, ná ekki til allra þjónustugjalda bankanna.

Í greiningu starfshópsins voru búin til tvær tilbúnar neyslukörfum til að kanna þetta. Í annarri var dæmigert ungt par sem greiddi á bilinu 72 til 80 þúsund krónur á ári fyrir fjölbreytta fjármálaþjónustu, eða 6.000 til 6.700 kr. á mánuð saman. Hvort þeirra var því að borga um þrjú þúsund krónur á mánuði að meðaltali, eða þar um bil. Kostnaður eldri einstaklings sem nýtir þjónustu í útibúum í meiri mæli var áætlaður um 60 þúsund krónur á ári eða tæpar fimm þúsund krónur á mánuði. 

Vilja að sett verði upp vefsíða

Starfshópurinn leggur fram fimm tillögur til úrbóta í skýrslunni, sem er alls 108 blaðsíður á lengd. Sú sem vekur mesta athygli er að hópurinn vill sett verði á fót samanburðarvefsjá á verði fyrir fjármálaþjónustu svo neytendur geti borið saman kjör milli samkeppnisaðila. Fyrirmynd af slíkri vefsíðu eru konsumenternas.se í Svíþjóð og finansportalen.no í Noregi.

Þar væru „allar helstu upplýsingar um fjármálaþjónustu veittar á skýran og aðgengilegan hátt og samanburður á kjörum fjármálastofnana gerður mögulegur út frá fjárhagslegum forsendum hvers og eins.“ Með þessu yrði dregið úr ógagnsæi og ýtt undir hreyfanleika viðskiptavina á bankamarkaði sem stuðlaði að aukinni samkeppni. 

Þá vill hópurinn að gagnsæi við gjaldtöku í greiðslumiðlun verði aukið og að eðlilegt væri að bankarnir veittu upplýsingar um gjaldtöku sína vegna notkunar á greiðslukortum í erlendri mynt. „Bönkum verði gert skylt að gera grein fyrir sundurliðaðri gjaldtöku sinni í mánaðarlegum eða ársfjórðungslegum yfirlitum sem birt yrðu viðskiptavinum.“

Fari svo að núverandi fyrirkomulagi, þar sem sérstakt kortagengi er tilgreint, verði viðhaldið vill starfshópurinn að viðskiptabönkunum verði gert að birta „sérstaklega samantekt í kortayfirlitunum yfir þá upphæð sem neytendur greiða bönkunum í formi gengisálags ofan á almennt gengi, sundurliðað niður á gjaldmiðla.“

Þá vill hópurinn að hagrætt verði í innlendri greiðslumiðlun í samræmi við ábendingar Seðlabanka Íslands til að draga úr kostnaði hennar, efla fjármálalæsi neytenda til að bæta kostnaðarvitund þeirra gagnvart fjármálaþjónustu og að stjórnvöld búi til „ramma og skýrar leikreglur og fyrirtæki setji fram upplýsingar og valmöguleika á skiljanlegan hátt.“

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Sú sem vekur mesta athygli er að hópurinn vill að sett verði á fót samanburðarvefsjá á verði fyrir fjármálaþjónustu"
    Þetta dugar skammt ef fólk er bara í viðskiptum við einn banka eins og er algengast.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár