Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fleishman í bobba

Sófa­kartafl­an rýn­ir í snemmmið­aldra hjón í krísu í þátt­un­um Fleis­hm­an is in trou­ble.

Fleishman í bobba
Snemmmiðaldra i krísu Hjónin eru leikin af Claire Danes og og Jesse Eisenberg.

Í síðustu viku rann það upp fyrir mér að ef ég geri ekkert í mínum málum, þá stefni ég hraðbyri inn í miðlífskrísu. Ef til vill var það melankólísk fegurð síðsumarsins sem hratt þessu ástandi af stað en líklegra þó var það sú uppgötvun að ég muni aldrei eignast fallega bárujárnssetrið við Suðurgötu 4.

Ég rölti framhjá húsinu í sólinni og dáðist að því eins og svo oft áður. Skyndilega laust því í kollinn á mér að ég væri orðin fullorðin og miðað við núverandi fjárhag myndi ég aldrei hafa efni á húsinu, sem ég hef látið mig dreyma um síðan ég var ungur léttgothari. Frávita af skelfingu rauk ég heim í blokkaríbúðina og faldi hrörnandi ásjónu mína undir sæng. Um kvöldið náði ég að sefa mig með óhóflegu sjónvarpsglápi og einhvern veginn vildi það til að þáttaröðin Fleishman is in trouble fann mig einmitt á þeirri stundu.

„Ef til vill var það melankólísk fegurð síðsumarsins sem hratt þessu ástandi af stað“

Þættirnir eru byggðir á samnefndri skáldsögu frá árinu 2019 eftir Taffy Brodesser-Akner og snúast um snemmmiðaldra hjón í krísu. Sagan fjallar meðal annars um samskipti gagnkynhneigðra para og sýnir á listilegan hátt hvernig stéttakvíði, krafan um hefðbundin kynhlutverk og streituvaldandi nútími geta leikið fólk grátt og skemmt ástarsambönd. Stefnumótasmáforrit koma einnig við sögu og það er átakanlegt að horfa á mann á mínum aldri fóta sig í þeim forgarði vítis í fyrsta sinn.

Uppbygging þáttanna og hvernig frásögnin færist frá eiginmanninum og loks til eiginkonunnar er einstaklega vel gert. Áhorfendur fá fyrst um sinn aðeins hálfa sögu en þegar heildarmyndin er teiknuð upp, kemur í ljós að sögur eru auðvitað aldrei einhliða, sér í lagi ekki þegar um er að ræða hjónaskilnaði. Hjónin eru leikin af Claire Danes og og Jesse Eisenberg. Sögumaður þáttanna er leikinn af Lizzy Caplan sem, á eftirminnilegan hátt, lék andfélagslegu kúl-stelpuna í myndinni Mean girls. Hún leikur þolinmóða æskuvinkonu eiginmannsins í þáttunum um Fleishman.

Þegar ég var unglingur lá ég í þáttunum My so called life. Mér þótti því viðeigandi að jafnaldra mín, Claire Danes, sem lék aðalhlutverkið í þeim þáttum, skyldi nú birtast mér aftur þegar ég rambaði á barmi sjálfsmyndarkreppu miðaldra konu.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sófakartaflan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu