Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fleishman í bobba

Sófa­kartafl­an rýn­ir í snemmmið­aldra hjón í krísu í þátt­un­um Fleis­hm­an is in trou­ble.

Fleishman í bobba
Snemmmiðaldra i krísu Hjónin eru leikin af Claire Danes og og Jesse Eisenberg.

Í síðustu viku rann það upp fyrir mér að ef ég geri ekkert í mínum málum, þá stefni ég hraðbyri inn í miðlífskrísu. Ef til vill var það melankólísk fegurð síðsumarsins sem hratt þessu ástandi af stað en líklegra þó var það sú uppgötvun að ég muni aldrei eignast fallega bárujárnssetrið við Suðurgötu 4.

Ég rölti framhjá húsinu í sólinni og dáðist að því eins og svo oft áður. Skyndilega laust því í kollinn á mér að ég væri orðin fullorðin og miðað við núverandi fjárhag myndi ég aldrei hafa efni á húsinu, sem ég hef látið mig dreyma um síðan ég var ungur léttgothari. Frávita af skelfingu rauk ég heim í blokkaríbúðina og faldi hrörnandi ásjónu mína undir sæng. Um kvöldið náði ég að sefa mig með óhóflegu sjónvarpsglápi og einhvern veginn vildi það til að þáttaröðin Fleishman is in trouble fann mig einmitt á þeirri stundu.

„Ef til vill var það melankólísk fegurð síðsumarsins sem hratt þessu ástandi af stað“

Þættirnir eru byggðir á samnefndri skáldsögu frá árinu 2019 eftir Taffy Brodesser-Akner og snúast um snemmmiðaldra hjón í krísu. Sagan fjallar meðal annars um samskipti gagnkynhneigðra para og sýnir á listilegan hátt hvernig stéttakvíði, krafan um hefðbundin kynhlutverk og streituvaldandi nútími geta leikið fólk grátt og skemmt ástarsambönd. Stefnumótasmáforrit koma einnig við sögu og það er átakanlegt að horfa á mann á mínum aldri fóta sig í þeim forgarði vítis í fyrsta sinn.

Uppbygging þáttanna og hvernig frásögnin færist frá eiginmanninum og loks til eiginkonunnar er einstaklega vel gert. Áhorfendur fá fyrst um sinn aðeins hálfa sögu en þegar heildarmyndin er teiknuð upp, kemur í ljós að sögur eru auðvitað aldrei einhliða, sér í lagi ekki þegar um er að ræða hjónaskilnaði. Hjónin eru leikin af Claire Danes og og Jesse Eisenberg. Sögumaður þáttanna er leikinn af Lizzy Caplan sem, á eftirminnilegan hátt, lék andfélagslegu kúl-stelpuna í myndinni Mean girls. Hún leikur þolinmóða æskuvinkonu eiginmannsins í þáttunum um Fleishman.

Þegar ég var unglingur lá ég í þáttunum My so called life. Mér þótti því viðeigandi að jafnaldra mín, Claire Danes, sem lék aðalhlutverkið í þeim þáttum, skyldi nú birtast mér aftur þegar ég rambaði á barmi sjálfsmyndarkreppu miðaldra konu.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sófakartaflan

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár