„Við gefumst aldrei upp!“ Einhvern veginn þannig mætti þýða slagorðið „Never Surrender!“ sem prentað hefur verið við fangamynd Trumps á alls kyns varning sem nú má kaupa á vefsíðu sem ætlað er að afla fjár fyrir framboð hans til embættis forseta Bandaríkjanna árið 2024. Varningurinn selst eins og heitar lummur og kosningasjóðurinn hefur gildnað allverulega frá því að fangamyndin komst í almenna dreifingu en hún hefur farið eins og eldur í sinu frá því á fimmtudag.
Eftir að Trump var kynnt ákæra í fangelsinu var hann látinn laus gegn tryggingu upp á 200 þúsund dali, sem samsvarar um 26,4 milljónum króna.
Á heimasíðu Trumps má finna orðsendingu frá honum sem var birt eftir birtingu myndarinnar. Þar segir Trump að hann hafi verið handtekinn og færður til fangelsisins í Fulton sýslu í Georgíu, sem sé alræmt fyrir ofbeldi, þrátt fyrir að hafa engan glæp framið. Það sé afskræming á réttlætinu og …
Athugasemdir (1)