Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Kosningasjóður Trumps gildnar í kjölfar fangamyndar

Á fyrsta sól­ar­hringn­um eft­ir að lög­regla mynd­aði Don­ald Trump í fang­elsi í Atlanta söfn­uð­ust um 550 millj­ón­ir króna í kosn­inga­sjóð hans. Ljóst er að rétt­ar­höld munu vefjast fyr­ir kosn­inga­bar­áttu for­set­ans fyrr­ver­andi.

Kosningasjóður Trumps gildnar í kjölfar fangamyndar
Fangamynd Þetta er fyrsta fangamyndin sem tekin er af manni sem gegnt hefur embætti forseta Bandaríkjanna. „Frægasta ljósmynd í heimi,“ segir listgagnrýnandinn Jerry Saltz um myndina sem farið hefur sem eldur í sinu frá því á fimmtudag.

„Við gefumst aldrei upp!“ Einhvern veginn þannig mætti þýða slagorðið „Never Surrender!“ sem prentað hefur verið við fangamynd Trumps á alls kyns varning sem nú má kaupa á vefsíðu sem ætlað er að afla fjár fyrir framboð hans til embættis forseta Bandaríkjanna árið 2024. Varningurinn selst eins og heitar lummur og kosningasjóðurinn hefur gildnað allverulega frá því að fangamyndin komst í almenna dreifingu en hún hefur farið eins og eldur í sinu frá því á fimmtudag.

Eftir að Trump var kynnt ákæra í fangelsinu var hann látinn laus gegn tryggingu upp á 200 þúsund dali, sem samsvarar um 26,4 milljónum króna.

Á heimasíðu Trumps má finna orðsendingu frá honum sem var birt eftir birtingu myndarinnar. Þar segir Trump að hann hafi verið handtekinn og færður til fangelsisins í Fulton sýslu í Georgíu, sem sé alræmt fyrir ofbeldi, þrátt fyrir að hafa engan glæp framið. Það sé afskræming á réttlætinu og …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár