Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kosningasjóður Trumps gildnar í kjölfar fangamyndar

Á fyrsta sól­ar­hringn­um eft­ir að lög­regla mynd­aði Don­ald Trump í fang­elsi í Atlanta söfn­uð­ust um 550 millj­ón­ir króna í kosn­inga­sjóð hans. Ljóst er að rétt­ar­höld munu vefjast fyr­ir kosn­inga­bar­áttu for­set­ans fyrr­ver­andi.

Kosningasjóður Trumps gildnar í kjölfar fangamyndar
Fangamynd Þetta er fyrsta fangamyndin sem tekin er af manni sem gegnt hefur embætti forseta Bandaríkjanna. „Frægasta ljósmynd í heimi,“ segir listgagnrýnandinn Jerry Saltz um myndina sem farið hefur sem eldur í sinu frá því á fimmtudag.

„Við gefumst aldrei upp!“ Einhvern veginn þannig mætti þýða slagorðið „Never Surrender!“ sem prentað hefur verið við fangamynd Trumps á alls kyns varning sem nú má kaupa á vefsíðu sem ætlað er að afla fjár fyrir framboð hans til embættis forseta Bandaríkjanna árið 2024. Varningurinn selst eins og heitar lummur og kosningasjóðurinn hefur gildnað allverulega frá því að fangamyndin komst í almenna dreifingu en hún hefur farið eins og eldur í sinu frá því á fimmtudag.

Eftir að Trump var kynnt ákæra í fangelsinu var hann látinn laus gegn tryggingu upp á 200 þúsund dali, sem samsvarar um 26,4 milljónum króna.

Á heimasíðu Trumps má finna orðsendingu frá honum sem var birt eftir birtingu myndarinnar. Þar segir Trump að hann hafi verið handtekinn og færður til fangelsisins í Fulton sýslu í Georgíu, sem sé alræmt fyrir ofbeldi, þrátt fyrir að hafa engan glæp framið. Það sé afskræming á réttlætinu og …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár