Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en 5 árum.

Samherji kynnti Síldarvinnsluna sem hluta af samstæðunni

Þeg­ar Sam­herji kynnti sam­stæð­una sína er­lend­is þá var Síld­ar­vinnsl­an kynnt sem upp­sjáv­ar­hluti henn­ar og mynd­ir birt­ar af starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Á Ís­landi hef­ur Sam­herji aldrei geng­ist við því að Síld­ar­vinnsl­an sé tengd­ur að­ili.

Samherji kynnti Síldarvinnsluna sem hluta af samstæðunni

Í glærukynningum Samherja, sem eru hluti af þeim gögnum sem Wikileaks hefur birt á netinu og eru rækilega merktar trúnaðarmál, má skýrt sjá að erlendis er Síldarvinnslan kynnt sem hluti af Samherjasamstæðunni. Á Íslandi hefur því hins vegar ætið verið haldið fram að Samherji og Síldarvinnslan séu ekki tengdir aðilar, þrátt fyrir að Samherji og tengdir aðilar eigi alls 49,9 prósent í Síldarvinnslunni og að Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, hafi verið stjórnarformaður Síldarvinnslunnar þangað til á mánudag, þegar hann steig tímabundið til hliðar úr þeim stóli. Eignarhaldið er með þeim hætti að Samherji á beint 44,6 prósent í Síldarvinnslunni en auk þess á Kald­bak­ur, félag í eigu Sam­herja, á 15 pró­sent hlut í öðru félagi sem á 5,3 pró­sent hlut í Síld­ar­vinnsl­unni.  

Í kynningu frá árunum 2011 og 2012, sem unnin var af Aðalsteini Helgasyni, fyrrverandi forstjóra Síldarvinnslunnar og yfirmanni Afríkuveiða Samherja, og Baldvini Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar Samherja og sonur Þorsteins Más, og sýnir starfsemi þess sem er kallað „Samherji Group“ er Síldarvinnslan flokkuð sem hluti af uppsjávarstarfsemi samstæðunnar.

Á Íslandi eru Samherji og Síldarvinnslan hins vegar ekki flokkuð sem tengdir aðilar. Raunar hafa báðir aðilar lagt sig mjög fram um að sannfæra stjórnvöld og almenning um að svo sé ekki. Í frétt sem birtist á vef Síldarvinnslunnar árið 2013, ári eftir að umrædd glærukynning var útbúin, var til að mynda verið að svara því sem fyrirtækið taldi vera „villandi fullyrðingar um tengsl Síldarvinnslunnar og Samherja, þar sem viðkomandi aðilar hafa vísvitandi reynt að gera eignarhald á Síldarvinnslunni hf. tortryggilegt.“

Ástæðan er sú að ef Sam­herji og Síld­ar­vinnslan væru flokk­aðir sem tengdir aðilar væru þeir komnir langt yfir það 12 pró­sent kvóta­há­mark sem eitt íslenskt sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, eða sam­stæða, má halda á. Sam­kvæmt lögum um stjórn fisk­veiða telj­ast aðilar tengdir ef „annar aðil­inn, ein­stak­lingur eða lög­að­ili, á beint eða óbeint meiri hluta hluta­fjár eða stofn­fjár í hinum aðil­anum eða fer með meiri hluta atkvæð­is­rétt­ar.“ 

Í sept­em­ber 2019 var Sam­herji með 7,1 pró­­sent kvót­ans. Útgerð­ar­fé­lag Akur­eyr­ar, sem er í 100 pró­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,3 pró­sent kvót­ans og Sæból fjár­fest­inga­fé­lag heldur á 0,64 pró­sent hans. Síld­­ar­vinnslan heldur á 5,3 pró­­sent allra afla­heim­ilda og sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækið Berg­­ur-Hug­inn er síðan með 2,3 pró­­sent kvót­ans en það er að öllu leyti í eigu Síld­­ar­vinnsl­unn­­ar. 

Úr kynningu sem stjórnendur Samherja unnu og er frá árinu 2012.

Sam­an­lagt er afla­hlut­­deild þess­­ara aðila er því rúm­lega 16,6 pró­­sent, eða langt yfir lög­bundnu hámarki, sem var sett til að koma í veg fyrir að of mikið af afla­heim­ildum myndi safn­ast á fárra hend­ur. 

Eft­ir­litið í molum

Rík­is­end­ur­skoðun benti á það í stjórn­sýslu­út­tekt á Fiski­stofu, sem birt var í jan­úar síð­ast­liðn­um, að hún kanni ekki hvort yfir­ráð tengdra aðila í sjáv­ar­út­vegi yfir afla­hlut­deildum væri í sam­ræmi við lög. Þ.e. að eft­ir­lits­að­il­inn með því að eng­inn hópur tengdra aðila ætti meira en 12 pró­sent af heild­ar­afla væri ekki að sinna því eft­ir­liti í sam­ræmi við lög. Hingað til hefur eft­ir­litið með þessu verið þannig háttað að starfs­menn frá Fiski­stofu hafa farið tvisvar á ári og spurt sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin um hversu miklum kvóta þau og tengdir aðilar halda á. Sam­kvæmt skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar var um tvö dags­verk að ræða á ári. „Fiski­stofa treystir nán­ast alfarið á til­kynn­ing­ar­skyldu fyr­ir­tækja við eft­ir­lit með sam­þjöppun afla­heim­ilda,“ segir í skýrsl­unni.

Ef ein­hver reyn­ist vera með yfir 12 pró­sent af kvót­an­um, sam­kvæmt eigin skil­grein­ingu á því hvað felist í tengdum aðil­um, þá fær við­kom­andi sex mán­uði til að kom­ast undir þak­ið. 

Rík­is­end­ur­skoðun sagði í skýrslu sinni að ráð­ast þyrfti í end­ur­skoðun á ákvæðum laga um stjórn fisk­veiða um „bæði yfir­ráð og tengsl aðila svo tryggja megi mark­visst eft­ir­lit með sam­þjöppun afla­heim­ilda“.

Í skýrsl­unni er líka rakið að Fiski­stofa hafi, á árunum 2009 og 2010, fram­kvæmt frum­kvæð­is­rann­sókn á Sam­herja, Síld­ar­vinnsl­unni og Gjög­ur, sem er næst stærsti eig­andi Síld­ar­vinnsl­unnar með 34,2 pró­sent eign­ar­hlut. Gjög­ur, sem er meðal ann­ars í eigu Björg­ólfs Jóhanns­son­ar, sitj­andi for­stjóra Sam­herja, og systk­ina hans, heldur einnig á 1,05 pró­sent alls kvóta um þessar mund­ir. Björgólfur er auk þess í stjórn Gjög­ur­s. 

Rík­is­end­ur­skoðun segir að sér­stakur vinnu­hópur Fiski­stofu hafi þá „til skoð­unar hvort telja ætti fyr­ir­tækin sem tengda aðila. Þau svör­uðu því til að engin rök væru fyrir því að Sam­herji og Gjögur færu með raun­veru­leg yfir­ráð yfir Síld­ar­vinnsl­unni. Rann­sóknin átti sam­kvæmt upp­lýs­ingum Rík­is­end­ur­skoð­unar stóran þátt í þeirri nið­ur­stöðu Fiski­stofu að erfitt sé að sýna fram á óbein yfir­ráð aðila yfir afla­hlut­deildum miðað við núgild­andi lög og færa rök fyrir því hvenær tveir eða fleiri aðilar skuli telj­ast tengd­ir[...]­Fiski­stofa hafi af þeim sökum ekki sinnt virku eft­ir­liti með tengslum fyr­ir­tækja sam­kvæmt ákvæð­in­u.“

Tveimur árum eftir að þessi skoðun var fram­kvæmd var Sam­herji að kynna Síld­ar­vinnsl­una sem hluta af sam­stæðu sinni í Afr­íku, sam­kvæmt áður­nefndri glæru­kynn­ing­u. 

Upp­sjáv­ar­starf­semi Sam­herja

Þessi mál er einnig rakin í bók­inni „Ekk­ert að fela – Á slóð Sam­herja í Afr­ík­u“, sem kom út síð­ast­lið­inn mánu­dag og er eftir þá Helga Selja, Aðal­stein Kjart­ans­son og Stefán Aðal­stein Drengs­son, sama teymi og vann Kveiks-þátt­inn um við­skipta­hætti fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu. Þar segir að í glæru­kynn­ingum sem höf­undar höfðu undir höndum hafi verið fjöl­margar myndir af starf­semi Sam­herja á Íslandi. „Til dæmis er mynd af athafna­svæði Síld­ar­vinnsl­unnar í Nes­kaup­stað, hinni risa­vöxnu kæli­geymslu, fisk­vinnslu og fiski­mjöls­verk­smiðju í fjarð­ar­botn­inum í Norð­firði sem Sam­herji kallar „upp­sjáv­ar­starf­semi Sam­herj­a“. 

Í bók­inni segir enn frem­ur: „Í sömu kynn­ingum er full­yrt að Sam­herji sé stærsta sjávar - útvegs­fyr­ir­tæki Íslands, og enn fremur stærsta upp­sjáv­ar­veiði­fyr­ir­tæki lands­ins. Sam­herji telst vera hvor­ugt, nema starf­semi Síld­ar­vinnsl­unnar sé talin hluti af Sam­herj­a.“

Úr glærukynningunni frá árinu 2012.

Þar er auk þess greint frá því að Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafi, í kjöl­far skoð­unar Fiski­stofu, ákveðið að kanna hvort að Sam­herji, Gjögur og Síld­ar­vinnslan væru ótengd líkt og þau hefðu haldið fram. „Sam­keppn­is­eft­ir­litið sagði um nið­ur­stöður frum­rann­sóknar sinn­ar: Rann­sókn máls­ins hefur leitt í ljós umtals­verða sam­vinnu milli þess­ara fyr­ir­tækja í útgerð, fisk­vinnslu og sölu afurða. Þá eiga Sam­herji og Gjögur full­trúa í stjórn Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Í ljósi þessa er það nið­ur­staða Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að óhjá­kvæmi­legt sé að hefja nýtt stjórn­sýslu­mál þar sem tekið verður til athug­unar hvort Síld­ar­vinnslan, Sam­herji og Gjögur hafi brotið gegn banni sam­keppn­islaga við sam­keppn­is­hamlandi sam­vinnu keppi­nauta. Nærri fimm árum síðar spurð­ist blaða­maður Frétta­blaðs­ins fyrir um gang rann­sókn­ar­inn­ar. Svörin sem hann fékk voru þau að rann­sókn­inni hefði verið hætt. Ekki vegna þess að til­efnið skorti, heldur vegna þess að málið hafði dagað uppi hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu vegna seina­gangs og því þótti ekki for­svar­an­legt annað en að ljúka því án nið­ur­stöðu. Það hefði ein­fald­lega verið of mikið að gera hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­in­u.“

Fjórir hópar með rúm­lega helm­ing kvót­ans

Sam­herj­a­sam­stæðan er ekki sú eina sem liggur undir grun um að vera komin vel yfir 12 pró­sent afla­hlut­deild­ar­mark­ið. Raunar liggur fyr­ir, líkt og Kjarn­inn greindi frá á mánu­dag, að Brim fór yfir það hámark fyrr í nóv­em­ber þegar stjórn þess sam­þykkti samn­inga um kaup á tveimur sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækjum í Hafn­­ar­­firði, Fisk­vinnsl­unni Kambi og Grá­brók. Sam­an­lagt kaup­verð nemur rúm­­lega þremur millj­­örðum króna. 

Stærsti eig­andi Brim er Útgerð­­ar­­fé­lag Reykja­vík­­­ur, sem á allt að 56 pró­­sent hlut í því félagi. Það félag var 1. sept­­em­ber síð­­ast­lið­inn með 3,9 pró­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. Auk þess var félagið Ögur­vík með 1,3 pró­­sent afla­hlut­­deild. Stærstu ein­­stöku eig­endur þess eru Guð­­mundur Krist­jáns­­son, aðal­­eig­andi Útgerð­­ar­­fé­lags Reykja­víkur og for­­stjóri Brims, og tvö syst­k­ini hans með sam­an­lagðan 36,66 pró­­sent end­an­­legan eign­­ar­hlut.

Sam­an­lagður kvóti þess­­ara þriggja félaga, sem eru ekki skil­­greind sem tengd, var því 15,6 pró­­sent í byrjun sept­­em­ber síð­­ast­lið­ins, og hið minnsta rúm­lega 17 pró­sent eins og er. 

Aðrir hópar eru líka stór­ir. Kaup­­fé­lag Skag­­firð­inga á til dæmis FISK Seafood, sem heldur á 5,3 pró­­sent heild­­ar­kvót­ans. FISK á 32,9 pró­­sent í Vinnslu­­stöð­inni í Vest­­manna­eyjum sem er með fimm pró­­sent heild­­ar­afla­hlut­­deild. Þá eign­að­ist FISK allt hlutafé í Soff­an­­ías Cecils­­son hf. síðla árs 2017, en það fyr­ir­tæki heldur á um 0,3 pró­­sent kvót­ans. Sam­tals nemur heild­­ar­kvóti þess­­ara þriggja aðila 10,6 pró­­sent. 

Vísi og Þor­birni í Grinda­vík halda síðan sam­an­lagt á 8,4 pró­­sent af heild­­ar­kvót­­an­um. Þau fyr­ir­tæki eru nú í sam­eig­ing­­ar­við­ræð­­um. Sam­an­lagt eru þessar fjórar blokkir því með vel yfir helm­ing alls úthlut­aðs kvóta, eða tæp­lega 53 pró­sent hið minnsta.

Nánir vinir en aldrei van­hæfur

Eftir að skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­unar um Fiski­stofu var birt í jan­úar skip­aði Krist­ján Þór Júl­í­us­son verk­efn­is­stjórn til að koma með til­lögur um bætt eft­ir­lit með fisk­veiði­auð­lind­inni. Hún átti meðal ann­ars að bregð­ast við ábend­ingum um þá stöðu að eft­ir­lit með kvóta­sam­þjöppun væri í mol­u­m. 

Krist­ján Þór og Þor­steinn Már Bald­vins­son eru nánir vin­ir. Auk þess var Krist­ján Þór stjórn­ar­for­maður Sam­herja um tíma fyrir tæpum tveimur ára­tugum og hefur farið á veiðar á skipum sam­stæð­unnar í þing­fr­íum í for­tíð­inni. Þegar Krist­ján Þór var gerður að sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra í rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur síðla árs 2017 skap­að­ist umræða um hæfi hans sam­kvæmt stjórn­sýslu­lögum til að koma að ákvörð­unum sem tengd­ust Sam­herja, í ljósi ofan­greindra tengsla. Krist­ján Þór sagði þá sjálfur að hann kunni að vera van­hæfur í málum sem tengj­ast Sam­herja. Í sam­tali við Stund­ina á þeim tíma sagði hann: „Komi upp mál sem snerta Sam­herja sér­stak­lega mun ég að sjálf­sögðu meta hæfi mitt í ljósi fram­an­greinds.“ Krist­ján Þór upp­lýsti um það á Alþingi 14. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn að hann hafi aldrei metið sig van­hæfan til að taka ákvarð­anir sem snerta Sam­herja.

Í gær, þriðju­dag, fund­aði rík­is­stjórn Íslands um „að­gerðir sínar til að auka traust á íslensku atvinnu­líf­i“. Ástæðan fyrir þessu var Sam­herj­a­mál­ið. Þar var til­greint um sjö aðgerðir sem grípa ætti til vegna þessa, þótt þorri þeirra hefði áður komið fram og væru ekki nýjar af nál­inni. Krist­ján Þór sat fund rík­is­stjórn­ar­innar og tók þátt í mótun aðgerð­anna sem eru til komnar vegna Sam­herj­a­máls­ins. 

Í morgun skrif­aði hann svo grein í Morg­un­blaðið þar sem hann sagði að í kjöl­far umræðu síð­ustu daga hefði hann óskað eftir því við nefnd­ina sem hann skip­aði til að taka á fram­fylgd laga um kvóta­þak, sem Sam­herji liggur undir grun um að hafa snið­geng­ið, að hún skili til­lögum þar að lút­andi fyrir 1. jan­úar 2020.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár