Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sjávarútvegurinn skapar skattadrottningar og -kónga

Þau sem greiða hæstu skatt­ana á sjö af tíu land­svæð­um hafa tengsl við sjáv­ar­út­veg. Þau tíu sem hæst­an skatt greiða á Reykja­nesi hafa öll tengsl við sjáv­ar­út­veg. Fjöl­mörg dæmi eru um fjöl­skyld­ur sem raða sér í efstu sæt­in á hverj­um stað fyr­ir sig.

Sjávarútvegurinn skapar skattadrottningar og -kónga

Tekjuhæstu Íslendingar síðasta árs, og þar með skattadrottningar og -kóngar í flestum umdæmum, tengjast sjávarútvegi. Það á við um Reykjanes, Suðurland, Vestmannaeyjar, Austurland, Vestfirði, Vesturland, Reykjavík og tvö af fimm sveitarfélögum öðrum á höfuðborgarsvæðinu, Hafnarfjörð og Garðabæ. Þá eru þeir sem eru í öðru sæti yfir hæstu skattgreiðslur bæði á Norðurlandi eystra og vestra úr sjávarútvegsgeiranum, sem og sá sem er í öðru sæti á Seltjarnarnesi.

Aðeins í Kópavogi og Mosfellsbæ má engan finna í röðum þeirra tíu sem hæsta skatta greiða sem hafa tengsl við sjávarútveg eða útgerð. Á Reykjanesi voru hins vegar öll þau sem röðuðu sér í tíu efstu sætin með tengsl við útgerð eða fiskvinnslu og í Vestmannaeyjum voru níu af tíu tekjuhæstu íbúunum á síðasta ári sjómenn eða með tengsl við útgerð og sjávarútveg.

Um helmingur allra þeirra sem eru í efstu sætum á umræddum svæðum hafa slík tengsl. Þá eru sex tekjuhæstu einstaklingarnir á …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2023

„Ég kvarta ekki undan því að borga skatt“
ViðtalHátekjulistinn 2023

„Ég kvarta ekki und­an því að borga skatt“

Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son rit­höf­und­ur hef­ur ver­ið kall­að­ur at­hafna­skáld fyr­ir að bæði skrifa bæk­ur en líka stunda „biss­ness“. Ólaf­ur er stadd­ur í Banda­ríkj­un­um þeg­ar hann tek­ur sím­ann en hann var í 26. sæti yf­ir tekju­hæstu Ís­lend­ing­ana ár­ið 2023. Ef hann fengi því ráð­ið myndi hann borga mest­an sinn skatt á Ís­landi enda bú­inn að borga nóg „fyr­ir vest­an“.
Ójöfnuður ósanngjarn en samt nauðsynlegur
SagaHátekjulistinn 2023

Ójöfn­uð­ur ósann­gjarn en samt nauð­syn­leg­ur

Nið­ur­stöð­ur ný­legr­ar rann­sókn­ar á við­horf­um ís­lensks al­menn­ings til ójafn­að­ar og fé­lags­legs rétt­læt­is sýna að stærst­ur hluti al­menn­ings er óánægð­ur með tekjuó­jöfn­uð og tel­ur ójöfn­uð við­hald­ast vegna þess að hinir ríku og valda­miklu hagn­ast á hon­um. Sami al­menn­ing­ur vill hins veg­ar ekki út­rýma ójöfn­uði með öllu vegna trú­ar á op­in tæki­færi og verð­leika.
Svona lítur íslenska hagkerfið út í dag
GreiningHátekjulistinn 2023

Svona lít­ur ís­lenska hag­kerf­ið út í dag

Ef tek­in væri ljós­mynd af ís­lenska hag­kerf­inu væru á henni flug­vél­ar, bið­skyldu­merki og 25 ára ung­menni í von­lausri leit að sinni fyrstu fast­eign. Ör vöxt­ur ferða­þjón­ust­unn­ar vek­ur ugg með­al hag­fræð­inga, en fjár­mála­ráð­gjafi seg­ir hann einnig stuðla að stöð­ug­leika krón­unn­ar og þeim lífs­gæð­um sem Ís­lend­ing­ar búa við í dag.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár