Tekjuhæstu Íslendingar síðasta árs, og þar með skattadrottningar og -kóngar í flestum umdæmum, tengjast sjávarútvegi. Það á við um Reykjanes, Suðurland, Vestmannaeyjar, Austurland, Vestfirði, Vesturland, Reykjavík og tvö af fimm sveitarfélögum öðrum á höfuðborgarsvæðinu, Hafnarfjörð og Garðabæ. Þá eru þeir sem eru í öðru sæti yfir hæstu skattgreiðslur bæði á Norðurlandi eystra og vestra úr sjávarútvegsgeiranum, sem og sá sem er í öðru sæti á Seltjarnarnesi.
Aðeins í Kópavogi og Mosfellsbæ má engan finna í röðum þeirra tíu sem hæsta skatta greiða sem hafa tengsl við sjávarútveg eða útgerð. Á Reykjanesi voru hins vegar öll þau sem röðuðu sér í tíu efstu sætin með tengsl við útgerð eða fiskvinnslu og í Vestmannaeyjum voru níu af tíu tekjuhæstu íbúunum á síðasta ári sjómenn eða með tengsl við útgerð og sjávarútveg.
Um helmingur allra þeirra sem eru í efstu sætum á umræddum svæðum hafa slík tengsl. Þá eru sex tekjuhæstu einstaklingarnir á …
Athugasemdir