Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Katrín um útlendingamálin: „Það er auðvelt að vera brjálaður úti í bæ“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra, seg­ir að „þeg­ar mað­ur sit­ur uppi með það að þurfa að leysa mál­in“ séu eng­ar auð­veld­ar lausn­ir þeg­ar fólk fær synj­un um vernd. Ít­ar­legt við­tal við Katrínu er birt í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar. 152 börn­um hef­ur ver­ið synj­að um vernd á ár­inu, flest yngri en 13 ára.

Katrín um útlendingamálin: „Það er auðvelt að vera brjálaður úti í bæ“
„Mjög til í þennan vetur“ Í viðtalinu ræðir Katrín einnig um ríkisstjórnarsamstarfið og átakalínurnar. Hvalveiðibannið, heilbrigðiskerfið, ójöfnuð, loftslagsmál, stjórnarskránna, hálendisþjóðgarð og komandi þingvetur. Hún segir frá því að hún hafi misst vini og vinkonur vegna pólitískra ákvarðana og að hún íhugi reglulega stöðu sína, nú síðast í sumar og niðurstaðan hafi verið að hún sé „mjög til í þennan vetur“. Mynd: Heiða Helgadóttir

Verndarsvið Útlendingastofnunar birtir upplýsingar um fjölda þeirra sem hafa sótt um vernd hér á landi, frá hvaða löndum þau koma, aldur þeirra og upplýsingar um hve mörgum hefur verið synjað og hve mörg hafa fengið samþykki um alþjóðlega vernd. Í nýjum upplýsingum um stöðuna frá janúar til júlí á þessu ári kemur fram að 864 einstaklingum var synjað um alþjóðlega vernd við efnislega meðferð á þessu tímabili. 284 fengu vernd. Þegar rýnt er nánar í tölurnar kemur í ljós að af þeim 864 sem var synjað voru 152 börn. Flest þeirra eru yngri en 13 ára eða 120 börn; 64 stelpur og 56 strákar. Alls hefur 68 börnum verið veitt vernd hér síðan í janúar.  

Flestum sem hefur verið synjað um vernd koma frá Venesúela eða 435 manneskjur, næst stærsti hópurinn er frá Kólumbíu og þar á eftir er fólk frá Sómalíu, Albaníu, Írak og Jórdaníu.
Flest þeirra sem hafa …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár