Verndarsvið Útlendingastofnunar birtir upplýsingar um fjölda þeirra sem hafa sótt um vernd hér á landi, frá hvaða löndum þau koma, aldur þeirra og upplýsingar um hve mörgum hefur verið synjað og hve mörg hafa fengið samþykki um alþjóðlega vernd. Í nýjum upplýsingum um stöðuna frá janúar til júlí á þessu ári kemur fram að 864 einstaklingum var synjað um alþjóðlega vernd við efnislega meðferð á þessu tímabili. 284 fengu vernd. Þegar rýnt er nánar í tölurnar kemur í ljós að af þeim 864 sem var synjað voru 152 börn. Flest þeirra eru yngri en 13 ára eða 120 börn; 64 stelpur og 56 strákar. Alls hefur 68 börnum verið veitt vernd hér síðan í janúar.
Flestum sem hefur verið synjað um vernd koma frá Venesúela eða 435 manneskjur, næst stærsti hópurinn er frá Kólumbíu og þar á eftir er fólk frá Sómalíu, Albaníu, Írak og Jórdaníu.
Flest þeirra sem hafa …
Athugasemdir