Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

„Græðgin er að drepa okkur“

Fjór­ir ein­stak­ling­ar svör­uðu því hver þeirra drauma­laun eru og gisk­uðu á það hverj­ar hæstu heild­arárstekj­ur síð­asta árs voru. Ekk­ert þeirra hef­ur áhuga á að kom­ast á há­tekju­list­ann.

Gestir og gangandi í Kringlunni voru beðin um að giska á hæstu heildarárstekjur Íslendinga á síðasta ári. Svörin voru ólík og nokkrum milljörðum of lág. Einnig var fólk beðið um að segja þá upphæð sem þau myndu veita sér í laun ef það væri undir þeim sjálfum komið. Öll sögðust þau sátt við laun sem væru á bilinu 600–800 þúsund krónur, en það er rétt undir meðallaunum þeirra sem voru í fullri vinnu árið 2022 samkvæmt Hagstofunni. 

Brjálæði

Gríma Kóps heyrði að einhver hefði verið með 42 milljónir á mánuði á síðasta ári. Aðspurð hverjar hún haldi að mestu heildarárstekjurnar árið 2022 hafi verið svarar hún: „Alltof mikið.“

Gríma KópsSegir fólk ekki þurfa margar milljónir á mánuði.

Það voru fjórir milljarðar, hvað finnst þér um það?

Mér finnst þetta brjálæði. Bara munur á fólki í tekjum er brjálæði.

Finnst þér að það ætti að vera eitthvert þak á því hvað einstaklingur getur fengið háar tekjur?

Já, mér finnst það. Það mætti alveg vera.

Hverju myndi það breyta?

Mér finnst náttúrlega að þeir sem eru með lægstu launin eigi að fá hærri laun, mannsæmandi laun. Mér finnst brjálæði þegar fólk er með margar milljónir á mánuði því við vitum að við þurfum ekki margar milljónir á mánuði. Við eigum bara að vera svolítið raunsæ og ekki komin út í græðgi. Græðgin er að drepa okkur.

Værir þú til í að vera á svona hátekjulista einhvern tímann á lífsleiðinni?

Nei. Mér finnst nóg að hafa bara nóg fyrir mig. 

Ein spurning að lokum, ef þú fengir að velja launin þín alveg sjálf og gætir gefið þér hvað sem er, hvað myndirðu greiða þér í laun?

Mér finnst allt í lagi að vera með svona kannski 700–800 þúsund krónur á mánuði. Mér finnst að það ætti að vera svona ... en ef fólk á fyrirtæki og gengur vel finnst mér ekkert óeðlilegt að fólk geti borgað sér góð laun. En þegar bankastjórarnir eru með öll þessi laun, sem bera enga ábyrgð, bara bullshit.

Ekki meira en forsetinn

Leifur Guðmundsson er hugsi yfir því hverjar hæstu heildarárstekjurnar hafi verið. „Ég bara get ekki ímyndað mér það. Ég veit að það er alveg svakalega mikið.“

Leifur GuðmundssonTelur það ekki gott að vera of ríkur.

Rúmir fjórir milljarðar. Hvað finnst þér um það?

Ég bara ... já, já, það er alltof mikið. Ég kann ekki að ræða svona háar tölur.

Finnst þér að það ætti að vera eitthvert þak á því hvað fólk getur fengið miklar tekjur?

Já, það finnst mér. Bara ekkert meira en forsetinn allavega. 

Forsetinn væri þá þakið?

Já, mér finnst það bara eðlilegt. 

Værir þú til í að vera á svona hátekjulista einhvern tímann á lífsleiðinni?

Nei, ég held að það sé ekki gott að vera svona ríkur.

Ef þú gætir gefið þér hvað sem er í laun. Ef þú fengir bara alveg að ráða, hver væri svona þín draumatala?

600–800 þúsund krónur í mesta lagi. Ég hef ekkert að gera með meira. 

Til hamingju

Viktor Guðlaugsson giskar á að mestu heildarárstekjurnar hafi verið 300 milljónir króna. 

Viktor GuðlaugssonFinnur ekki fyrir löngun til að vera á hátekjulista.

Rúmir fjórir milljarðar.

Heyrðu, það ... ég óska viðkomandi bara til hamingju.

Finnst þér að það ætti að vera eitthvert þak á því hvað fólk getur verið með miklar heildarárstekjur? 

Ég held að það sé mjög erfitt að eiga við það því að ég veit ekki eiginlega hver ætti að setja þær reglur og hvernig ætti að framfylgja þeim. Þannig að ég sé nú ekki mikla möguleika á því, hins vegar held ég að það væri kannski ráð að skatta meira þessi ofurlaun svokölluðu. Ég held að það væri kannski svona það sem við gætum gert, en ég held að þessu verði aldrei handstýrt.

Værir þú til í að vera á svona lista einhvern tímann á lífsleiðinni?

Nei, ég held að ég hafi engar áhyggjur af því af því að mér liði ekkert betur með það.

Ef þú fengir að stjórna því alveg hvað þú værir með í mánaðarlaun, hvaða upphæð heldurðu að þú myndir velja þér?

Ég myndi nú bara velja mér upphæð sem myndi nægja mér vel til framfærslu svo ég gæti lifað svona mannsæmandi lífi og sú tala er náttúrlega afstæð því að auðvitað er lífsstíll fólks misjafn og þarfir manna og lífstilgangur mjög misjafn þannig að ég held að það sé erfitt að nefna einhverja tölu. Ég er nú eftirlaunamaður með þokkaleg eftirlaun og ég er bara mjög sáttur með það. 

Heimurinn þarf ekki milljarðamæringa

„Svona 300 milljónir. Ég veit það ekki,“ giskar Fanndís Fjóla Hávarðardóttir á að hæstu heildarárstekjur síðasta árs hafi verið.

Fanndís Fjóla HávarðardóttirMyndi borga sér 800 þúsund krónur á mánuði og málið dautt.

Sá sem var með mestu heildarárstekjurnar fékk rúma fjóra milljarða.

Já. Are we sure? Fjórir milljarðar!

Finnst þér að það ætti að vera eitthvert þak á hvað fólk getur grætt mikið eða á það bara að vera frjálst öllum að fá það sem þau vilja?

Málið er að heimurinn þarf ekki milljarðamæringa, það er bara málið. Þeir þurfa það ekki. Af hverju eru þið að hoarda svona mikinn pening? Það er engin ástæða til þess nema bara gloatið að eiga pening þannig, já.

Værir þú til í að vera á svona lista einhvern tímann á lífsleiðinni?

Nei. Ég er ekki nógu mikilvæg eða rík til að geta farið á þennan lista. 

Ef þú fengir að velja hvaða tölu sem er í mánaðarlaun, hvaða tölu heldurðu að þú myndir velja?

Fyrir eða eftir skatt?

Fyrir skatt.

Segi bara 800 þúsund fyrir skatt og málið dautt. Ég skal bara sætta mig við það.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2023

„Ég kvarta ekki undan því að borga skatt“
ViðtalHátekjulistinn 2023

„Ég kvarta ekki und­an því að borga skatt“

Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son rit­höf­und­ur hef­ur ver­ið kall­að­ur at­hafna­skáld fyr­ir að bæði skrifa bæk­ur en líka stunda „biss­ness“. Ólaf­ur er stadd­ur í Banda­ríkj­un­um þeg­ar hann tek­ur sím­ann en hann var í 26. sæti yf­ir tekju­hæstu Ís­lend­ing­ana ár­ið 2023. Ef hann fengi því ráð­ið myndi hann borga mest­an sinn skatt á Ís­landi enda bú­inn að borga nóg „fyr­ir vest­an“.
Ójöfnuður ósanngjarn en samt nauðsynlegur
SagaHátekjulistinn 2023

Ójöfn­uð­ur ósann­gjarn en samt nauð­syn­leg­ur

Nið­ur­stöð­ur ný­legr­ar rann­sókn­ar á við­horf­um ís­lensks al­menn­ings til ójafn­að­ar og fé­lags­legs rétt­læt­is sýna að stærst­ur hluti al­menn­ings er óánægð­ur með tekjuó­jöfn­uð og tel­ur ójöfn­uð við­hald­ast vegna þess að hinir ríku og valda­miklu hagn­ast á hon­um. Sami al­menn­ing­ur vill hins veg­ar ekki út­rýma ójöfn­uði með öllu vegna trú­ar á op­in tæki­færi og verð­leika.
Svona lítur íslenska hagkerfið út í dag
GreiningHátekjulistinn 2023

Svona lít­ur ís­lenska hag­kerf­ið út í dag

Ef tek­in væri ljós­mynd af ís­lenska hag­kerf­inu væru á henni flug­vél­ar, bið­skyldu­merki og 25 ára ung­menni í von­lausri leit að sinni fyrstu fast­eign. Ör vöxt­ur ferða­þjón­ust­unn­ar vek­ur ugg með­al hag­fræð­inga, en fjár­mála­ráð­gjafi seg­ir hann einnig stuðla að stöð­ug­leika krón­unn­ar og þeim lífs­gæð­um sem Ís­lend­ing­ar búa við í dag.

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
2
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
3
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
6
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
7
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
8
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
10
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu