Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur sagði í viðtali við Stundina árið 2020 að hann væri hættur í viðskiptum og þegar honum var tilkynnt um að hann væri í 26. sæti fyrir tekjuhæstu Íslendinga árið 2023 nefndi hann einmitt að hann hefði staðið við þau stóru orð. Hann hefur komið víða við í viðskiptalífinu, verið einn af stjórnendum stórfyrirtækisins Sony og var meira að segja einn af þeim sem bar ábyrgð á Playstation-leikjatölvunni. En svo hefur hann líka skrifað fjöldann allan af bókum og hlotið fyrir þær lof og verðlaun.
Ég er að hringja til að tilkynna þér að þú ert í 26. sæti yfir tekjuhæstu Íslendingana fyrir síðasta ár. Og í 8. sæti í Reykjavík!
Ó: Nú?
Hvernig blasir það við þér?
Ó: Sko, ég hef nú ekki séð þetta en ég kvarta ekki undan því að borga skatt. Það er betra …
Athugasemdir (2)