Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra undir 50 krónur í fyrsta sinn á árinu

Við­mið­un­ar­verð á bens­ín­lítra stend­ur nán­ast í stað milli mán­aða. Lík­legt inn­kaupa­verð hans hækk­ar hins veg­ar um tíu pró­sent, sem er í takti við þró­un á heims­mark­aði. Að óbreyttu má vænta hækk­un­ar á því verði sem neyt­end­ur þurfa að greiða.

Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra undir 50 krónur í fyrsta sinn á árinu
Bensínstöð Þrátt fyrir að þeim sem keyra um á rafbílum fjölgi hratt þá er langstærsti hluti íslenska bílaflotans enn knúinn áfram af jarðefnaeldsneyti. Mynd: Heiða Helgadóttir

Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra var 49,92 krónur um miðjan þennan mánuð. Það er í fyrsta sinn á þessu ári sem það hefur farið undir 50 krónur. Hlutur þeirra í hverjum seldum lítra náði sögulegum lágpunkti í byrjun síðasta sumars. Í maí 2022 fór hann niður í 31,24 krónur á lítra. Hálfu ári síðar stóð hann í 71,09 krónum á lítra, sem er hækkun upp á 128 prósent. Hlutur olíufélaganna nú er 56 prósent minni en hann var í desember í fyrra. 

Þetta kemur fram í nýrri bensínvakt Heimildarinnar. 

Viðmiðunarverð á bensínlítra stendur nánast í stað milli mánaða. Það er nú 303,8 krónur sem er tíu aurum meira en það var um miðjan júlí. Verðið hefur ekki verið jafn lágt í krónum talið og það hefur verið síðustu tvo mánuði síðan í apríl í fyrra. Hæst fór það í 341,9 krónur á lítra um mitt síðasta sumar. Þegar tekið er tillit til verðbólgu þá var hæsta verðið þó í apríl 2012, þegar lítrinn kostaði 401 krónur á núvirði. 

Viðmiðunarverðið miðar við næstlægstu verðtölu hverju sinni til að forðast áhrif tíma­bund­innar verð­sam­keppni á allra lægsta verð. Við­mið­un­ar­verðið er þó með lægstu verðum og sýnir þar með lægri hlut olíu­fé­lags­ins en reikna má með að raunin sé með­al­talið af öllu seldu bens­íni á land­inu.

Hækkanir gætu verið í kortunum

Þessi staða bendir til þess að það megi búast við töluverðum verðhækkunum á bensíni í nánustu framtíð. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um rúmlega tíu prósent á mánuði. Íslensku olíufélögin kaupa alla sína olíu af sama aðilum, Equinor í Noregi og eiga vanalega töluvert af birgðum. Líklegt innkaupaverð íslenskra olíufélaga ákvarðast einkum af heimsmarkaðsverði og gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadal. Samkvæmt útreikningum Bensínvaktarinnar hækkaði það um tíu prósent milli mánaða. Við næstu innkaup ætti innkaupaverðið samkvæmt öllu að hækka, og miðað við hvað hlutur olíufélaganna hefur dregist saman þá ætti það að leiða til hækkunar á smásöluverði. 

Hlutur rík­­­­­­­is­ins í hverjum seldum bens­ín­lítra sam­anstendur af virð­is­auka­skatti, almennu og sér­­­­­­­­­­­­­stöku bens­ín­gjaldi og kolefn­is­gjaldi. Alls er virðisaukahlutfallið sem leggst á bensínlítrann 19,35 prósent, almenna bensíngjaldið hækkaði úr 30,2 krónum í 32,5 krónur um síðustu áramót og sérstaka bensíngjaldið fór úr 48,7 krónum í 52,45 krónur. Þá hækkaði kolefnisgjaldið úr 10,5 krónum í 11,3 krónur. 

Alls tekur íslenska ríkið nú um 155,10 krónur af hverjum seldum lítra af bensíni, eða um 51 prósent. 

Gögn og aðferðafræði

Hér að ofan er birt niðurstaða útreikninga og áætlunar á því hvernig verð á lítra af bensíni skiptist milli aðila.

  • Viðmiðunarverð er fengið frá hugbúnaðarfyrirtækinu Seið ehf. sem meðal annars heldur úti síðunni Bensínverð.is og fylgst hefur með bensínverði á flestum bensínstöðum landsins daglega síðan 2007. Miðað er við næstlægstu verðtölu í yfirlitinu til að forðast að einhverju leyti áhrif tímabundinnar verðsamkeppni á allra lægsta verð. Viðmiðunarverðið er þó með lægstu verðum og sýnir þar með lægri hlut olíufélagsins en reikna má með að raunin sé meðaltalið af öllu seldu bensíni á landinu.

  • Hlutur ríkisins liggur ljós fyrir út frá sköttum sem eru ýmist fastir og hlutfallslegir. Upplýsingar um breytingar á skattalögum eru fengnar frá Viðskiptaráði sem fylgst hefur með slíkum breytingum um árabil.

  • Líklegt innkaupaverð er reiknað útfrá verði á bensíni til afhendingar í New York-höfn í upphafi mánaðar frá bandarísku orkustofnuninni EIA og miðgengi dollars gagnvart íslenskri krónu í yfirstandandi mánuði frá Seðlabanka Íslands. Í þessum útreikningum kann að skeika nokkru á hverjum tímapunkti vegna lagerstöðu, skammtímasveiflna á markaði o.s.frv. Nákvæmara væri að miða við verð á bensíni til afhendingar í Rotterdam, en verðupplýsingar þaðan liggja ekki fyrir á opnum gagnaveitum. Mismunur á verði í New York og Rotterdam er þó yfirleitt mjög lítill.

  • Hlutur olíufélags er loks reiknaður sem afgangsstærð enda haldgóðar upplýsingar um einstaka kostnaðarliði olíufélaganna ekki opinberar. Hafa ber í huga að þar sem viðmiðunarverð er með lægstu verðum á hverjum tíma er þessi liður ef til vill einhverju hærri sé litið til heildarviðskipta með bensín á Íslandi.

Verðupplýsingar miðast við verðlag hvers tíma. Gögnin eru uppfærð mánaðarlega í kringum 15. hvers mánaðar. Fyrirvari er gerður um skekkjumörk sem þó ættu í mesta lagi að nema fáeinum krónum á útreiknaða liði.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Stórfurðulegt að lögreglan fari fram með þessum hætti“
5
Fréttir

„Stór­furðu­legt að lög­regl­an fari fram með þess­um hætti“

Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir, formað­ur Blaða­manna­fé­lags Ís­lands, fagn­ar því að ára­langri rann­sókn Lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra á sex fjöl­miðla­mönn­um hafi loks­ins ver­ið felld nið­ur. Hún furð­ar sig á yf­ir­lýs­ingu sem lög­regla birti á sam­fé­lags­miðl­um og seg­ir hana ekki til þess fallna að auka traust al­menn­ings á lög­reglu og vinnu­brögð­um henn­ar í mál­inu.
Tillaga um aukinn meirihluta í framkvæmdastjórn lögð fram á sáttafundum
6
Fréttir

Til­laga um auk­inn meiri­hluta í fram­kvæmda­stjórn lögð fram á sátta­fund­um

Á sátta­fund­un­um sem haldn­ir voru með fyrr­ver­andi og ný­kjörn­um að­al­mönn­um í fram­kvæmda­stjórn Pírata voru ýms­ar til­lög­ur lagð­ar fram um hvernig skyldi haga starfi stjórn­ar næstu tvö ár­in. Heim­ild­in hef­ur áð­ur fjall­að um til­lög­una um stækka stjórn­ina. Önn­ur til­laga fjall­ar um að ákvarð­an­ir stjórn­ar þurfi auk­inn meiri­hluta at­kvæða að­al­manna til að vera sam­þykkt­ar.
Sumarið sem aldrei kom birtist í september
9
Fréttir

Sumar­ið sem aldrei kom birt­ist í sept­em­ber

Sept­em­ber hef­ur ver­ið sól­rík­ur og sum­ir vilja meina að sumar­ið hafi loks lát­ið sjá sig. Borg­ar­bú­ar hafa not­ið veð­ur­blíð­unn­ar í sól­inni sem hef­ur skin­ið skært, sól­skins­stund­ir eru yf­ir með­al­lagi sem hef­ur bet­ur gegn kuld­an­um. „Þetta eru kannski kær­kom­in ró­leg­heit,“ seg­ir Birg­ir Örn Hösk­ulds­son, veð­ur­fræð­ing­ur á Veð­ur­stofu Ís­lands.
Sér sóknarfæri fyrir „alvöru vinstri rödd“
10
Viðtal

Sér sókn­ar­færi fyr­ir „al­vöru vinstri rödd“

Svandís Svavars­dótt­ir tel­ur að þörf sé á að sterk vinstri rödd heyr­ist á Al­þingi og treyst­ir sér til þess að hafa þá rödd VG sterka. Hún seg­ir að Sam­fylk­ing­in hafi pakk­að sterk­um vinstri­mál­um sam­an og að í því fel­ist sókn­ar­færi fyr­ir VG. Svandís tel­ur stærstu áskor­an­ir sam­tím­ans ekki þannig vaxn­ar að kapí­tal­ism­inn sé svar­ið – ef fjár­magn sé eina hreyfiafl­ið í sam­fé­lag­inu sé­um við ekki á réttri leið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
4
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
Niðurskurðarstefnan komi aga á verkafólk en styrki hina ríku
9
Þekking

Nið­ur­skurð­ar­stefn­an komi aga á verka­fólk en styrki hina ríku

Ít­alski hag­fræði­pró­fess­or­inn Cl­ara E. Mattei hef­ur rann­sak­að sögu kapí­tal­ism­ans og hvernig helstu kenn­inga­smið­ir hag­fræð­inn­ar hafa um langt skeið stað­ið vörð um kapí­tal­ismann á kostn­að verka­fólks. Í bók sem Cl­ara gaf út fyr­ir tveim­ur ár­um rann­sak­ar hún upp­runa eins áhrifa­mesta hag­stjórn­ar­tæk­is kapí­tal­ism­ans, nið­ur­skurð­ar­stefn­una. Cl­ara sett­ist nið­ur með blaða­manni Heim­ild­ar­inn­ar og ræddi kenn­ing­ar sín­ar um nið­ur­skurð­ar­stefn­una og hlut­verk hag­fræð­inn­ar í heimi sem breyt­ist hratt.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
3
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
4
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
10
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár