Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skar upp herör gegn skipulagðri glæpastarfsemi og var myrtur

Um­fang eit­ur­lyfja­við­skipta hef­ur sett mark sitt á Ekvador og morð­tíðni er í hæstu hæð­um. For­setafram­bjóð­and­inn Fer­d­inand Villa­vicencio hafði heit­ið því að berj­ast gegn þess­ari þró­un en hann hef­ur nú ver­ið myrt­ur. Kjör­dag­ur hagg­ast ekki og kos­ið verð­ur 20. ág­úst.

Skar upp herör gegn skipulagðri glæpastarfsemi og var myrtur
Hinn myrti Ferdinand Villavicencio sést hér fyrir utan skrifstofur ríkissaksóknara í höfuðborg Ekvador, Quito. Rúmlega sólarhring síðar var hann allur. Mynd: AFP

Ferdinand Villavicencio lofar stuðningsfólki sínu að hann ætli að uppræta landlæga spillingu í Ekvador og gestir kosningafundarins í höfuðborginni Quito fagna ógurlega. Villavicencio segir áheyrendum að hann ætli sér að læsa landsins bófa á bak við lás og slá undir dynjandi lófataki. Andartökum síðar liggur Villavicencio í blóði sínu, myrtur. 

Þriggja daga þjóðarsorgar auk tveggja mánaðar neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Ekvador í kjölfar morðsins á forsetaframbjóðandanum Villavicencio. Villavicencio var ötull baráttumaður gegn spillingu í heimalandinu og talaði opinskátt um tengsl hins opinbera og skipulagðrar glæpastarfsemi. Ófriðaralda hefur gengið yfir landið að undanförnu sem helst má rekja til aukinnar eftirspurnar eftir kókaíni á heimsvísu, að því er fram kemur í umfjöllun New York Times, en mikið af því kókaíni sem endar í Evrópu hefur ferð sína yfir hafið frá Suður-Ameríku í Ekvador.

„Með lagi leynimorðingja og þremur kúlum í höfuðið var Fernando Villavicencio Valencia, forsetaframbjóðandi fyrir hreyfinguna Construye, myrtur miðvikudaginn 9. ágúst 2023,“ segir í frétt El Universo, en fjölmiðillinn heldur úti mest lesna dagblaði Ekvadors. 

Villavicencio var á leið af fundinum í bíl sinn, umkringdur stuðningsfólki og öryggisvörðum þegar skothríð hófst, að því er fram kemur í The Guardian. Þarlendir miðlar segja að um þrjátíu skotum hafi verið hleypt af í hamaganginum en níu slösuðust og einn sem grunaður er að hafa átt þátt að morðtilræðinu lést af sárum sínum. Í hópi hinna slösuðu var einn frambjóðandi til þingsins en þingkosningar fara fram samhliða forsetakosningunum þann 20. ágúst. Sex eru nú í haldi yfirvalda í Ekvador, grunaðir um morðið. Sexmenningarnir eiga það allir sameiginlegt að vera frá Kólumbíu.

Ekki óumdeildur sem þingmaður

Ferdinand Villavicencio var rétt innan við sextugt þegar hann var myrtur. Hann hafði starfað sem blaðamaður, aktívisti og sem þingmaður. Hann varð áberandi í heimalandinu eftir að hann hóf að gagnrýna Rafael Correa, fyrrum forseta landsins, og stefnu hans. Correa sem sat á valdastóli á milli 2007 og 2017 er enn mjög áhrifamikill í Ekvador. Sá frambjóðandi sem nýtur stuðnings Correa, Luisa González hefur að undanförnu leitt kannanir fyrir forsetakosningarnar.

Villavicencio skrifaði talsvert um meinta spillingu innan ríkisstjórnar Correa og fyrir vikið hlaut hann líflátshótanir. Hann leitaði öryggis í frumbyggjahéruðum Ekvadors í kjölfarið og hlaut að lokum pólitískt hæli í nágrannaríkinu Perú.

Villavicencio sneri á endanum aftur til Ekvador og var kjörinn á þing. Hann var ekki óumdeildur í störfum sínum á þingi en þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu hann fyrir að hafa staðið í vegi fyrir því að sitjandi forseti, Guillermo Lasso, yrði ákærður fyrir embættisafglöp fyrr á þessu ári. Villavicencio sat á þingi þar til í vor, þegar Lasso leysti þingið upp og boðaði til kosninga.

Tíðni morða í hæstu hæðum

Morðið hefur vakið mikla athygli en Villavicencio er fyrsti forsetaframbjóðandinn í sögu Ekvador sem ráðinn er af dögum. Í færslu á samfélagsmiðlinum X segir Lasso forseti að skipulagðri glæpastarfsemi sé um að kenna. „Ég er hneykslaður og miður mín vegna morðsins,“ ritar forsetinn.

Í umfjöllun New York Times kemur fram að íbúar Ekvador hafi fengið að kynnast algjörri umbreytingu á lífsgæðum sínum milli áranna 2005 og 2015. Milljónum íbúa landsins var lyft upp úr fátækt á þessum uppgangstíma sem upp var runninn þökk sé olíuiðnaði landsins. Mennta-, heilbrigðis- og önnur félagsleg kerfi nutu góðs af peningunum sem flæddu inn í landið þökk sé olíunni.

Á nýliðnum árum hefur eiturlyfjaiðnaðurinn aftur á móti sett strik í reikninginn. Hálfgerð vargöld ríkir í landinu og erlendar eiturlyfjaklíkur hafa náð miklum völdum innan Ekvador og tekið höndum saman við innlend gengi. Þessari þróun hefur fylgt mikil fjölgun á ofbeldisbrotum og morðtíðnin hefur farið mjög hratt upp á við.

Villavicencio vildi segja þessari þróun stríð á hendur.

Öryggi borgara kjósendum ofarlega í huga

Raunar var Villavicencio langt í frá eini frambjóðandinn sem setti lög og reglu á oddinn í kosningabaráttunni, enda er öryggi í landinu kjósendum ofarlega í huga. Hann skar sig því á engan hátt úr í baráttunni og var raunar ekki ofarlega á blaði af frambjóðendunum átta. Í umfjöllun Al Jazeera frá því fyrr í vikunni var hann til dæmis ekki á meðal fjögurra efstu frambjóðenda. 

Þar segir að stór hluti landsmanna hafi ekki mikla trú á því að sigurvegari kosninganna muni koma til með að bjarga landinu frá efnahagskröggum og öllu ofbeldinu. Fjöldi þeirra sem ætlar sér að skila auðu í kosningunum er ef til vill marks um það. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem gefnar voru út á þriðjudag ætluðu 16,8 prósent landsmanna að skila auðu. 

Milljónir hafa yfirgefið landið

Þá voru líka taldar mestar líkur á því að fara þyrfti í aðra umferð í kosningunum en frambjóðendur þurfa að fá meira en helming atkvæða til að ná kjöri. Þó nægja 40 prósent atkvæða ef munurinn á þeim frambjóðanda sem efstur er og þeim sem er í öðru sæti er meiri en 10 prósentustig. Hvort morði á Villavicencio muni þjappa þjóðinni betur saman á bak við einn frambjóðanda umfram aðra á svo eftir að koma í ljós. En eitt er víst, kosningar verða haldnar þann 20. ágúst.

Svo er spurning hvort enn fleiri Ekvadorar velji að „kjósa með fótunum“ í kjölfar morðsins. Á fyrri helmingi ársins flúðu rúmlega 800 þúsund íbúar Ekvador á aldrinum 18 til 45 ára landið, samkvæmt opinberum tölum. Í fyrra nam fjöldi þeirra Ekvadora sem yfirgaf heimalandið 1,4 milljónum.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár