Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skar upp herör gegn skipulagðri glæpastarfsemi og var myrtur

Um­fang eit­ur­lyfja­við­skipta hef­ur sett mark sitt á Ekvador og morð­tíðni er í hæstu hæð­um. For­setafram­bjóð­and­inn Fer­d­inand Villa­vicencio hafði heit­ið því að berj­ast gegn þess­ari þró­un en hann hef­ur nú ver­ið myrt­ur. Kjör­dag­ur hagg­ast ekki og kos­ið verð­ur 20. ág­úst.

Skar upp herör gegn skipulagðri glæpastarfsemi og var myrtur
Hinn myrti Ferdinand Villavicencio sést hér fyrir utan skrifstofur ríkissaksóknara í höfuðborg Ekvador, Quito. Rúmlega sólarhring síðar var hann allur. Mynd: AFP

Ferdinand Villavicencio lofar stuðningsfólki sínu að hann ætli að uppræta landlæga spillingu í Ekvador og gestir kosningafundarins í höfuðborginni Quito fagna ógurlega. Villavicencio segir áheyrendum að hann ætli sér að læsa landsins bófa á bak við lás og slá undir dynjandi lófataki. Andartökum síðar liggur Villavicencio í blóði sínu, myrtur. 

Þriggja daga þjóðarsorgar auk tveggja mánaðar neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Ekvador í kjölfar morðsins á forsetaframbjóðandanum Villavicencio. Villavicencio var ötull baráttumaður gegn spillingu í heimalandinu og talaði opinskátt um tengsl hins opinbera og skipulagðrar glæpastarfsemi. Ófriðaralda hefur gengið yfir landið að undanförnu sem helst má rekja til aukinnar eftirspurnar eftir kókaíni á heimsvísu, að því er fram kemur í umfjöllun New York Times, en mikið af því kókaíni sem endar í Evrópu hefur ferð sína yfir hafið frá Suður-Ameríku í Ekvador.

„Með lagi leynimorðingja og þremur kúlum í höfuðið var Fernando Villavicencio Valencia, forsetaframbjóðandi fyrir hreyfinguna Construye, myrtur miðvikudaginn 9. ágúst 2023,“ segir í frétt El Universo, en fjölmiðillinn heldur úti mest lesna dagblaði Ekvadors. 

Villavicencio var á leið af fundinum í bíl sinn, umkringdur stuðningsfólki og öryggisvörðum þegar skothríð hófst, að því er fram kemur í The Guardian. Þarlendir miðlar segja að um þrjátíu skotum hafi verið hleypt af í hamaganginum en níu slösuðust og einn sem grunaður er að hafa átt þátt að morðtilræðinu lést af sárum sínum. Í hópi hinna slösuðu var einn frambjóðandi til þingsins en þingkosningar fara fram samhliða forsetakosningunum þann 20. ágúst. Sex eru nú í haldi yfirvalda í Ekvador, grunaðir um morðið. Sexmenningarnir eiga það allir sameiginlegt að vera frá Kólumbíu.

Ekki óumdeildur sem þingmaður

Ferdinand Villavicencio var rétt innan við sextugt þegar hann var myrtur. Hann hafði starfað sem blaðamaður, aktívisti og sem þingmaður. Hann varð áberandi í heimalandinu eftir að hann hóf að gagnrýna Rafael Correa, fyrrum forseta landsins, og stefnu hans. Correa sem sat á valdastóli á milli 2007 og 2017 er enn mjög áhrifamikill í Ekvador. Sá frambjóðandi sem nýtur stuðnings Correa, Luisa González hefur að undanförnu leitt kannanir fyrir forsetakosningarnar.

Villavicencio skrifaði talsvert um meinta spillingu innan ríkisstjórnar Correa og fyrir vikið hlaut hann líflátshótanir. Hann leitaði öryggis í frumbyggjahéruðum Ekvadors í kjölfarið og hlaut að lokum pólitískt hæli í nágrannaríkinu Perú.

Villavicencio sneri á endanum aftur til Ekvador og var kjörinn á þing. Hann var ekki óumdeildur í störfum sínum á þingi en þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu hann fyrir að hafa staðið í vegi fyrir því að sitjandi forseti, Guillermo Lasso, yrði ákærður fyrir embættisafglöp fyrr á þessu ári. Villavicencio sat á þingi þar til í vor, þegar Lasso leysti þingið upp og boðaði til kosninga.

Tíðni morða í hæstu hæðum

Morðið hefur vakið mikla athygli en Villavicencio er fyrsti forsetaframbjóðandinn í sögu Ekvador sem ráðinn er af dögum. Í færslu á samfélagsmiðlinum X segir Lasso forseti að skipulagðri glæpastarfsemi sé um að kenna. „Ég er hneykslaður og miður mín vegna morðsins,“ ritar forsetinn.

Í umfjöllun New York Times kemur fram að íbúar Ekvador hafi fengið að kynnast algjörri umbreytingu á lífsgæðum sínum milli áranna 2005 og 2015. Milljónum íbúa landsins var lyft upp úr fátækt á þessum uppgangstíma sem upp var runninn þökk sé olíuiðnaði landsins. Mennta-, heilbrigðis- og önnur félagsleg kerfi nutu góðs af peningunum sem flæddu inn í landið þökk sé olíunni.

Á nýliðnum árum hefur eiturlyfjaiðnaðurinn aftur á móti sett strik í reikninginn. Hálfgerð vargöld ríkir í landinu og erlendar eiturlyfjaklíkur hafa náð miklum völdum innan Ekvador og tekið höndum saman við innlend gengi. Þessari þróun hefur fylgt mikil fjölgun á ofbeldisbrotum og morðtíðnin hefur farið mjög hratt upp á við.

Villavicencio vildi segja þessari þróun stríð á hendur.

Öryggi borgara kjósendum ofarlega í huga

Raunar var Villavicencio langt í frá eini frambjóðandinn sem setti lög og reglu á oddinn í kosningabaráttunni, enda er öryggi í landinu kjósendum ofarlega í huga. Hann skar sig því á engan hátt úr í baráttunni og var raunar ekki ofarlega á blaði af frambjóðendunum átta. Í umfjöllun Al Jazeera frá því fyrr í vikunni var hann til dæmis ekki á meðal fjögurra efstu frambjóðenda. 

Þar segir að stór hluti landsmanna hafi ekki mikla trú á því að sigurvegari kosninganna muni koma til með að bjarga landinu frá efnahagskröggum og öllu ofbeldinu. Fjöldi þeirra sem ætlar sér að skila auðu í kosningunum er ef til vill marks um það. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem gefnar voru út á þriðjudag ætluðu 16,8 prósent landsmanna að skila auðu. 

Milljónir hafa yfirgefið landið

Þá voru líka taldar mestar líkur á því að fara þyrfti í aðra umferð í kosningunum en frambjóðendur þurfa að fá meira en helming atkvæða til að ná kjöri. Þó nægja 40 prósent atkvæða ef munurinn á þeim frambjóðanda sem efstur er og þeim sem er í öðru sæti er meiri en 10 prósentustig. Hvort morði á Villavicencio muni þjappa þjóðinni betur saman á bak við einn frambjóðanda umfram aðra á svo eftir að koma í ljós. En eitt er víst, kosningar verða haldnar þann 20. ágúst.

Svo er spurning hvort enn fleiri Ekvadorar velji að „kjósa með fótunum“ í kjölfar morðsins. Á fyrri helmingi ársins flúðu rúmlega 800 þúsund íbúar Ekvador á aldrinum 18 til 45 ára landið, samkvæmt opinberum tölum. Í fyrra nam fjöldi þeirra Ekvadora sem yfirgaf heimalandið 1,4 milljónum.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár