Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Athvarf frá öllu áreitinu - „Við vonum að þetta verði normið“

Lít­ið ljós, eyrnatapp­ar og mjúk­ir púð­ar er með­al þess sem finna má í skyn­rým­inu Svig­rúm sem sett var upp í Iðnó vegna Hinseg­in daga. Þar er hægt að finna at­hvarf frá mann­mergð og há­værri tónlist, og ein­fald­lega hlaða batte­rí­in. Mó­berg Or­dal von­ar að skyn­rými sem þetta sé fram­tíð­in þeg­ar kem­ur að að­geng­is­mál­um, líkt og tákn­mál­stúlk­ar og ramp­ar.

„Þú ert stödd inni í Svigrúmi, Sensory Space, sem að við settum upp á Hinsegin dögum til að auka aðgengi skynsegin fólks og fólks með skynúrvinnsluvanda, eða í rauninni allra sem þurfa smá pásu, að hátíðarhöldunum,“ segir Móberg Ordal, eitt af þeim sem komu að hönnun Svigrúms sem er opið í Pride Center í Iðnó yfir Hinsegin daga. 

Skynsegin fólk, sem á ensku kallast neurodivergent, er til að mynda þau sem eru með einhverfu, ADHD eða kvíðaraskanir. Rýmið er þó öllum opið og ekkert þarf að útskýra af hverju fólk vill nýta sér það.

Mannmergð, hávaði og annað áreiti verður einfaldlega sumum um of og þá getur verið gott að leita í skynrými sem þetta til að fá smá hvíld og hlaða batteríin. 

Nauðsynlegt að fá hvíldMaría Logn Kristínar- Ólafsdóttir, Móberg Ordal og Kaamos Metsikkö sáu um útfærslu á hvíldarrýminu Svigrúm.

Hlutlaust og rólegt umhverfi

Svigrúm er á 2. hæð í Iðnó, á hægri hönd þegar gengið er inn í stóra salinn. Í rýminu er dregið úr utanaðkomandi skynáreiti á borð við ljós, hljóð og lykt, til að skapa hlutlaust og rólegt umhverfi sem gerir fólki kleift að slaka á og stilla sig af. 

Rýmið er hólfað niður til að hægt sé að vera út af fyrir sig, í því eru þægileg sæti, púðar, teppi og þyngingarteppi sem fólki er velkomið að nota. Gluggarnir eru opnir til að halda súrefnisflæði, draga úr lykt og koma í veg fyrir að of heitt verði í rýminu. Á borði við innganginn í rýmið má finna eyrnatappa og heyrnarhlífar, ásamt ýmiskonar fikt-dóti sem nota má til skynörvunar, svokallaðs stimming, meðan fólk er í rýminu.

Hugmyndin kemur frá Taugatjaldinu

Skynrýmið Svigrúm byggir á hugmynd Jaakko Jäntti sem ber heitið Neuro-Tent, eða Taugatjaldið. Það setti hann fyrst upp á finnskri teknótónlistarhátíð fyrir nokkrum árum, í þeim tilgangi að mæta þörfum einhverfra teknóaðdáenda og tónlistarfólks.

Víða í skólum um allan heim er einnig farið að setja upp skynrými sem börn geta leitað í til að erill og áreiti skóladagsins verði þeim ekki um megn. En fullorðið fólk þarf oft líka hvíld.

Jaakko er vinur Kaamos Metsikkö sem einnig kom að hönnuninni í Iðnó. Kaamos segir þau hafa getað litið til Taugatjaldsins sem fyrirmyndar og það hafi verið hjálplegt. Þau séu einnig þakklát fyrir að hafa fengið aðgang að þessu herbergi á vegum Hinsegin daga.

„Þetta snýst ekki um það heldur jöfn tækifæri, og það er það sem þetta Svigrúm gefur“
Móberg Ordal

Móberg segir skynrýmið hafa verið merkilega vel sótt. „Við vissum ekki alveg við hverju var að búast, hvort við ættum að gera ráð fyrir traffík allan daginn en kannski að enginn kæmi. Við hugsuðum að það eru táknmálstúlkar hér á öllum viðburðum og það eru rampar fyrir aðgengi, og það eru ekkert alltaf einhverjir sem þurfa rampinn eða þurfa táknmálstúlkinn en þetta snýst ekki um það heldur jöfn tækifæri, og það er það sem þetta Svigrúm gefur,“ segir Móberg.

Vonar að skynrými séu framtíðin

María Logn Kristínar- Ólafsdóttir segir Svigrúm hugsað sem hvíldarrými. „Þannig að það sem er mikið af frammi reynum við að hafa lítið af hér inni, þannig að við erum ekki með diskókúlur og ekki með háværa tónlist, og reynum að vera með þögn,“ segir hún. Raunar eru gerðar undantekningar fyrir einmitt þetta viðtal því dregið var eilítið frá gluggunum og gerð undanþága frá þagnarreglunni.

Hún segir að það einfaldlega að boðið sé upp á skynrými á viðburðum geti orðið til þess að fólk mæti sem annars hefði ekki treyst sér til þess. Kannski þurfi viðkomandi ekki að nýta rýmið, en það veiti hugarró að einfaldlega vita af því. 

Svigrúm verður opið á meðan hátíðardagskrá Hinsegin daga stendur yfir, og gera þau ráð fyrir að loka annað hvort á laugardagskvöld eða að morgni sunnudags. „Þá eru hvort eð er allir heima að hvíla sig,“ segir Móberg.

Spurt hvort skynrými sem þetta á viðburðum séu framtíðin segir hán: „Við vonum að þetta verði normið, rétt eins og táknmálstúlkar og rampar.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár