Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Athvarf frá öllu áreitinu - „Við vonum að þetta verði normið“

Lít­ið ljós, eyrnatapp­ar og mjúk­ir púð­ar er með­al þess sem finna má í skyn­rým­inu Svig­rúm sem sett var upp í Iðnó vegna Hinseg­in daga. Þar er hægt að finna at­hvarf frá mann­mergð og há­værri tónlist, og ein­fald­lega hlaða batte­rí­in. Mó­berg Or­dal von­ar að skyn­rými sem þetta sé fram­tíð­in þeg­ar kem­ur að að­geng­is­mál­um, líkt og tákn­mál­stúlk­ar og ramp­ar.

„Þú ert stödd inni í Svigrúmi, Sensory Space, sem að við settum upp á Hinsegin dögum til að auka aðgengi skynsegin fólks og fólks með skynúrvinnsluvanda, eða í rauninni allra sem þurfa smá pásu, að hátíðarhöldunum,“ segir Móberg Ordal, eitt af þeim sem komu að hönnun Svigrúms sem er opið í Pride Center í Iðnó yfir Hinsegin daga. 

Skynsegin fólk, sem á ensku kallast neurodivergent, er til að mynda þau sem eru með einhverfu, ADHD eða kvíðaraskanir. Rýmið er þó öllum opið og ekkert þarf að útskýra af hverju fólk vill nýta sér það.

Mannmergð, hávaði og annað áreiti verður einfaldlega sumum um of og þá getur verið gott að leita í skynrými sem þetta til að fá smá hvíld og hlaða batteríin. 

Nauðsynlegt að fá hvíldMaría Logn Kristínar- Ólafsdóttir, Móberg Ordal og Kaamos Metsikkö sáu um útfærslu á hvíldarrýminu Svigrúm.

Hlutlaust og rólegt umhverfi

Svigrúm er á 2. hæð í Iðnó, á hægri hönd þegar gengið er inn í stóra salinn. Í rýminu er dregið úr utanaðkomandi skynáreiti á borð við ljós, hljóð og lykt, til að skapa hlutlaust og rólegt umhverfi sem gerir fólki kleift að slaka á og stilla sig af. 

Rýmið er hólfað niður til að hægt sé að vera út af fyrir sig, í því eru þægileg sæti, púðar, teppi og þyngingarteppi sem fólki er velkomið að nota. Gluggarnir eru opnir til að halda súrefnisflæði, draga úr lykt og koma í veg fyrir að of heitt verði í rýminu. Á borði við innganginn í rýmið má finna eyrnatappa og heyrnarhlífar, ásamt ýmiskonar fikt-dóti sem nota má til skynörvunar, svokallaðs stimming, meðan fólk er í rýminu.

Hugmyndin kemur frá Taugatjaldinu

Skynrýmið Svigrúm byggir á hugmynd Jaakko Jäntti sem ber heitið Neuro-Tent, eða Taugatjaldið. Það setti hann fyrst upp á finnskri teknótónlistarhátíð fyrir nokkrum árum, í þeim tilgangi að mæta þörfum einhverfra teknóaðdáenda og tónlistarfólks.

Víða í skólum um allan heim er einnig farið að setja upp skynrými sem börn geta leitað í til að erill og áreiti skóladagsins verði þeim ekki um megn. En fullorðið fólk þarf oft líka hvíld.

Jaakko er vinur Kaamos Metsikkö sem einnig kom að hönnuninni í Iðnó. Kaamos segir þau hafa getað litið til Taugatjaldsins sem fyrirmyndar og það hafi verið hjálplegt. Þau séu einnig þakklát fyrir að hafa fengið aðgang að þessu herbergi á vegum Hinsegin daga.

„Þetta snýst ekki um það heldur jöfn tækifæri, og það er það sem þetta Svigrúm gefur“
Móberg Ordal

Móberg segir skynrýmið hafa verið merkilega vel sótt. „Við vissum ekki alveg við hverju var að búast, hvort við ættum að gera ráð fyrir traffík allan daginn en kannski að enginn kæmi. Við hugsuðum að það eru táknmálstúlkar hér á öllum viðburðum og það eru rampar fyrir aðgengi, og það eru ekkert alltaf einhverjir sem þurfa rampinn eða þurfa táknmálstúlkinn en þetta snýst ekki um það heldur jöfn tækifæri, og það er það sem þetta Svigrúm gefur,“ segir Móberg.

Vonar að skynrými séu framtíðin

María Logn Kristínar- Ólafsdóttir segir Svigrúm hugsað sem hvíldarrými. „Þannig að það sem er mikið af frammi reynum við að hafa lítið af hér inni, þannig að við erum ekki með diskókúlur og ekki með háværa tónlist, og reynum að vera með þögn,“ segir hún. Raunar eru gerðar undantekningar fyrir einmitt þetta viðtal því dregið var eilítið frá gluggunum og gerð undanþága frá þagnarreglunni.

Hún segir að það einfaldlega að boðið sé upp á skynrými á viðburðum geti orðið til þess að fólk mæti sem annars hefði ekki treyst sér til þess. Kannski þurfi viðkomandi ekki að nýta rýmið, en það veiti hugarró að einfaldlega vita af því. 

Svigrúm verður opið á meðan hátíðardagskrá Hinsegin daga stendur yfir, og gera þau ráð fyrir að loka annað hvort á laugardagskvöld eða að morgni sunnudags. „Þá eru hvort eð er allir heima að hvíla sig,“ segir Móberg.

Spurt hvort skynrými sem þetta á viðburðum séu framtíðin segir hán: „Við vonum að þetta verði normið, rétt eins og táknmálstúlkar og rampar.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
5
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.
Bjarni vildi ekki þykjast - Svandís segir hann óhæfan
6
FréttirStjórnarslit 2024

Bjarni vildi ekki þykj­ast - Svandís seg­ir hann óhæf­an

Full­trú­ar allra flokka á þingi nýttu þing­fund­inn í dag til að hefja kosn­inga­bar­áttu sína. Bjarni Bene­dikts­son sagð­ist hafa lit­ið svo á að hann væri að bregð­ast sjálf­um sér og lands­mönn­um ef hann myndi þykj­ast geta leitt áfram stjórn án sátt­ar. Svandís Svavars­dótt­ir fór yf­ir at­burða­rás­ina í að­drag­anda þingrofs og sagði Bjarna óhæf­an til að leiða rík­is­stjórn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
3
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
5
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
2
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár