Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Heimilin greiða niður óverðtryggðu lánin og færa sig í verðtrygginguna

Lands­menn hafa aldrei áð­ur ver­ið með jafn mik­ið af verð­tryggð­um lán­um hjá bönk­um. Krónu­tala þeirra hef­ur hækk­að vegna þess að heim­ili skipta yf­ir í þau til að lækka greiðslu­byrði og vegna þess að verð­bæt­ur leggj­ast á höf­uð­stól þeirra. Þær verð­bæt­ur eru um­tals­verð­ar þeg­ar verð­bólga er jafn há og hún hef­ur ver­ið und­an­far­ið.

Heimilin greiða niður óverðtryggðu lánin og færa sig í verðtrygginguna
Tilfærsla Mánaðarleg greiðslubyrði af hefðbundu óverðtryggðu húsnæðisláni á breytilegum vöxtum hefur næstum tvöfaldast frá því í byrjun árs í fyrra. Mynd: Bára Huld Beck

Frá byrjun árs 2023 og út júní síðastliðinn greiddu heimili landsins niður óverðtryggð íbúðalán hjá bönkum fyrir 21,9 milljarða króna umfram það sem þau hafa tekið af slíkum lánum. Þar munar mestu um óverðtryggð lán sem bera breytilega vexti, en heimilin hafa greitt meira í 25 milljarða króna i upp- og umframgreiðslur en þau hafa tekið í ný slík lán. 

Á sama tímabili, hálfu ári, tóku heimilin verðtryggð lán fyrir 41,1 milljarð króna umfram það sem þau greiddu upp. 

Þetta kemur fram í nýlegum hagtölum Seðlabanka Íslands um bankakerfið. 

Þar segir enn fremur að verðtryggð útlán með veði í húsnæði hjá kerfislegu mikilvægu bankanna þremur: Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka, hafi farið úr því að vera 545 í 668 milljarða króna á milli júnímánaðar 2022 og 2023. Það er aukning upp á 123 milljarða króna, eða 22,5 prósent á einu ári. Stærstur hluti aukningarinnar hefur komið til á þessu ári. Í krónum talið hefur umfang verðtryggðra íbúðalána aldrei verið meira. Ástæðan þess að hækkun á útistandandi verðtryggðum íbúðalánum er umfram þau lán sem voru tekin er sú að í mikilli verðbólgu, líkt og hefur geisað undanfarna mánuði, leggjast verðbætur á höfuðstól lánanna og hækka hann. 

Umfang óverðtryggðra íbúðalána hefur hins vegar dregist umtalsvert saman síðustu mánuði. Í lok síðasta árs var umfang þess lánastabba um 1.130 milljarðar króna. Í lok júní síðastliðins var hann kominn niður í 1.099 milljarða króna og hafði þar með lækkað um 31 milljarð króna á hálfu ári, eða um tæp þrjú prósent. 

Færa sig vegna stóraukinnar greiðslubyrði

Ástæða þessa er einföld og öllum skiljanleg: verðbólga hefur verið gríðarhá í lengri tíma og stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið hækkaðir skarpt til að berjast við hana. Þeir standa nú í 8,75 prósentum sem er átta prósentustigum hærra en þeir voru þegar vextirnir náðu lágmarki vorið 2021, en þá voru þeir 0,75 prósent. 

Vegna þessa hafa breytilegir óverðtryggðir íbúðalánavextir stóru bankanna, sem voru á bilinu 3,3 til 3,43 prósent fyrir rúmlega tveimur árum síðan, hækkað og eru nú allir komnir yfir tíu prósent. Áhrif þess á greiðslubyrði þeirra sem eru með óverðtryggð íbúðalán á breytilegum vöxtum eru þau að mánaðarleg greiðsla af hefðbundnu 45 milljón króna láni hefur aukist um rúmlega 90 prósent, og upp í um 367 þúsund krónur á mánuði. 

Morgunljóst er að það ráða ekki öll heimili við slíka hækkun á greiðslubyrði og því hafa sífellt fleiri skipt yfir í verðtryggð lán, sem fela í sér lægri greiðslubyrði en eftirgjöf á eigin fé vegna þeirra verðbóta sem leggjast á höfuðstól lána. 

Fyrir liggur að fleiri munu bætast í þann hóp sem á erfitt með greiðslubyrðina á næstu mánuðum og árum. Um 650 milljarða króna stafli af íbúðalánum sem bera í dag lága fasta vexti munu losna á árunum 2024 og 2025. Um er að ræða rúmlega fjórðung allra húsnæðisskulda. Auk þess eiga lán upp á um 74 milljarða króna að renna út á árinu 2023, en þar er um að ræða 4.451 heimili. 

Besti mánuður lífeyrissjóða frá því fyrir faraldur

Vaxtahækkanirnar hafa þegar skilað því að vaxtagjöld heimila landsins jukust um 60 prósent milli fyrsta ársfjórðungs í fyrra og sama tímabils í ár, samkvæmt nýlegum tölum frá Hagstofu Íslands. Þau námu alls 30,8 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins sem er hæsta krónutala sem íslensk heimili hafa nokkru sinni greitt í vaxtakostnað á ársfjórðungi. 

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands telur þrátt fyrir þetta að staða mikils meirihluta heimila landsins sem eru með fasteignalán sé „með ágætum“ þótt mikilvægt sé að búa í haginn fyrir versnandi fjárhag þeirra. Í fundargerð hennar vegna fundar sem fór fram í byrjun júní kom fram að nefndin brýndi fyrir lánveitendum – bönkum og lífeyrissjóðum – að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Bankarnir hafa verið að benda þeim sem standa frammi fyrir talsverðri aukningu á greiðslubyrði að breyta úr óverðtryggðu láni í verðtryggt, lengja lánstíma eða fara í endurfjármögnun og greiða upp óhagkvæmari smærri lán. Þá bjóða þeir upp á greiðsluhlé yfir sumartímann – að senda íbúðalánið í sumarfrí – sem eykur ráðstöfunartekjur fólks yfir frímánuðina. Engin þessara aðgerða er þó ný af nálinni. Þær hafa allir staðið heimilum landsins til boða áður en núverandi ástand skall á.

Einhver heimili eru líka að kjósa með fótunum og færa sig til lífeyrissjóða með lán sín, þar sem óverðtryggðir vextir eru skaplegri. Það er til að mynda hægt að taka óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna á 8,85 prósent vöxtum. Ný veitt íbúðalán lífeyrissjóða voru 7,3 milljarðar króna í júní og hafa ekki verið hærri krónutala innan mánaðar síðan í febrúar 2020, eða áður en kórónuveirufaraldurinn skall á af fullum krafti. Þau skiptust nokkuð jafnt milli þess að vera verðtryggð og óverðtryggð.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
6
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
7
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Domino's-þjóðin Íslendingar
9
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár